Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR SIG URÐSSON + Sigurður Sig- urðsson, oftast kenndur við versl- unina Hamborg, fæddist í Reykjavík 24. desember 1925. Sigðurður veiktist snögglega er hann og eiginkona hans Jóna Kjartansdóttir voru stödd á Rimini á Ítalíu og lést hinn 13. júní síðastliðin eftir fárra daga legu á sjúkrahúsi. For- eldrar Sigurðar voru Sigurður Jónsson kaupmaður, f. 18. maí 1886 í Borg- arnesi, d. 23. desember 1939, og Jóhanna Filipusdóttir, f. 30. mars 1887 í Kálfafellskoti í Fljótshverfi, d. 3. janúar 1953. Hálfbræður Sig- urðar voru Gísli Styff, f. 16. ágúst 1912, d. 21. júlí 1981, og Thor Rögnvald Styff, f. 5. desember 1914, d. 12. apríl 1995. Hinn 27. október 1951 kvæntist Sigurð- ur Jóhönnu Bent Guð- jónsdóttur, f. 4. janúar 1927 í Reykjavík, d. 31. maí 1995. Dóttir þeirra er Sigríður Sig- urðardóttir, f. 1. júní 1947, starfskona á tannlæknastofu, gift Kjartani Guðjónssyni tannlækni. Eiga þau tvö börn, Sigurð, f. 1. september 1970, og Hönnu Björgu, f. 30 september 1974. Sig- urður og Jóhanna skildu árið 1966. Arið 1967 hóf Sigurður sambúð með Jónu Kjartansdóttur verslun- armanni, f. 7. júní 1935 í Reykja- vík, og giftust þau Jóna hinn 24. desember 1985. Jóna átti fyrir þrjú börn, Hrafnhildi, f. 22. septemer 1951, Kjartan, f. 14. janúar 1960, og Berg Hermanns, f. 29. júlí 1966. Sigurður sat tvo vetur í Ingi- marsskóia en var jafnframt sendill hjá Silla og Valda og var settur til að stjórna verslun þeirra við Æg- isgötu aðeins fimmtán ára gamall. Fyrir utan stuttan tíma í Breta- vinnunni á Skólavörðuholtinu, gegndi hann verslunarstjórastarf- inu þjá Silla og Valda fram undir 1950 er hann réð sig hjá Ásgeiri Þórarinsyni, nýjum eiganda versl- unarinnar Hamborg. Verslunina hafði faðir Sigurðar stofnað en Hamborg var seld er hann dó árið 1939. Ásgeir missti verslunina í kringum 1955 og aðrir eigendur tóku við. Sigurður erfði hlut ömmu sinnar í versluninni og um 1960 keypti hann hlut hinna eigendanna og rak hann síðan verslunina Hamborg til ársins 2000 eða í hart- nær 40 ár er hann varð frá að hverfa vegna veikinda. Var versl- uninni lokað í framhaldinu og eignir hennar seldar. Sigurður náði sér að nokkru upp úr veikindunum og ferðuðust hann og Jónatöluvert síðustu árin, bæði hér innanlands sem og til útlanda. Utför Sigurðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þá er komið að kveðjustund, elsku pabbi minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi,r hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigríður (Sirrý). Hinn 13. júní síðastliðinn hringdi móðir mín í mig frá Rimini á Italíu og sagði mér að Siggi-pabbi væri al- veg að deyja og ég yrði að koma. Ég get ekki sagt að þetta hafi kom- ið mér á óvart þar sem hann hafði snögglega veikst í ferðalagi þeirra á Italíu og legið á spítala á annan sól- arhring. Samt var ég engan veginn viðbúinn, kannski er maður bara aldrei undir það búinn að náinn ást- vinur deyi, hvað sem á undan er gengið. Ég er búsettur í Vínarborg og því reyndist það fljótlegast að keyra til Rimini. Ekki gerði læknir á sjúkrahúsinu ráð fyrir því að ég myndi ná í tæka tíð enda um tíu tíma akstur til Rimini frá Vín. En ekki munaði miklu að ég næði að kasta á hann síðustu kveðjunni. Siggi-pabbi var allur þegar ég kom á sjúkrahúsið, hafði hann kvatt þennan heim 40 mínútum áður. Siggi-pabbi! Af hverju kallaði ég hann alltaf Sigga-pabba. Jú, hann var stjúpfaðir minn, þrátt fyrir að hafa hlotið þann titil þegar ég var aðeins eins árs gamall og muni því ekki eftir öðrum pabba á heimilinu. Ég vissi þó alltaf af mínum rétta föður og átti Siggi-pabbi ekki lítinn þátt í því að samband mitt við þessa tvo pabba var jafn eðlilegt og auð- velt. Ég kallaði hann því Sigga- pabba til aðgreiningar frá föður mínum þó svo að Siggi-pabbi hafi alltaf verið mér nærri. Minningin um Sigga-pabba er góð og Ijúf, hann reyndist mér ein- faldlega sá faðir sem ég myndi óska öðrum börnum. Enda sé ég að í mínu hlutverki sem faðir feta ég í mestu leyti í sömu sporin. Mér finnst gott að byrja daginn rólega, borða morgunmat með strákunum mínum, koma þeim í skólann áður en ég fer sjálfur í vinnuna. Ef mín er þörf reyni ég allt til að vera til taks. Ég reyni að vera ástríkur gagnvart strákunum mínum enda þykir mér óendanlega vænt um þá, en ég reyni samt líka að benda þeim á rétt og rangt eftir því sem mér best er unnt. Móður þeirra elska ég og virði og fjölskyldu og vinum sinnum við eftir bestu getu. Þetta eru allt hlutir sem ríkulega var sinnt í mínu uppeldi og gáfu þeir mér- [)á lífsvirðingu og gleði sem hafa leitt mig í gegnum ákaflega ánægjulegt líf. Svona ól Siggi-pabbi mig upp og svona reyni ég að ala mína syni upp í von um að þeir haldi áfram á sömu braut. Elsku Siggi-pabbi, núna er þínu hlutverki lokið og okkar sem eftir eru að sinna því áfram. Ef okkur tekst það jafn vel og þér, hef ég ekki áhyggjur. Hvíl í friði. Þinn, Bergur. Sigurður var mikið ljúfmenni og öðlingsmaður í alla staði. Reyndist hann okkur bræðrum hinn besti faðir og gerði sitt til að hvetja okk- ur til mennta og koma okkur til manns. Kynntumst við bræður flókinni flóru mannlífsins í kjallaranum á Klapparstíg, því vegna ljúfmennsku Sigurðar hændust að honum bæði þeir sem áttu vel til hnífs og skeiðar og þeir sem voru minni máttar og olnbogaböm samfélagsins. Systur okkar, Hrafnhildi Einars- dóttur, reyndist Sigurður einnig ákaflega vel, en hún vann meðal annars í versluninni Hamborg um árabil. Hrafnhildur er hins vegar það mikið eldri en við bræðurnir að hún var flutt að heiman áður en Sigurður flutti inn á heimihð. Kjartan. Ég vil með þessum fáu línum minnast tengdaföður míns Sigurðar Sigurðssonar sem oftast var nefnd- ur Siggi í Hamborg. Ég ætla ekki að rekja ættir hans né uppruna, það munu aðrir væntanlega gera. En hann er þó kominn af hinni svoköll- uðu grasaætt, en af þeirri ætt era margir merkilegir menn og konur komin. Sigurði kynntist ég fyrst um árið 1964 en þá kynntumst við Sirrý, dóttir hans. Sigurður rak þá verslunina Hamborg, sem höndlaði með búsáhöld, þ.e.a.s. potta og pönnur og allt sem þarf til heimilis- ins. Um tíma voru verslanir hans þrjár talsins, ein í Hafnarstræti, önnur í Bankastræti og sú þriðja við Klapparstíg í Reykjavík. Siggi var potturinn og pannan í þessum rekstri. Vann hann langan vinnudag og tók sér sjaldan frían dag. Sum- arfrí voru ekki á dagskrá hjá hon- um, því í mörg horn var að líta. Mest hélt Siggi upp á verslunina við Klapparstíg, þar var kontórinn hans í kjallaranum, allar vörur, allir reikningar, allar pantanir og allar ákvarðanir um reksturinn voru teknar þar. I þessum kjallara var líka lítil kaffistofa, ætluð starfsfólk- inu, þar var rjúkandi kaffi og með- læti allan daginn. Siggi var mikil fé- lagsvera, hafði gaman af samskiptum við fólk og daglega lagði leið sína fjöldi manna til að hitta hann af ýmsum ástæðum. Hann var þannig gerður að hann vildi leysa vanda allra sem leituðu til hans. Greiðvikni og hjartagæska voru honum í blóð borin. Áhugamál hans voru af mörgum toga, hann var dýravinur mikill, hafði gaman af getraunum, lottói og happadrættum alls konar. Hann fylgdist með íþróttalífi landsmanna, hann var kannski ekki mikið í pólitík en hafði skoðun á ýmsum málefnum. Morg- unsund stundaði Siggi í Vesturbæj- arlauginni í áraraðir og hann hafði gaman af sjónvarpi þegar tími gafst til. Siggi var tvflrvæntur, fyrri konan var Jóhanna Guðjónsdóttir sem nú er látin, en seinni kona hans sem lifir mann sinn er Jóna Kjartans- dóttir. Sjálfur átti Siggi engin börn, en ættleiddi Sigríði dóttur Jóhönnu, fyrri konu sinnar, og var hann henni hinn besti faðir og rúmlega það. Um tíma áttu Siggi og Jóna sér unaðsreit í Fitjalandi í Skorra- dal. Þar dvöldu þau hjónin öllum frístundum. Gaman hafði hann af því að veiða í Skorradalsvatni þótt vatnið væri ekki gjöfult. Fjöldi vina og ættingja þeirra eiga góðar minn- ingar frá Skorradalsárunum, en þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja. Árið 1999 greindist Siggi með ill- kynja sjúkdóm sem gerbreytti lífi hans, hann fór í gegnum langt og erfitt veikindatímabil þar sem hann dvaldi langtimum saman á Land- spítalanum í Reykjavík. Fór síðan á Reykjalund og fékk allgóðan bata. Árið 2000 hætti Siggi verslunar- rekstri og Verslunin Hamborg hætti. Síðustu áranna naut hann með Jónu, konu sinni, og var vel sáttur við lífið og tilveruna. Hann hvarf yfir móðuna miklu í ferðalagi, sem þau Jóna fóru í vegna stór- afmælis hennar. Hann lést á sjúkra- húsi í Rimini á Italíu 13. júní sl. Elsku Jóna, við Sirrý vottum þér samúð okkar og biðjum almáttugan guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Kjartan Guðjónsson. Æ, hvað mér finnst alltaf erfitt að kveðja. Og ekki datt mér í hug að ég sæi þig ekki aftur eftir að ég kyssti þig bless, áður en við fjöl- skyldan fórum aftur til Kaup- mannahafnar. Það sem þú varst alltaf góður við mig. Ég var nú mikil frekjudós þeg- ar ég var lítil en alltaf prinsessan þín. Ég sat á öxlunum á þér á Langholtsveginum og rak þig út í sjoppu að kaupa grænan frostpinna og sælgæti, aldrei þurfti ég nú samt að suða lengi því þú fórst alltaf þótt þú værir að gera eitthvað annað eða á sloppnum. Og oft fórum við sam- an, löbbuðum yfir Langholtsveginn og ég valdi mér nammi og frost- pinna og oft fylgdi spóla með. Ég sé okkur í anda haldast í hendur yfir götuna, lítil ljóshærð og afi. Við vor- um svo miklir vinir. Ég átti heilt þorp af strumpum, því í hvert skipti sem ég kom upp í búð þá röltum við saman í leik- fangaverslunina Liverpool og ég fékk að velja mér eitthvað, og varð strumpur yfirleitt fyrir valinu. Svo fór ég oft með þér í heildsölumar þegar þú þurftir að panta inn og var nú yfirleitt eitthvað sem mér leist vel á þar. Svo fór ég með þér og ömmu til Danmerkur og þegar við vorum að tannbursta okkur eitt kvöldið þá fannst mér alveg agalegt að þú skyldir vera í stelpunærbol, ekki veit ég nú af hverju mér fannst nærbolurinn þinn vera stelpulegur, en ætli þetta hafi ekki bara verið mín leið að segja við þig hvað mér þótti vænt um þig og mér fundist flott að við værum bæði í nær- bolum. I heilan vetur keyrðir þú mig og Stellu í skólann og leikskólann, og þegar ég bjó hjá ykkur ömmu fékk ég far í vinnuna þó það væri ekki í leið fyrir þig. Þó þú sért farinn frá okkur hér á jörðinni þá er ég alveg viss um að þú ert hér og passar okkur sem eft- ir erum, og eins og Eldar sagði: „Núna er afi kominn með stóra bláa vængi af því að hann er strákur." Elsku afi minn, ég mun sakna þín sárt og allar minningarnar um þig eru vel geymdar í hjarta mínu. Þú átt þinn stóra stað þar. Ég hefði ekki getað eignast betri móðurafa en þig. Jóna Björg. Allt frá því ég var fimm ára gam- all og byrjaði að þvælast fyrir afa mínum Sigurði Sigurðssyni kaup- manni í versluninni hans Hamborg, hefur afi verið mér hálfgerð goð- sögn í lifandi lífi. Afi var íhaldssamur vinnuþjarkur og sannkallaður kaupmaður með stóru K-i. Kaupmennska og verslunarstörf voru honum í blóð borin enda var faðir hans kaupmaður og afar hans allir langt til baka í tíð. Meðal ann- ars hinn virðulegi kaupmaður Akra Jón í Borgarnesi. Afi var enn á ung- lingsaldri þegar Silli og Valdi gerðu hann að verslunarstjóra. Og þegar stofnfyrirtæki föður hans, verslunin Hamborg, komst í eigu annarra manna, keypti afi hana aftur af þeim og rak hana með ítrustu vand- virkni allan sinn aldur. Ef ástundun væri framhalds- námsgrein til háskólaprófs hefði Sigurður afi lokið doktorsprófi í henni því hann vantaði ekki einn dag í vinnunna í þau 55 ár sem hann vann sína löngu vinnudaga í fyrirtækinu sínu. Umsvif verslunar- innar Hamborg voru ótrúlega mikil á blómaskeiði hennar því á þrengsta svæði gömlu miðborgar- innar voru hvorki meira né minna en þrjár verslanir; á Laugavegi 22 (við Klapparstíg), í Bankastræti 11 og í Hafnarstræti 1. Verslunin Hamborg seldi barnaleikföng og búsáhöld fyrstu árin en breyttist svo í búsáhalda og gjafavöruverslun hin síðari ár. Og þótt búðin gæfi vel af sér þá er mér minnisstætt hve hagstæð verð voru þar jafnan við lýði. Enda kom það fyrir að dýrar gjafavöruverslanir keyptu upp til- teknar vörutegundir á búðarverði í Hamborg og seldu hjá sér á upp- sprengdu verði. Sigurður afi var yngstur í hópi þeirrar rómuðu kaupmannselítu sem hélt uppi verslunarmenningu gömlu Reyýavíkur eftirstríðsár- anna. Og hann lifði og hrærðist í þessum heimi löngu eftir að gullöld hans var liðin undir lok. í miðbæj- armenningunni var fólginn sá lífs- stfll sem hann unni mest. Og afi setti sinn svip á miðbæinn. Hóf- samur og virðulegur í fasi hvort sem var í búðinni sjálfri, á skrifstof- unni í kjallaranum á Klapparstíg, eða í göngutúr í Verzlunarbankann í Bankastræti eða kjötbúðina Borg og Sandholt bakarí á Laugavegin- um. Oft sendi hann þó Þórð Guðjóns- son, eða Dodda eins og allir kölluðu hann, í slíkar sendiferðir. Doddi vann hjá afa í um það bil 15 ár við ýmis störf og var á þeim árum einn örfárra starfsmanna einkafyrir- tækja sem fékk að vera „kenndur" í vinnunni. Uppátæki Dodda voru oft litrík og brandararnir komu á færi- bandi í þann áratug.sem hann fékk sér sjúss með kaffinu. Þegar ég var barn man ég hve hrifning mín var mikil yfir 50 sentímetra vatnsbun- unni úr hraðsuðukatlinum hjá Dodda þegar hann hellti uppá. Persónugalleríið sem hemsótti kjallarann í Hamborg var fjölskrúð- ugt og þeirra á meðal voru margir mestu sérvitringar bæjarins. Sumir þeirra komu reglulega til að fá sinn vikulega vasapening hjá afa og spjalla við Dodda. Frá fimm ára aldri hafði ég sum- ar- og jólavinnu hjá afa og fékk kaup fyrir að þvælast fyrir honum og afgreiðslukonunum í búðinni. Kaupið var 500 krónur á dag og það voru ekki mörg börn á þessum aldri með svo mikið skotsilfur í vasanum daglega. Stemmningin í troðfullri búðinni í kringum jólin var engu lík og var hún ómissandi hluti af að- draganda hverra einustu jóla. Það var spennandi að fá að hjálpa afa að gera upp þegar heim var komið og mér er minnisstætt þegar ég var sex eða sjö ára og fékk að telja seðl- ana eftir jólasölu þess dags, sem afi sturtaði á stofugólfið í um það bil sextíu sentimetra háan stafla. Svo fylgdist ég með því þegar hann skrifaði uppgjörið í bækur því ég var alltaf heillaður af rithönd afa, sem var glæsileg, og mér þótti allt- af segja eitthvað um hans innri mann. Afi átti fá áhugamál. Þau voru: Verslunin Hamborg, kettirnir hans - Sponni og Línus og svo auðvitað hún amma, sem var frúin í Ham- borg. Hann kunni vel að meta góð- an mat og voru lambalæri og hrossabjúgu í uppáhaldi. Afa þótti einnig mjög gott að fá sér vodka eða ginglas á föstudögum í góðra vina hópi og þær voru ófáar veisl- urnar hér á árum áður á Langholts- vegi 165 þar sem þau amma bjuggu. Ég leit mjög upp til afa og þótti ákaflega vænt um hann. Hann átti gott líf og ég held að hann hafi ver- ið saddur lífdaga eftir viðburðaríkt líf. Hann vann mikið alla tíð og skorti aldrei neitt og talaði alltaf með stolti og þakklæti um öll sín ár. Þrátt fyrir jarðbundna hugsun afa og íhaldssemi hans spurði ég hann fyrir nokkru að því í gamni og al- vöru hvar hann gæti hugsað sér að endurfæðast. Og þótt hann hefði, ólíkt mér, litla trú á slíku svaraði hann: „Einhvers staðar í Suður- löndum býst ég við.“ Orlögin hög- uðu því svo þannig að það var ein- mitt þar sem Sigurður afi kvaddi hinn jarðneska heim - í bili að minnsta kosti. Ragnar Halldórsson. Elsku afi minn, þegar ég hugsa til baka koma ótal minningar upp í hugann. Fyrsta minningin er öll þau skipti sem ég kom og heimsótti þig og Jónu ömmu í Hamborg. Þá er það aðallega Klapparstígurinn sem ég man best eftir, kaffistofan í kjallaranum og lagerinn sem mér fannst alltaf mjög spennandi. Þó var það allra skemmtilegast að fara í strætó til Reykjavíkur, koma í heimsókn og fá pening til að fara á Tomma hamborgara að kaupa franskar, sem gerðist alloft. Skorradalurinn kemur einnig sterklega upp, enda var ég þar öll- um stundum, hvort sem var í ykkar bústað, eða hjá nágrönnum ykkar, Björg ömmu og Gauja afa. Það var ávallt tilhlökkunarefni að fara í Skorradalinn, í flotta bústaðinn hjá Sigga afa og Jónu ömmu. Það var ekki síður spennandi að koma á Langholtsveginn til að horfa á Tomma og Jenna í videótækinu og heilsa upp á Línus, sem var alltaf feiti kötturinn hans afa sem borðaði rækjur upp úr bolla, alveg sjálfur. Það var ógleymanlegt að koma með pakkana á aðfangadagsmorgun í skötulyktina, fyrst á Langholtsveg- inn og nú síðustu ár á Nýbýlaveg- inn. Það eru ófá skiptin sem ég hef montað mig af því að afi minn er afi í Hamborg, og þá var alltaf einhver í kringum mig sem kannaðist við þig og sagði hversu góður og ynd- islegur Siggi í Hamborg væri. Þeim er ég hjartanlega sammála. Elsku afi, hvfl þú í friði. Þín Hanna Björg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.