Morgunblaðið - 02.07.2005, Page 39

Morgunblaðið - 02.07.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 39 KONRÁÐ GÍSLASON + Konráð Gíslason fæddist á Frosta- stöðum í Akrahreppi 2. janúar 1923. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 24. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Þ. Sveinsdóttir, f. 29.7. 1895, d. 13.8. 1977, og Gísli Magnússon, f. 25.3. 1893, d. 17.7. 1981. Systkini Kon- ráðs eru: Magnús Halldór, f. 1918, Konráð Elínbergur, f. 1919, d. sama ár, Sveinn Þor- björn, f. 1921, Rögnvaldur, f. 1923, Gísli Sigurður, f. 1925, Frosti, f. 1926, d. 2001, Kolbeinn, f. 1928, d. 1995, Árni, f. 1930, María Kristín Sigríður, f. 1932, Bjarni, f. 1933, Þorbjörg, f. 1935, d. sama ár, og Þorbjörg Eyhild- ur, f. 1936. Hinn 1. desember 1957 kvænt- ist Konráð Helgu Bjarnadóttur frá Uppsölum í Akrahreppi, f. 13.12. 1935. Börn þeirra eru: 1) Gísli Rúnar, f. 1957. 2) Sigurlaug Kristín, f. 1960. 3) Bjarni Stefán, Það er gott að minnast afa. Þegar við heimsóttum hann og ömmu í Furulundinn lá hann gjarnan uppi í sófa, með peysu ofan á sér og las blöð- in. Við að sjá okkur glaðnaði yflr hon- um, hann reis upp frá blaðalestri, heilsaði og spurði frétta. Spjallaði við okkur um daginn og veginn. Rás 1 hljómaði undir. Afi átti sama sætið - afasæti - við matarborðið, og var oft með fæturna uppi á sófaborðinu í stofúnni. Hann var alltaf í skyrtu og vildi vera fínn til fara. Fór oft út til að gá að gráðunni, eins og hann sagði. Stundum tók hann kíki í hönd og horfði yfir í Blönduhlíðina sem var honum svo kær. Afi spurði alltaf hvernig gengi í skólanum og um framtíðaráformin. Hvatti okkur stöðugt til dáða. Hann fylgdist ekki mikið með íþróttum en komst þó varla hjá því. Honum þótti erfitt að bera fram nafnið á uppá- haldsliðinu okkar flestra, Manchester United. Þá var honum bent á að betra væri að segja Arsenal og eftir það spurði hann stundum hvort Arsenal hefði unnið, en var þó alveg sama. Afi tók mikið í nefið og bauð okkur oft. Hann hnerraði líka þessi lifandis ósköp og einu sinni varð blaðið, sem við vorum að teikna á, svart af tóbaki eftir einn hnerrann. Þegar við höfð- f. 1960, maki Ágústa Ólafsdóttir. 4) Kol- beinn, f. 1963, maki Linda Gunnarsdótt- ir. 5) Þorleifur, f. 1963, maki Anna María Gunnarsdótt- ir. Afabörnin eru 12. Konráð ólst upp í Eyhildarholti í Hegranesi þar sem foreldrar hans bjuggu. Hann stund- aði nám við Héraðs- skólann á Laugar- vatni í tvo vetur og lauk búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hólum 1942. Hann var bóndi á Frosta- stöðum frá 1950-1985, brá þá búi og flutti í Varmahlíð og átti þar heima til lokadags. Konráð starfaði mikið að fé- lagsmálum heima í héraði og áhugi hans á landsmálum var mikill og vakandi. Hann var fé- lagi í Karlakórnum Heimi í 60 ár. Konráð verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Bálför fer fram síðar og verður jarðsett í Flugumýrarkirkjugarði. um heilsað honum og kvatt, þurftum við ævinlega að dusta af okkur nef- tóbakið. Það var eiginlega tóbak út allt gólf. Hann rölti oft um húsið, raul- andi og hnerrandi. Afi fylgdist með öllum fréttatím- um, bæði í útvarpi og sjónvarpi, og þegar hann var í heimsókn vildi hann annaðhvort heyra fréttir áður en hann fór heim eða vera kominn heim fyrir fréttir. Ef við komum með gos og snakk þegar við gistum bað hann stundum um að fá að smakka, sagði þetta vera vont en fékk sér samt alltaf meira og meira. Við minnumst þess þegar við fór- um með afa að vitja um netin í Vötn- unum. Hann keyrði svo hægt á Löd- unni sinni að okkur þótti stundum nóg um. Það var jafnvel hægt að ná góðum lúr þótt leiðin væri stutt. Væri hann farþegi vildi hann að hægt yrði á ferðinni ef mælirinn sýndi níutíu, við ættum jú að skoða landið. Þegar afi fór í ferðalög setti hann ævinlega upp grænu Olís-derhúfuna sem honum hafði eitt sinn áskotnast. Fyrir allar kosningar fór hann á flug. Okkur þótti samt ansi skemmti- legt þegar hann sagðist bara ætla að kjósa Sigurpál, vin sinn og nágranna, í forsetakosningunum ’96. Amórl. Pálsson frarakvæmilastjóri ísleifurjónsson útfararetjóri Fn'niannAndrésson útfararþjónusta Svaíar Magnússon útfmifjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST llugrún jónsdóttir GuðmundurBaldvitisson tialidór Ólafeson Ellert Ingason útfaraifijónusta vítfararþ jón usta útfaraiþjónusta útfaraiþjónusla Sfíeyczr ancffáí £er aS fiöncfum Onnumsí aíía þœ/ti útj-ararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Vinir okkar afabamanna voru ætíð velkomnir í Furulundinn og kallaði hann þá flesta Bjössa, einnig kallaði hann tvo af okkur oft Bjössa og Brand þegar við vorum litlir. Afi var mjög hreinskilinn og sagði það sem hann hugsaði. Hann var góður og sér- stakur og alltaf tilbúinn að taka á móti afabömunum og grínast. Við sjáum hann ljóslifandi fyrir okkur, brosandi, með tóbaksklútinn í hægri rassvasanum og tóbakið í hin- um. Þegar við fómm heim stóð hann við gluggann og veifaði í kveðjuskyni. Eflaust veifar hann enn brosandi til okkar, þaðan sem hann er nú staddur. Og við minnumst hans með þökk og hlýju og veifum til baka í huganum. Afabömin. „Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín.“ (Stephan G). Það er Jónsmessa þegar hann Konni frá Frostastöðum fer í sína hinstu ferð. Eg var örfárra ára þegar ég fékk að fara ein í sveitina. Sveitin er að sjálfsögðu Skagafjörður. Það fyrsta sem ég sá út um gluggann á morgnana var Glóðafeykir og bæir í Út-Blönduhlíð og mikið vorkenndi ég fólkinu á Frostastöðum. En þegar ég sá Konna og Helgu skildi ég að bæj- amafnið hafði ekkert með kulda að gera. Hlýrra, gestrisnara og betra fólk er vandfundið. Konni hafði bæði verið á Laugarvatni og Hólum og hafði áhuga á öllu. Hann var mjög ættfróður, las blöðin upp til agna og vissi allt um pólitík og okkur leiddist ekki að tala á þeim nótum. Konni söng í Heimi í áratugafjöld og fáir held ég hafi lagt kómum til fleiri söngmenn því þrír af fjórum sonum Konna og Helgu em í kómum. Konni minn, þær em margar minn- ingarnar og allar góðar. Ferðin í Ábæjarmessu og Merldgilskaffi er ógleymanleg og þá ekki síður þegar ég fékk að fara með kómum til Græn- lands. Húmorinn þinn og glaðværð þegar ég ræddi við þig ylja um ókom- in ár. Þegar við hittumst næst verður umræðan á grænum nótum. Genginn er sannur Skagfirðingur. Elsku Helga mín, Lauga, Leifur, Kolli, Gísli, Bjami og fjölskyldur, guð veri með ykkur. „Nú blikar sól á Blönduhlíðarfjöll- um og blómum skrýðist fell og grand- in slétt.“ (Kristján frá Gilhaga.) Blessuð sé minning Konráðs Gísla- sonar frá Frostastöðum. Sigurlaug G. Afabróðir okkar, Konráð Gíslason, Konni, er dáinn. Þegar andlát góðs vinar ber að höndum, streyma horfn- ar minningar fram. Við bræðumir ól- umst upp á efri hæð gamla hússins á Frostastöðum en á neðri hæðinni bjuggu Konni og Helga. Snemma urðum við heimagangar hjá þeim hjónum, eyddum ekki minni tíma niðri hjá þeim en heima hjá okkur. Að fara niður til Konna og Helgu var þáttur í daglegu lífi og þangað var alltaf gott að koma. Konni var alltaf hress og kátur, mikill húmoristi og gerði grín að sjálfum sér og öðram. Báðir fengum við bræðumir okkar fyrstu kennslu í neftóbakstöku hjá Konna, þá þriggja eða fjögurra ára gamlir, hnerraðum hressilega og uppskáram mikinn hlátur viðstaddra. Þegar Konni og Helga hættu búskap, fluttu þau til Varmahlíðar og reistu sér hús þar. Þangað fórum við bræð- ur svo nokkram sinnum í heimsókn og fengum að gista. Þangað var ekki síðra að koma og alltaf boðið upp á eitthvert góðgæti. Okkur bræðram auðnaðist að hitta Konna rétt fyrir andlát hans. Þá var hann þrotinn að kröftum en engu að síður brá enn fyr- ir glettni í augum hans. Hann fylgdist vel með allt fram í andlátið og gam- ansemin var aldrei langt undan. Við kveðjum góðan og sannan bemsku- vin, þess fullvissir að Konna líður vel þar sem hann er núna. Aðstandend- um sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þorgeir og Teitur frá Frostastöðum. • Fleirí minningargreinar um Konráð Gíslason bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hjörtur, Brynjar og Irís Osk; Gunnar Odds- son; Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason; Sigurpáll Arnason. GUÐMUNDUR SKÚLASON Guðmundur Skúlason húsa- smíðameistari fædd- ist á Ísafírði 22. júlí 1921. Hann lést á sjúkrahúsi ísafjarðar 25. júní sfðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Guðjónsdótt- ir húsmóðir í Hnífs- dal, f. 18.júlí 1896, d. 6.júlí 1996, og Skúli Skúlason kaupmaður á Ísafírði, Eiríksson- ar frá Brúnum, f. 10. júlí 1888, d. 19. apríl 1957. Fóstur- foreldrar Guðmundar voru Magn- ea Þorláksdóttir úr Fljótum í Skagafirði (1888-1974) og Þórður Guðmundsson smiður úr Skaga- firði (1884-1972). Systkini Guð- mundar eru, sammæðra: Sesselja Elísabet, f. 1925; Níelsína, f. 1927; Margrét Guðný, f. 1928; Pétur, f. 1930; Finnur, f. 1931; Halldór, f. 1932, d. 2000; Jón Arnar, f. 1933; Gunnar, f. 1934; og Jóhanna Stella, f. 1938. Samfeðra eru: Áslaug, f. 1924, d. 2003; og Jón Ásgeirsson (Skúlason), f. 1928. Fóstursystkini Guðmundar eru: Þóra, f. 1923, d. 2000; Guðmundur Jóel, f. 1924; og Rögnvaldur Þór, f. 1927. Auk þess Anna Sigmundsdóttir, f. 1913, d. 1999, sem einnig var tekin í fóstur af Magneu og Þórði. Guðmundur kvæntist 23.12. 1951 Hjördísi Öldu Ólafsdóttur, f. á ísafirði hinn 16. maí 1927. For- eldrar hennar voru Guðríður Brynjólfsdóttir (1891-1969) og Ólafur Ágúst Halldórsson fisk- matsmaður (1895-1976). Börn Guðmundar og Öldu eru: 1) Guðríður Brynja, f. 21. ág. 1952, maki Þorlákur Kjartansson, f. 19. des. 1952. Synir þeirra eru: a) Krist- ján Geir, f. 1974. b) Viðar, f. 1977. c) Bjarki, f. 1977. d) Grétar Ber, f. 1982. Auk þess átti Þorlák- ur dóttur áður, Hörpu, f. 1973. 2) Ólaftir Þór, f. 13. apr. 1956, maki Hulda Hafsteinsdóttir, f. 23. des. 1960. Þeirra börn eru. a) Hjördís Eva, f. 1980. b) Stefán Þór, f. 1981. c) Árni Björn, f. 1983. d) Hjörtur, f. 1991. 3) Margrét Anný, f. 26. mars 1964, fráskilin, börn hennar eru: a) Erna Lind, f. 1981. b) Guðmundur Orri, f. 1986. c) Magni Þór, f. 1989. d) Haukur Snær, f. 2000. Barnabarnabörn Guðmundar eru tvö. Guðmundur gekk í barnaskól- ann á Isafirði. Hann Iauk búfræði- námi frá Hólum í Hjaltadal árið 1938. Á ísafirði lærði hann svo húsasmíði hjá Jóni Sigmundssyni húsasmíðameistara og lauk síðan meistaranámi. Lengst af starfaði Guðmundur við smíðar. Hann vann í nokkur ár hjá Kaupfélaginu sem smiður og sá um timburaf- greiðslu. Þá var hann í mörg ár smiður hjá Daníel Sigmundssyni. Síðustu starfsárin vann hann hjá íshúsfélagi ísfirðinga. Útför Guðmundar verður gerð frá fsaljarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tíma sem veitti birtu ogfrið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir, góða tíð eftir kveðjuna hér. Knn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta okkar ber. (P.O.T.) Börnin. Guðmundur tengdafaðir minn er látinn eftir erfið veikindi. Guðrún móðir hans var vinnukona hjá Skúla föður hans, kaupmanni á Isafirði. I þá daga þótti vinnukona ekki nógu fin fyrir kaupmann og varð ekkert úr sambandi Guðrúnar og Skúla. Guð- rún veiktist mikið eftir fæðingu Guð- mundar, fékk mjólkina í blóðið og var þar að auki einstæð móðir. Fór það svo að hann var boðinn upp eins og stundum var gert hér áður fyrr við böm einstæðra. Þegar Guðmundur var eins árs og móðir hans búin að kynnast verðandi eiginmanni sínum Þorvaldi Péturssyni, þá reyndi hún að fá hann aftur en það gekk ekki. Fóst- urforeldrar Guðmundar, Magnea og Þórður, reyndust honum vel og ólst hann upp hjá þeim. En eins og nærri má geta þá hefúr það verið erfitt fyrir bam og ungling að alast upp í litlum bæ og faðir hans þekktur kaupmaður, hafði engin af- skipti af honum, en hann rak bæði matvöraverslun og herra- og dömu- búð auk úraverslunar. Ef Guðmundur þurfti inn í búð þá lét Skúli sig hverfa en lét Villa bróður sinn sem alltaf kom vel fram við Guðmund afgreiða hann. Á unglingsárum sínum fór Guðmund- ur í sveit í Fljótin í Skagafirði að bæn- um Krakavöllum, þaðan sem fóstur- foreldrarnir vora ættaðir. Hann ljómaði alltaf er hann talaði um þenn- an tíma svo það var auðséð að þar hef- ur honum Kðið vel og átt góðar stund- ir. Hann fór í bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist sem bú- fræðingur, en lauk síðan húsasmíða- meistaranámi á Isafirði. Það varð honum mikil gæfa að kynnast hinni góðu og kærleiksríku konu, Öldu, sem varð lífsfóranautur hans og má með sanni segja að hún hafi staðið þétt við hlið hans í gegnum lífið og naut hann hennar umönnunar allt undir það síðasta. Guðmundur starfaði við smíðar og var mjög vandvirkur sem eftir var tekið og varð það til þess að sumir vildu eingöngu hann til þess að vinna verk fyrir sig. Sjðustu starfsarin vann Guðmundur í íshúsfélagi ísfirðinga sem brýnari. Hann byggði sér og konu sinni hús að Seljalandsvegi 8 og árið 1963 fluttu þau inn og hafa búið þar síðan. Guðmundur tók ekki bílpróf fyrr en eftir fimmtugt þannig að þegar böm- in vora ung þá var það mikið ævintýri þegar ákveðið var á sunnudegi að heimsækja Guðrúnu ömmu í Hnífs- dal. Þá var tekinn leigubíll úteftir sem sótti þau svo aftur að lokinni heim- sókn. Og á sumrin var kannski farið inn í skóg í beijaferð með Malt og Sínalkó og leikið áður en farið var heim aftur með bílnum. Þetta era skemmtilegar minningar. Eftir að bíl- prófið var komið þá fóra þau Alda og Guðmundur víða akandi, t.d. í Fljótin og til Siglufjarðar sem þau höfðu mikla ánægju af. Alltaf átti Guðmundur afi bijóst- sykur eða annað sælgæti í skál fyrir bamabömin, því hann var mikill sæl- keri og þurfti amman oft að fela bök- unarsúkkulaðið svo það yrði ekki búið þegar þyrfti að nota það. Við sjón- varpið muna bömin eftir afa sitjandi í stólnum sínum með nammiskálina í hæfilegri fjarlægð auk fjarstýringar- innar. Að loknu dagsverki er sælt að hvíl- ast og veit ég að Guðmundur var tilbúinn til þess að kveðja, með hon- um er genginn góður maður. Eg vil þakka Guðmundi fyrir allt á liðnum áram og bið honum Guðs blessunar. Hulda Hafsteinsdóttir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjömur skína, og birtan himneska björt og heið húnboðarnáðinasína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Höf. ók.) Með kærri þökk fyrir allt, elsku afi. Guð blessi minningu þína. Guðmundur Orri, Magni Þór og Haukur Snær. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Skúlason bfða birt- ingar ogmunu birtast íhlaðinu næstu daga. Höfundar eru: Erna Lind; Hjördís Eva, Stefán Þór, Árni Björn ogHjörtur; (hkar Andri, Tristan Dagur og Sædís Birta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.