Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 31
Ný lög - breytt
viðhorf
Brúum bilið
Erla Kristín Árnadóttir
fjallar um breytt
lagaumhverfi fangelsismála
HINN 1. júlí taka gildi ný lög um
fullnustu refsinga. Kveða þau á um
stjórn og skipulag fangelsismála og
fullnustu refsinga á Islandi en óhætt
er að fullyrða að í þeim felist mikil
breyting á lagaum-
hverfi í fangelsismálum
hér á landi. Hinum fjöl-
mörgu laga- og reglu-
gerðarákvæðum um
fullnustu refsinga hefur
nú verið skipað í ein
heildarlög og reglumar
gerðar skýrari. Þá eru í
lögunum ýmis nýmæli
um réttindi og skyldur
fanga, sem styrkja
munu réttarstöðu fanga
og þau úrræði sem
fangelsisyfirvöld búa
yfir.
Samhliða gerð hinna nýju laga
vann Fangelsismálastofnun að
stefnumótun í fangelsismálum og gaf
í kjölfarið út skýrslu um markmið í
fangelsismálum og framtíðarupp-
byggingu fangelsanna. Var hún m.a.
höfð til hliðsjónai- við samningu lag-
anna. í skýrslunni kemur fram sú
stefna Fangelsismálastofnunar að
mikilvægt sé að fóngum verði tryggð
örugg og vel skipulögð afþlánun, að
komið sé fram við þá af mannúð og
virðingu og að fyrir hendi verði að-
stæður og umhverfi sem hvetji fanga
til að takast á við vandamál sín. Til að
ná fram þessum markmiðum er það
mat stofnunarinnar að setja þurfi
fram einstaklingsbundna áætlun um
framvindu afplánunarferilssérhvers
fanga í upphafi refsivistar. I shkri
áætlun felist þættir eins og áhættu-
Guðríður Ólafsdóttir fjallar um
Hj álparliðasjóð Sj álfsbj argar
UM þessar mundir rær Kjartan
Jakob Haukson hringinn í kringum
landið á sínum litla báti,undir nafhinu
Frelsi. Með þessu frábæra framtaki
vill hann ásamt Hjálparliðasjóði
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra, vekja athygh almennings á að-
stæðum hreyfihamlaðra til ferðalaga.
Það má með sanni segja að þarna fer
maður sem ekki er á
því að gefast upp og
stappar þannig stálinu
í okkur hin sem ekki
getum farið allra okkar
ferða án aðstoðar.
Þetta er í annað skiptið
sem Kjartan hefur róð-
ur í kringum landið en í
fyrra sinnið 2003 var
hann komin í Rekavík á
Ströndum og slitnaði
bátur hans þar upp og
rak upp í fjöru í aftaka
veðri. En Kjai-tan
komst heill frá þeini
raun. Vonandi verður
veðurfarið honum
mildara að þessu sinni
enda lagt fýrr af stað
en áður.
A sama tíma og ferð
Kjartans stendur yfir
fer fram söfnun í
Hjálparliðasjóðinn en
úr þeim sjóði hafa
hreyfihamlaðir getað fengið styrki til
að greiða niður kostnað vagna hjálp-
arliða til aðstoðar á ferðalögum.
Hjálparhðasjóður Sjálfsbjargar
var stofnaður í apríl 1997 og var
stofnfé 5 millj. kr. sem Rauði lo-oss
Islands lét samtökunum í té. Aður
áttu þessi samtök farsælt samstarf
um rekstur Hjálpartækjabankans,
sem síðar varð eign Össurar hf.
í reglum sjóðsins segir að unnið
skuh að markmiði sjóðsins með því að
úthluta úr honum til greiðslu kostn-
aðar vegna hjálparhða fyrir hreyfi-
hamlaða á ferðalögum. Sjóðnum er
mat, meðferðarþörf, geta til náms og
vinnu ásamt sálfræði- og félagslegum
stuðningi. Eftir shkri áætlun yrði síð-
an unnið með viðkomandi fanga á af-
plánunartímanum og áætlunin endur-
skoðuð reglulega. Markmiðið er að
stuðla að því, í samvinnu við fangann,
að hann eigi sér fastan samastað þeg-
ar kemur að lokum afplánunar, hafi
góð tengsl við fjölskyldu
og vini og kunni að leita
sér aðstoðar og nái
þannig að fóta sig í sam-
félaginu á ný.
í samræmi við fram-
angreinda stefnu Fang-
elsismálastofnunar
kveða lögin á um skyldu
stofnunarinnar til að
gera einstaklings-
bundna afplánunar-
áætlun í samvinnu við
fanga með það að mark-
miði að bæta heilsu
þeirra og gera þeim
kleift að aðlagast samfélaginu sem
best þegai' afplánun lýkur. Er það
von þeirra sem vinna að fangels-
ismálum að þetta nýmæh dragi sem
mest úr hinum neikvæðu áhrifum
sem fangelsisvist hefur í fór með sér
og stuðli að lægri endurkomutíðni í
fangelsi.
I lögunum eru einnig fjölmörg önn-
ur nýmæh er varða réttindi og skyld-
ur fanga, t.d. varðandi reglui- um
dagsleyfi. Dagsleyfi hafa þann til-
gang að auðvelda fóngum að viðhalda
tengslum þeirra við umheiminn og
eru liður í að hjálpa þeim að laga sig
að samfélaginu á ný eftir langa dvöl í
fangelsi. Almennt er viðurkennt að
slíkt úrræði sé mikilvægur þáttur í
farsælli endurkomu fanga í sam-
félagið og geti dregið úr líkum á að
þeir brjóti aftur af sér. Vegna góðrar
einnig ætlað að leita að hæfum hjálp-
arhðum, halda réttindanámskeið iyr-
ir þá og hafa slíka hjálparliða á skrá.
Núverandi staða
Enginn annar sjóður er til í landinu
sem greiðir þann umframkostnað
sem af því hlýst að geta ekki verið al-
gjörlega sjálfbjarga á ferðalögum og
á þessum sjö árum hefur Hjálpar-
hðasjóðurinn veitt 219 styrki til
hreyfihamlaðra einstaklinga, auk
þess sem haldin hafa
verið námskeið fyrir
hjálparhða. Nær ekkert
fé hefur komið í sjóðinn
frá stofnun hans. Tekin
var sú ákvörðun af
stjóm sjóðsins að loka
honum tímabundið í
október 2004, en með
átaki Kjartans og Sjálfs-
bjargar vonast stjóm
sjóðsins til að hægt
verði að safna fjár-
munum og gera sjóðinn
sjálfbæran, þannig að
mögulegt verði að nota
vexti sjóðsins til fram-
laga.
Það er von mín að al-
menningur sjái sér fært
að styðja við þessa söfn-
un. Ef fjármunir em til í
sjóðnum er hægt að
létta undir kostnaði fyr-
ir hreyfihamlaða á
ferðalögum. Auka lífs-
gæði þehra einstakhnga sem fá
styrki og veita þeim þar með frelsi til
álíkra tækifæra og aðrir geta notið án
fyrirhafnar.
Hægt er að fylgjast með för Kjart-
ans á heimasíðu Sjálfsbjargar
www.sjalfsbjorg.is og þar er hægt að
leggja framlög til sjóðsins. Einnig er
hægt að hringja í síma 908 2003 og
em þá dregnar 1.000 kr. af símreikn-
ingi viðkomandi sem rennur til sjóðs-
ins.
Höfundur er formaður,
Hjálparliðasjóðs Sjálfsbjargar.
J Meginmarkmið fang-
elsisvistunar er að hún
fari fram með öruggum
hætti þannig að rétt-
aröryggi almennings sé
tryggt og að hún hafi
varnaðaráhrif í för
með sér.í
reynslu af dagsleyfum var því ákveðið
að rýmka töluvert þær reglur sem
um slík leyfi gilda. Samkvæmt nýju
reglunum er gert ráð fyrir að dags-
leyfi séu veitt á mánaðarfresti eftir að
þau hafa verið veitt í fyrsta skipti og
er það talsverð rýmkun frá því sem
var. Þá hafa reglur um dagsleyfi
langtímafanga einnig verið rýmkaðar
töluvert en nú geta þeir sótt um dags-
leyfi mun fyrr en áður tíðkaðist. Hins
vegar gilda nú strangari reglur um
endurveitingu shkra leyfa hafi fangi
ekki haldið skilyrði þeirra.
Nokkur ákvæði era um rétt fanga
til að fá nánustu vandamenn og vini i
heimsókn í fangelsið. Samkvæmt lög-
unum eiga fangar almennt rétt á
heimsókn í fangelsin eigi sjaldnar en
vikulega. Heimilt er að leita á heim-
sóknargestum áður en heimsókn fer
fram en slíkt verður þó aðeins gert
með samþykki viðkomandi. Sam-
þykki hann það hins vegar ekki má
synja um heimsóknina eða láta hana
fara fram með öðram hætti. Til-
gangur slíkrar heimildar er að
stemma stigu við því að gestir komi
með hluti inn í fangelsin sem óheimilt
er að hafa þar, s.s. fíkniefni eða vopn.
Þá ber forstöðumönnum fangelsa að
skipuleggja aðstæður þannig að böm
geti komið með í fangelsi og að þeim
sé sýnd nærgætni.
Eins og að framan greinir hafa ým-
is ný lagaákvæði verið sett með það
að markmiði að bæta stöðu fanga. Til
viðbótar má neína að útivistartími
fanga hefur verið rýmkaður frá því
sem var, réttarstaða erlendra fanga
hefur verið styrkt og öryggi í fangelsi
bætt, bæði til hagsbóta fyrir þá sem
dvelja þar og starfa.
Fangelsismálastofiiun hefur einnig
lagt fram tihögur um uppbyggingu
fangelsaríkisins. Samþykkt hefur
verið að ráðast nú þegar í uppbygg-
ingu fangelsanna á Kvíabryggju og á
Akureyri en í haust verður gerð
framkvæmdaáætlun um endurbætur
á Fangelsinu Litla-Hrauni og bygg-
ingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Er
sú stefiia í samræmi við framtíðarsýn
Fangelsismálastofnunar og end-
urspeglast ennfremur í hinum nýju
lögum.
Meginmarkmið fangelsisvistunar
er að hún fari fram með öraggum
hætti þannig að réttaröryggi almenn-
ings sé tryggt og að hún hafi varn-
aðaráhrif í fór með sér. Að lokinni
refsivist snýr fangi aftur út í sam-
félagið og því er það hagur allra að
dregið sé úr líkum á því að hann
fremji afbrot að nýju. Er það mat
Fangelsismálastofnunar að hin nýju
lög hafi það markmið að leiðarljósi og
því ber að fagna.
Höfundur er lögfrasðingur hjá
Fangelsismálastofnun ríldsins.
Ögmundur Jónasson fjallar um
muninn milli ríkra og snauðra
í DAG, fyrsta júlí, minna al-
þjóðleg verkalýðssamtök og mörg
önnur almannasamtök á þá hyl-
dýpisgjá sem er á milli ríkra og
snauðra í heiminum og hversu
mikilvægt það er að hefjast af al-
vöru handa við að brúa bilið á
milli þessara hópa.
Það gerist aðeins
með skipulögðu og
samræmdu átaki á
ýmsum sviðum. Þessi
dagur hefur verið
kenndur við „hvíta
bandið“ og hvetja
skipuleggjendur alla
sem vettlingi geta
valdið til að ganga
með hvítt band, ým-
ist sem armband,
hálstau eða með
hvaða hætti sem fólki
kann að hugnast, til
að vekja athygli á
málstaðnum. Eru
jafnvel uppi áform
um að klæða heilu
byggingarnar í hvíta
borða, auk þess sem
fjölbreyttar uppá-
komur verða víða um
heim. Má þar nefna
svokallaða Live8 tón-
leika sem haldnir eru
m.a. í Edinborg þar
sem fundur G8-
ríkjanna, voldugustu
iðnríkja heims, verð-
ur haldinn á laug-
ardag. Þar eru einnig
fyrirhugaðir baráttu-
fundir nú í byrjun
mánaðarins og er bú-
ist við þátttakendum
töldum í tugþúsundum.
Margumtöluð áform hinna vold-
ugu iðnríkja þess efnis að fella
niður skuldir sumra fátækustu
ríkja heimsins eru vissulega skref
í rétta átt þótt öllu máli skipti í
því sambandi hvaða skilyrði þess-
um ríkjum eru jafnframt sett - því
ekki er þetta gert án skilyrða nú
fremur en fyrri daginn.
Niðurfelling skulda
háð skilyrðum
Alþjóðabankinn og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn sem vísað hafa
veginn í þessum efnum hafa
reynst fátækum ríkjum varasamir
leiðsögumenn á undanförnum ár-
um. Skilyrði þeirra hafa jafnan
verið að „þiggjendurnir“ markaðs-
væði efnahagskerfi sín og einka-
væði þar með ýmsa grunnþjónustu
samfélagsins. Þetta hefur þýtt að
snauðar og skuldsettar þjóðir hafa
sett opinberar rafmagns- og
vatnsveitur og annað það á mark-
að sem fjölþjóðlegir auðhringir
hafa viljað eignast til að hagnast
á. Þegar þangað er komið hefur
þessi starfsemi verið gleypt með
húð og hári.
Það má ekki gleymast að þótt
einhverjar skuldir séu gefnar eftir
fer því fjarri að tæmandi sé. Eftir
sem áður eru þjóðirnar verulega
skuldugar og því fjármálaöflunum
auðveld bráð, sjái þau sér hag í
því að komast yfir eignir þeirra.
Góð almannaþjónusta for-
senda jafnaðar og framfara
Staðreyndin er sú að eigi þjóð-
um að auðnast að komast frá ör-
birgð til bjargálna er lykilatriði að
þeim takist að byggja
upp öflugt samfélags-
legt stoðkerfi. Það
verður hins vegar ekki
gert ef allt sem hagn-
ast má á er fært í
hendur fyrirtækja sem
hafa arðsemina eina
að leiðarljósi. Hvaðan-
æva úr heiminum ber-
ast nú fréttir af afleið-
ingum einkavæðingar
almannaþj ónustunnar
og hve skaðleg þessi
stefna hefur reynst,
einkum fátækum ríkj-
um sem allra síst
mega við því að mark-
aðsöflunum sé hleypt
inn á gafl.
BSRB hefur staðið í
fararbroddi í umræðu
hér á landi um gildi
almannaþjónustunnar.
Fyrir fáeinum árum
réðust samtökin í
mikla hvatning-
arherferð til að efla
samfélagsþjónustuna
og var efnt til umræðu
með forsvarsmönnum
ríkis og sveitarfélaga,
en ekki síst á meðal
félagsmanna BSRB,
starfsmanna þessarar
þjónustu. Við vitum
sem er að góð al-
mannaþjónusta er forsenda fé-
lagslegs jafnaðar og þar með rétt-
láts samfélags. Góð
samfélagsþjónusta er þó einnig
annað og meira. Til hennar er iðu-
lega vísað sem stoðkerfis þjóð-
félagsins vegna þess að hún er
undirstaða allra annarra þátta
efnahagsstarfseminnar í samfélag-
inu; á henni hvílir efnahagskerfið í
heild. A þessu er mikill skilningur
í íslensku samfélagi. Menn vita
sem er að góðir skólar, heilbrigð-
isþjónusta, veitukerfi af ýmsum
toga, löggæsla, samgöngur og aðr-
ir þeir þættir sem flokkast undir
almannaþjónustu eru algerir lyk-
ilþættir í framvindu samfélagsins
og undirstaða framfara.
Islendingar axli ábyrgð
Við megum ekki gleyma því að
hið sama gildir um fátækar þjóðir
heimsins. Þeim er jafnvel enn
meiri lífsnauðsyn en okkur að efla
þjónustu af þessu tagi innan sinna
samfélaga. Þess vegna þarf að
hjálpa þeim að losna úr viðjum
auðhyggjunnar sem fyrrnefndar
alþjóðlegar stofnanir hafa hneppt
þær í. Brosandi segjast hinar ríku
þjóðir nú koma færandi hendi,
veita líkn og náð og fella niður
skuldir. Um forsendur og skilyrði
slíkra tilboða er minna rætt. Mik-
ilvægt er að fjölmiðlar haldi
stjórnvöldum, og reyndar okkur
öllum, við efnið hvað þetta varðar.
Islendingar eiga aðild að stjórn-
um Alþjóðabankans og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og eigum við
þar samstarf við aðrar Norð-
urlandaþjóðir. Nokkrum sinnum
hef ég vakið athygli á málflutningi
Norðurlandanna á þessum vett-
vangi og gagnrýnt það hve hallur
hann hefur oft verið undir mark-
aðsöflin.
Og ekki má gleyma Alþjóða-
viðskiptastofnuninni, WTO. Mikil-
vægt er að Islendingar beiti sér af
alefli til stuðnings fátækum þjóð-
um og er þar lykilatriði að við
stillum okkur jafnan þétt upp við
hlið þeirra sem vilja verja al-
mannaþjónustuna fyrir gróðaöfl-
unum en efla hana og bæta í þágu
almennings.
Höfundur er formaður BSRB.
flðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu svæði
munu naumast sýna getu sína í
verki; þeim er það fyrirmunað og
þau munu trúlega aldrei ná þeim
greindarþroska sem líffræðileg
hönnun þeirra gaf fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður era umræddar reglur nr.
122/2004 sundurtættar af óskýru
orðalagi og í sumum tilvikum
óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein
fyrir og metur stöðu og áhrif
þeirra opinbera stofnana, sem
heyra undir samkeppnislög, hvern
vanda þær eiga við að glíma og
leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi mál
með heildaryfirsýn og dýpka um-
ræðuna og ná um þessi málefni sátt
og með hagsmuni allra að leið-
arljósi, bæði núverandi bænda og
fyirverandi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Sker-
um upp herör gegn heimilisofbeldi
og kortleggjum þennan falda glæp
og ræðum vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess að
minnka kynferðisofbeldi þurfa
landsmenn að fyrirbyggja að það
gerist. Forvarnir gerast með
fræðslu almennings.
ióhann J. Ólafsson: Lýðræð-
isþróun á Islandi hefur, þrátt fyrir
allt, verið til fyrirmjmdar og á að
vera það áfram.
Pétur Steinn Guðmundsson:
Þær hömlur sem settar era á bíla-
leigur era ekki í neinu samræmi
við áður gefnar yfirlýsingar fram-
kvæmdavaldsins, um að skapa
betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.
Erla Kristín Árnadóttir
Frelsi til ferðalaga
Guðríður Ólafsdóttir
?Vonandi verð-
ur veðurfarið
honum mildara
að þessu sinni
enda lagt fyrr af
stað en áður.í
ÖgmundurJónasson
?Alþjóðabank-
inn og Alþjóða-
gjaldeyrissjóð-
urinn sem vísað
hafa veginn í
þessum efnum
hafa reynst fá-
tækum ríkjum
varasamir leið-
sögumenn á
undanförnum
árum. í