Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.07.2005, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ jr < bemteims Ó.Ö.H - DV bemlejjaaá S Blaðið Missið ekki af svölustu mynd sumarsins með heitasta pari heims! ,J>rœlg6ð skemmtun“ Ó.Ö.H - DV 4 fi? 3S00 Miðasala opnar kl. 13.30 MYND tFTIR STEVEN SPIELBERG MYND EFTIR STEVEN SPIELBERG moHglj FRETTAffl/WÐlÐ JjVMKJT_____ s o nr 11 r Skráðu þig á bíó.ir v Tónlist | Hver er munurinn á bossa nova og samba? Suðrænir samba-tónar í Iðnó Eftir Höskuld Óiafsson hoskuldur@mbl.is SEGJA má að brasilísk tónlist hafi fyrst náð eyrum umheimsins með plötunni Getz/Gilberto. Þar leiddu saman hesta sína bandaríski djass- saxófónleikarinn Stan Getz og hinn brasilíski Joao Gilberto. Platan kom út árið 1963 og hafði innan- borðs lagið „The Girl from Ipa- nema“ sem skaust á toppinn í fjöl- mörgum löndum og er líklega enn í dag frægasta lag þeirrar tónlistar sem á rætur sínar að rekja til samba-tónlistarinnar brasilísku. í kvöld verða brasilískir samba- tónar allsráðandi í Iðnó þegar söngvarinn og gítarleikarinn Ife Tolentino leikur með fjórum ís- lenskum tónlistarmönnum, þeim Óskari Guðjónssyni á saxófón, Óm- ari Guðjónssyni á gítar og Matth- íasi Hemstock og Þorvaldi Þór Þor- valdssyni á slagverk. Þessi heimsókn Ife er sú þriðja á nokkr- um árum en fyrstu heimsókn hans hingað til lands má rekja til kynna hans og Óskars Guðjónssonar þeg- ar sá síðarnefndi var við nám í London. „Mig langaði á þessum tíma til að kynna mér brasilíska tónlist. Eg hafði heillast af þessum einfaldleika og áreynsluleysinu sem býr í þessu annars mjög flókna fyrirbæri sem samba-tónlistin er. Það er nefnilega mjög erfitt að spila þessa tónlist þó það hljómi kannski einfalt og það má segja að ég hafi dregist að þess- um eiginleikum tónlistarinnar og svo náttúrlega Ife sjálfum sem er yndisleg mannvera. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur og maður er í háskólanámi í hvert skipti því hann kemur líka alltaf með aðrar tegundir brasilískrar tónlistar sem við þekkjum ekki. Það sem við Evrópubúar köllum samba er í raun bossa nova og bossa nova er samba m eins og þau sem Getz og Gilberto spiluðu á plötunni frægu. Þeir voru náttúrlega snillingar og þessi plata þeirra sem var búin til fyrir Am- eríkumarkað er ótrúleg plata og stenst fyllilega tímans tönn en þetta er ekki beint það sem bras- ilíumenn sjálfir kalla Samba. Viðtalið snýr nú að Ife sjálfum sem hefur setið hljóðlátur á meðan Óskar fer yfir forsöguna. Hann byrjar á því að segja mér hvernig hann heillaðist fyrst af tónlist. „Tónlist var mjög stór hluti af minni fjölskyldu og faðir minn var sérstaklega mikill tónlistarunnandi. Hann hlustaði á Bítlana, blús, djass og klassíska tónlist allt í bland og algerlega fordómalaust. Móðir mín var líka músíkölsk með afbrigðum og svo lék systir mín á píanó. Eg var aðeins táningur þegar Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið og ég man eftir því þegar systir mín kenndi mér „I need you“ á píanó og ég man hvað mér fannst þetta merkilegt. Eg vissi þá að ég yrði tónlistarmaður. Það er hins vegar svolítið athyglisvert að ég byrjaði eiginlega ekki að spila brasilíska tónlist fyrr en ég var orðinn 23 ára gamall.“ Ife byrjaði sem bassaleikari og lék í mörg ár sem bassaleikari í fjöl- mörgum hljómsveitum og inn á enn fleiri plötur. „Eg spilaði á bassa með söngvara sem síðar varð mjög frægur í Bras- ilíu. Með tímanum varð hann einnig mjög eftirsóttur upptökustjóri og þá kallaði hann oft í gömlu hljóm- sveitina sína til að spila inn á þessar plötur. En þú spilar aðallega á gítarinn í dag? Ög syng! Eg byrjaði aftur að spila á gítarinn þegar ég fór að semja mína eigin tónlist og það var þá sem ég uppgötvaði að gítarinn væri mitt hljóðfæri. Hins vegar snntr é.sr allt.af hakraddir-i hlinm- Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson, Orri Elías Óskarsson og Ómar Guðjónsson. sveitum en það var eiginlega ekki nema af illri nauðsjm að ég byrjaði að syngja af alvöru. Þá var ég mjög fátækur tónlistarmaður í London, MJÖG fátækur, og ég átti erfitt með að finna vinnu. Einn daginn kom vinur minn til mín og sagði mér frá veitingastað sem væri að leita að gítarleikara og söngvara. Ég fór og fékk vinnuna en var mjög feiminn til að byrja með. Hægt og hægt byrjaði ég að kunna vel við mig í þessu hlutverki og ég fór fljót- lega að stúdera söng með því að syngja inn á spólur og hlusta á aðra söngvara. Núna get ég sagt með stolti að ég sé gítarleikari og söngv- ari. Þetta eríþriðja skiptið sem þú spilar á Islandi. Hvernig fmnst þér Islendingar hafa brugðist við bras- ilískri tónlist? „Mjög vel. Það kom mér verulega á óvart. Maður sér það á augna- ráðinu að fólk er að skemmta sér og hef bara kynnst yndislegu fólki hérna. Þetta er yndislegt land.“ Nú grípur Óskar skyndilega fram í og grínast með að Ife sé í raun að leita sér að íslenskri eig- inkonu og íbúð í miðbænum og að í næsta lífi ætli hann að verða hálfur Islendingur og hálfur Bras- ilíumaður. „Það er rétt, það er rétt!“ svarar Ife og hlær. „Því að mig langar líka að spila samba í næsta lífi.“ Hvað eiga tónleikagestir svo eftir að heyra í kvöld? „Það kemui' í ljós en ég lofa mjög skemmtilegum tónleikum. Yfirleitt æfum við fullt af lögum en síðan spilum við þau sjaldnast öll. Það fer eftir stemningunni og hvernig hljómsveitin vinnur hverju sinni. En ég get lofað því að þetta verða frábærir tónleikar því að þessir strákar sem ég er að spila með eru allir hljóðfæraleikarar á heims- mælikvarða. Ég er mjög heppinn það.er hefilað af bessan tonlist.. V* maður Miöp heppmij.. giisgmeas! folk@mbl.is Söngvarinn Justin Timberlake hefur verið orðaður við hlutverk illmennisins í næstu Batman-mynd. Popparinn, sem er að reyna að koma sér á framfæri í Hollywood, er sagð- ur efstur á lista yfir þá sem koma til greina í hlutverk þorparans Two- face í næstu mynd um hetjuna hettu- klæddu. Þrátt fyrir að Justin virki strákslegur og saklaus og hafi verið í drengja- bandi hefur hann þegar sannað að hann getur leikið myrkar persónur þar sem hann leik- ur orðljótan eiturlyfjasala í mynd- inni Alpha Dog sem sýnd verður á næstunni. Þar leikur hann með Bruce Willis og Sharon Stone en myndin byggir á sannri sögu af eit- urlyfjasalanum Jesse James Holly- wood sem grunaður var um að hafa rænt og drepið 15 ára dreng árið 2000. Justin leikur vin hans en plötuút- gefendur Justins eru sagðir hafa áhyggjur af því að stráksleg ímynd hans muni bíða hnekki vegna hlut- verksins. • • • Höfundar handrits kvikmyndar- innar Hótel Rúanda, Keir Pearson og Terry George, voru meðal þeirra sem hlutu Humanitas- verðlaunin er veitt voru í Los Angel- es á dögunum. Myndin, sem sýnd var hérlendis fyrir skemmstu, fjallar um hótelstjóra sem skaut skjólshúsi yfir flóttafólk á meðan þjóðarmorð stóð yfir í Rúanda 1994. Humanitas-verðlaunin voru veitt tíu höfundum kvikmynda- og sjón- varpshandrita sem samnefnd stofn- un telur „skemmta áhorfendum og auðga líf þeirra“. í fyi'sta sinn í 31 ár voru engin verðlaun veitt fyrir gam- anþáttahandrit þar sem ekkert þeirra handrita sem lögð voru fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.