Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.07.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 39 MINNINGAR undraðust svarið en væntanlega átti Arni við að ferðir ýmissa aðila til Rússlands til að auka viðskipti hefðu engin áhrif haft í sölu öysts flsks. Ami var þungvigtari í allri samn- ingagerð, það leyndist engum. Nokkram árum síðai' hóf ég störf hjá Útflutningsmiðstöðinni sem má kalla forvera Útflutningsráðs. Þá hófst samstarf okkar Árna að nýju, fyrst og fremst um sýningarþátttöku þar sem matvæli voru kynnt. Menn geta rétt rennt gran í það hvað það þýddi að hafa Sölumiðstöðina með sér um leið og reynt var að kynna önnur matvæli frá Islandi. Þá varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með Áma til Moskvu sem fulltrúi í viðskiptasendinefnd og fékk að sjá alla dýrð kommúnismans. Gestrisni Guðrúnar og Ama var viðbrugðið og nutum við þess. Jafn- framt fengum við að kynnast vinum og skólasystkinum þeirra. Nú er þessi mikla kempa fallinn frá og fari hann vel. Við Sigríður sendum Guðrúnu, börnum og tengdabömum einlægar samúðarkveðjur. Ulfur Sigurmundsson. Við sáumst síðast fyrir nokkram mánuðum við jarðarför góðs og kærs vinar, Valgarðs J. Ólafssonar, fyrram húsbónda míns og skólabróður og vinar Árna. Þá hafði ég ekki séð Ama um langa hríð - og það sama gilti einnig um Valgarð heitinn - ég hafði heldur ekki hitt hann langa lengi. Við þessa endurfundi við góða vini, annan þegar í örmum Drottins og hinn við dánarbeð vinarins, í fylgd ástríkra dætra sinna, þeirra Hólm- fríðar og Elísabetar, fyrirvarð ég mig óumræðilega fyrir það, hversu lítt ræktarsamur ég hafði verið við þessa vini mína og lærifeður og niður í huga mér laust sem leiftur litlu ljóði, sem ég hafði heyrt og numið, ljóði eftir ókunnan höfund, sem lýsir at- vikum sem þessum á hjartnæman hátt og með sárri og mikilli eftirsjá. Mig hefði langað til að geta sagt eitt- hvað þessu líkt núna: I grenndinni veit ég um vin, sem ég á í vícfáttu stórborgarinnar. En dagamir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minnar. Og yfir til vinarins aldrei ég fer, enda í kappi við tímann. Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann. En yngri vorum við vinimir þá, af vinnunni þreyttir nú erum. Hégómans takmarki hugðumstvið ná og hóflausan lífróður rerum, „Eg hringi á morgun," ég hugsaði þá, „svo hug minn fái hann skilð.“ En morgundagurinn endaði á að ennþá jókst mill’ okkar bilið. Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri. Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri. Sjálfur ef vin þú átt góðan í grennd gleymd’ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. Ariia Finnbjörnssyni kynntist ég fyrir tæpum 40 árum, er ég starfaði í Hamborg á vegum SÍS. Ég vissi samt öll deili á honum, því elsta syst- ir hans, hún Margrét, var skólasystir mömmu minnar úr Kvennó og vora þær miklar vinkonur alla tíð. EkM nóg með það, því Árni var sonur Finnbjöms Hermannssonar, eins af verzlunarstjórum - faktorum - Ás- geirsverzlunar á Isaíirði, síðar Sam- einuðu verzlananna, frá því um alda- mótin 1900 og fram undir 1925 og allan þann tíma starfsbróðir afa míns, Kristjáns Ásgeirssonar. Afi stýrði rekstrinum á Flateyri en Finn- bjöm á Hesteyri. Að loknu námi í viðskiptafræði við Háskóla Islands í stríðslok hóf Ami störf í stjórnskipaðri útflutnings- skrifstofu fyrir sjávarafurðir, „því fiskur og fiskafurðir voru hans fag“. Þessi stoftiun starfaði stutt og gekk Ami þá í þjónustu Sölumiðstöðvar- innar, sem hann þjónaði dyggilega í 40 ár eða alla sína starfsævi, mest all- an tímann sem sölustjóri á fiskmörk- uðum Evrópu, beggja vegna jám- tjaldsins, þó að mestu austan þess. Hann og hans ágæta eiginkona, Guð- rún Gestsdóttir, bjuggu um nokkurra ára skeið í Tékkóslóvakíu, því mikil viðskipti vora á milli landanna um og eftir 1950, auk þess sem þægilegt var að sinna öðrum mörkuðum í A-Evr- ópu þaðan. Ami aflaði sér góðrar kunnáttu í tékknesku, sem gagnaðist honum vel síðar í löngum og ströng- um samningalotum við harðsvíraða rússneska samningamenn, en tungu- málin era mjög skyld og Ámi var fljótur að tileinka sér rússnesku líka. Ég er þeirrar skoðunar, að Árni Finnbjörnsson hafi verið einhver hæfasti og afkastamesti markaðs- maður í fisksölumálum, sem Island hefur alið. Samferðamönnum hans, sem ég kynntist flestum á síðustu áratugum nýliðinnar aldar, bar öllum saman um hæfni hans, þolinmæði og þrautseigju á þessum ógnarlöngu samningafundum við Rússa og aðra dáindismenn á austurmörkuðunum. Ég tel heldur ekki leika neinn vafa á því, að fáir, ef nokkur, hafi selt annað eins magn af frystum fiski, karfa; ufsa, síld og öðram bolfiski. I V-Evrópu naut hann mikillar virðing- ar og í Þýzkalandi alveg sérstaklega, því þess varð ég sjálfur áskynja. Ég læt þessum fátæklegu orðum lokið og færi frú Guðrúnu og dætr- unum, Hólmfríði og Elísabetu og fjölskyldum þeirra, hugheilar sorgar- og saknaðarkveðjur okkar Ásu Hönnu. Megi algóður Guð styrkja ykkur og hugga í sorg ykkar. Gylfi Guðmundsson. Við námsmenn í Prag fyrir hart- nær hálfri öld voram skelfilegir ein- stæðingar. En þar á staðnum var þó í eitt hús að venda fyrir utan krámar. Það var tO „Konna“, Áma Finn- björnssonar konsúls og Guðrúnar Gestsdóttur konu hans. Þau tóku okkur ævinlega með ein- stakri hlýju og rausn og leystu okkur iðuiega út með gjöfum. Einhverju sinni fóram við með pokafylli af skyrtum sem Konni sagðist hættur að nota, og í annað skipti með nýja skó, auk nestis. Þær vora margar og meinfyndnar gamansögumar sem Þorgeir Þor- geirson sagði síðar af samskiptum okkar við þau heiðurshjón, oftast færðar vel í stílinn. Við þökkum Árna Finnbjömssyni kynnin, og vottum Guðrúnu og öðr- um aðstandendum innilega samúð. Fyrir hönd námsmanna í Prag 1957-1960, Haukur Jóhannsson, Helgi Haraldsson. Mig langar að skrifa fáeinar línur til minningar um Árna Finnbjöms- son. Ég kynntist honum og eftirlifandi konu hans, Guðrúnu, fyrir um átta árum. Þá kom ég til þeirra í Hvassa- leiti 39 sem heimilishjálp. Strax og ég fór að kynnast þeim hjónum fann ég að hér bjuggu öðlingshjón, en nú á kveðjustundu er margs að minnast. Ami var Ijúfur maður og dagfars- prúður og vildi allt fyrir alla gera á meðan hann gat. Síðustu árin voru erfið vegna veikinda hans. En nú kveð ég hann með trega og söknuði. Elsku Guðrún, ég bið góðan guð að vera með þér á þessari stundu og um alla tíð. Dætrum þínum sendi ég innilegar samúðarkveðjur og fjölskyldum þeirra. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jóhannsdóttir. Við kynntumst Árna Finnbjöms- syni er við fluttum í Hvassaleitið fyr- ir um það bil fjórtán áram. Þá var hann sestur í helgan stein eftir far- sælt ævistarf. Móttökurnar voru hlýjar og eitt af því fyrsta sem hann bauð okkur var að við gætum hve- nær sem væri fengið lánuð þau verk- færi og áhöld sem hann átti í bíl- skúrnum. Það var sjálfsagt í hans huga og greiðasemi og elskulegheit einkenndu allt viðmót hans í okkar garð. Þó að Ami væri hættur stöfúm er við kynnumst honum þá sat hann sannarlega ekki með hendur í skauti. Hann var sífellt að. Við sem voram kynslóð á eftir honum getum margt af honum lært. Við kveðjum góðan nágranna og eram þakklát fyrir að hafa fengið að vera honum samferða um tíma á lífs- leiðinni og þakklát fyrir alla hjálp- semina og hlýjuna sem hann sýndi okkur alla tíð. Eftirlifandi eiginkonu Ama, Guð- rúnu Gestsdóttur, dætram þeirra og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús og Sigrún. + Jóhann Páll Ing- ólfsson fæddist á Uppsölum í Ejjafjarð- ai-sveit 16. ágúst 1931. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jón Ingólf- ur Pálsson, bóndi á Uppsölum, f. 13. apríl 1902, d.26. sept. 1993, og kona hans Lilja Jó- hannesdóttir, f. í Stóra-Dunhaga 6. október 1905, d. 19. des. 1976. Systkini Jó- hanns ein: 1) Lilja, f. 20. okt. 1923, d. 18. júní 1996. Þau vom samfeðra en móðir hennar var fyrri kona Ingólfs, Jóhanna Sesselja Sigurðai'dóttir, f. í Árdal í Andakílshreppi, Borg. 13. nóv. 1898, d. 6. maí 1927. 2) Bergur, f. 19. janúai' 1938. Hinn 7. feb. 1953 kvæntist Jóhann Huldu Herborgu Marvinsdóttur, f. 16. jan. 1931, d. 7. mars 1995. For- Skimað eftir hrossum í haga, sól- eyjar, fíflar og njóli allt í bland, eld- hús baðað í morgunsól, reykinga- lyktin, „afalykt" eins og stelpurnar mínar kölluðu hana, feitir sperðlar, gamla gufan, lögin hans Kristjáns á Gilhaga og svo vink í bæjardyrunum. Allt eru þetta minningar sem tengj- ast honum pabba mínum. Myndirnar eru svolítið gamaldags en samt sem áður og kannski einmitt þess vegna svo dýrmætar. Við fráfall hans hefur þjóðfélagið, þetta hraða þjóðfélag, orðið fátækara en áður. Hann var nefnilega óttalega mikil gersemi þessi karl sem ég átti fyrir pabba og eiginlega má segja að hann hafi verið einn af síðustu móhíkönunum. Á Uppsölum stóð tíminn í stað. Þar ríkti þetta einstaka andrúmsloft og þessi einhvern veginn dæmalausa gæska. Þar var líka tími fyrir aðra. Gestrisni var hans aðall. Nægur tími til að hringja og gleðja gamlar vin- konur - að spjalla, fá gesti, spjalla meira og biðja fólk um að þiggja ör- lítið meiri kaffidropa. Alltaf til staðar - alltaf á sínum stað. Hann var eldrai' hennar voru Mai'vin Þorleifsson, f. 10. apríl 1895 í Enni, Hofshreppi, d. 3. ágúst 1977, og kona hans Stefama Magnúsdóttir frá Kollsstöðum á Völl- um í S-Múlasýslu, f. 23. maí 1896, d. 12. nóv. 1958. Fyrstu búskapar- árin bjuggu Marvin og Stefanía í Enni, Hofs- hreppi en lengst af bjuggu þau í Sandfelli. Jóhann og Hulda eignuðust sex börn. Þau eru: 1) Lilja Stef- anía, f. 19. ág. 1951, gift Emi Tryggvasyni, f. 14. feb. 1953. Þau eiga fjögur böm: Jóhann Tryggva, f. 12. okt. 1972; Sigríði Huldu, f. 28. sept. 1973, og tvíburana Hákon og Helga, f. 18. des. 1984.2) Ásdís, f. 15. maí 1953, gift Erni Arasyni, f. 16. mars 1955. Dóttb- þeirra er Svan- hildur, f. 9. feb. 1976. Fyrir átti Ásdís soninn Frey Ragnarsson, f. 11. nóv. menntaður maður hann pabbi minn, nei, nei, ekki langskólagenginn, en hafði það í sér sem einkennir mennt- aða menn: Þitt er menntað afl og önd, eigirþúframaðbjóða. Hvassan skilning, haga hönd, hjartaðsannaoggóða. (Step.G.) Á sínum yngri áram var hann hag- ur í höndum og alla tíð skynsamur, bamgóður og skilningsríkur á bresti annarra. Hann var einstaklega um- talsgóður, hlýr og vænn hann pabbi minn. Vandaður út í gegn. Vegna þessa eiginleika hans finnst mér að þessi vísa Stephans G. smelli við hann. Við hefðum viljað fá að njóta hans svo miklu lengur, en fyrst að svona fór hugsum við hlýlega til hans, þegar hann hverfur á vit nýrra tíma. Hafi hann þökk fyrir allt og eitt er víst að ferðin hans heim til mömmu, konunnar sem honum þótti svo vænt um, verður góð. Hjúkrun- arfólki og öðram sem önnuðust hann svo frábærlega síðustu vikurnar 1971. 3) Inga, f. 23. mars 1958, gift Rúnari Arasyni, f. 24. ágúst 1952. Þau eiga tvíburana Guðrúnu Svan- hildi og Huldu Herborgu, f. 28. sept. 1996. 4) Jóhann, f. 16. ágúst 1959, kvæntur Hjördísi Henriksen, f. 15. maí 1962. Þau eiga þrjár dætur: Huldu, f. 15. feb. 1980, Ólfu Dröfn, f. 27. mars 1983, og Amöndu Ásdísi, f. 11. mars 1988. 5) Halla, f. 29. júní 1962, gift Ragnari Torfa Geirssyni, f. 14. júní 1960. Þau eiga þijú börn: Kristínu Lilju, f. 29. ágúst 1986, Haf- stein, f. 12. mars 1993, og Bjarka, f. 12. okt. 1999. 6) Ingólfur, f. 26. nóv. 1967, kvæntur Matthildi Ástu Hauksdóttur, f. 24. mars 1965. Þeirra börn eru Jóhann Axel, f. 22. feb. 1991, og Katrín Þöll, f. 31. mars 1993. Fyrir átti Matthildur dótturina Karenu Örnu Hannesdóttur, f. 17. aprfl 1985. Árið 1961 tóku Jóhann og Hulda við búinu á Uppsölum af foreldrum Jóhanns og bjuggu þau þar alla sína tíð. Jóhann var áhugasamur um hi-ossarækt og var einn af stofnend- mn hestamannafélagsins Funa. Sat hann þar í stjóm og var gerður að heiðursfélaga 1997. títför Jóhanns verður gerð frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sendi ég innilegar þakkir og enn fremur öllum þeim mörgu sem heim- sóttu hann á sjúkrahúsið. Hann var afskaplega glaður og þakklátur ykk- ur öllum. Jákvæðninni og þakklæt- inu verður best lýst með orðunum sem hann sagði daginn áður en hann dó: „Það er eiginlega ekki hægt að hafa það mikið betra.“ Ég kveð hann með kveðjunni sem hann sjálfur not- aði svo gjarnan: „Og bless, pabbi minn.“ Inga Jóhannsdóttir. Elsku Jói minn. Að eiga að góða tengdaforeldra er ómetanlegt hverj- um manni og þá átti ég svo sann- arlega í ykkur Jóa og Huldu. Ung missti ég mína foreldra, rétt um tvítugt, en á Uppsölum átti ég alltaf gott skjól og ómældan kær- leika, líka á erfiðum tímum. Takk fyrir það! Á kveðjustundu hugsar maður: Ef ég hefði nú farið oftar í heimsókn eða... En við voram alltaf í sambandi, þó heimsóknir væra ekki daglegt brauð og við vitum um hug hvert annars. Eg vil bara segja takk, elsku Jói minn, fyrir allt. Við munum ylja okkur við góðar minningar um samverastundir okk- ar. Nú ertu kominn til hennar Huldu þinnar sem kvaddi okkur 7. mars. 1995. Þið hafið átt saman fagnaðar- fundi og það meira að segja á sjálfan þjóðhátíðardaginn okkar, ekki ónýtt það. Guð blessi ykkur, kæra tengdafor- eldrar, og umlyki ykkur ljósi sínu alla tíð. Ykkar tengdadóttir, Hjördís (Didda). Þú skrifar nú eftir karlinn sagði Jói eitt sinn við mig þegar við sátum yfir glasi og spjöHuðum saman. En ekk- ert mærðarkjaftæði, bætti hann við. Við vorum svo sammála um að ég skrifaði það sem mér fyndist vera rétt um karlinn eins og Jói kallaði sjálfan sig stundum. Jóhann Páll Ingólfsson var aUa tíð heill í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var stoltur maður sem fór sínar eigin leiðir. Kunningja og vini átti Jói marga og var jafnan mik- ill gestagangur á Uppsölum. Hulda Marvinsdóttir, eiginkona Jóa, bjó honum fallegt og ástríkt heimili. Það var mikill missir fyrir alla sem kynnt- ust henni þegar hún lést eftir erfið veikindi. Þar missti Jói mest en af ey- firskri karlmennsku barmaði hann sér ekki. Hulda og Jói eignuðust sex böm. Eftir að Jói var orðinn ekkju- maður sá hann um sig sjálfur og þar naut snyrtimennska hans sín einkar vel. Jói var alla tíð tengdur íslenskri náttúra mjög sterkum böndum og skildi hana vel. Þetta næmi gerði honum kleift að rækta góð hross. Jói hafði gott eyra fyrir tónlist og smekk fyrir ljóðum. Tónlistin var stór part- ur af heimilislífinu á Uppsölum. Ógleymanlegar eru þær stundir þeg- ar Uppsalahúsið bókstaflega nötraði af.söng og kannski þrjár kynslóðir að syngja saman. Jói hafði gaman af veiðiskap en stundaði það lítið síðustu árin. Það var gaman að heyra hann segja frá veiðiferðum eða frá göngum en hann var gangnaforingi svo áratugum skipti. Hann var afar vinsæll £ því starfi því eins og góðum höfðingja sæmir var hann sanngjarn og rétt- látur og hugsaði vel um sína gangna- menn. Núna á þessum tímamótum þegar ég kveð vin minn þá óska ég nýfæddri dóttur minni að fá einhverja af þeim afbragðskostum sem prýddu hann. Það er gæfa og forréttindi að fá að kynnast slíkum höfðingja sem Upp- sala-Jói sannarlega var. Það er kannski best að enda þessi skrif á eft- irfarandi: Það var jafnan yndi hans að auka gleði náungans. Ættingjum og vinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Logi Óttarsson. Elsku Jói minn, það er skrítið að hugsa að nú sértu farinn úr þessum heimi. En ég sé bara hana Huldu þína fyrir mér með brosið blítt og faðminn opinn að taka á móti þér. Það er stutt síðan ég fékk fréttir af því að þú vær- ir orðinn alvarlega veikur, en ég hélt einhvem veginn að þú myndir bara hrista þetta af þér og yrðir alltaf á Uppsölum. En svo þegar ég minnist síðustu heimsóknar minnar til þín man ég hvað mér þótti þú eitthvað einn í þessu stóra húsi, ég hugsaði mikið til hennar Huldu þar sem við sátum í eldhúsinu og þáðum kaffi og með því. Ég var bara átta til níu ára þegar ég byrjaði að koma í sveitina, feimin og hrædd, sérstaklega við hundinn á bænum og hékk stöðugt í honum stjúpa mínum. En það átti eftir að breytast því ég var tíður gestur hjá ykkur Huldu. Og þegar ég hugsa til baka átti ég mínar bestu stundir æv- innar á Uppsölum, við heyskap og í búinu okkar krakkanna. Það voru alltaf svo margir hjá ykkur og barna- börnin ykkar mörg hver eins og htlu systkini mín. Okkur leiddist aldrei í sveitinni og ég get ekki annað en dáðst að þér, Jói minn, og henni Huldu þinni, þvílík þolinmæði að hafa allan þennan skara öll sumur og frí hjá ykkur. Nú á ég sjálf þrjú börn og tvo ömmustráka og ég mun hafa lífið á Uppsölum og mínar sælustundir þar að leiðarljósi sem mamma og ekki síst sem amma. Takk fyrir mig, elsku Jói minn. Elsku Lilla Dísa, Inga, Jonni, Halla, Ingi og börn. Innilegar sam- úðarkveðjur. Aðalheiður Sigurjónsdóttir (Heiða). JOHANN PALL INGÓLFSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.