Úrval - 01.12.1974, Page 39
FLJOTANDI HVILDARSTAÐIR
37
fórnarlömb hækkandi launa banda-
rískra sjómanna, svo og minnkandi
ríkisframlaga.
Hvað er það svo, sem liggur að
baki fyrirbærjnu? Lengri sumar-
frí og nær óslökkvandi þrá eftir
„glæsilífi". Á þessari öld tækni-
væðingar og sjálfvirkni er það per-
sónuleg þjónusta, sem skemmti-
ferðaskipin leggja aðaláherzlu á —
afturhvarf til „gamla tímans“.
Skemmtisiglingar eru „eins og að
verða barn aftur,“ segir einn far-
þeganna. „Fyrst gefa þeir þér að
borða, því næst vagga þeir þér
lítillega, og þá aftur borðað. Þeg-
ar maður liggur í hreinu lofti í
þægilegum dekkstólnum, þá líkist
það einna helst að liggja í barna-
vagni, með barnfóstru við hend-
ina, sem færir þér súpu klukkan
ellefu og te og ís klukkan fjögur."
Annar stór þáttur í aukningu
skemmtisiglinga er fjölgun á þægi-
legum fargjöldum, þar sem allt er
innifalið. Að meðaltali nema þessi
fargjöld 60 dollurum (um 7100 ísl.
kr.) fyrir manninn á dag, en á
sumum skipum er, utan háanna-
tímans, boðið upp á verð allt nið-
ur að 40 dollurum (um 4700 ísl.)
fyrir manninn á dag. Á flestum
skipum er innifalið í fargjaldinu
þrjár máltíðir á dag, skemmtikraft-
ar, leikfimi og líkamsþjálfun, dans-
kennsla, kennsla í erlendum tungu-
málum, keppni í bridge, nýjar kvik
myndir, sund auk alls kyns leikja
og þrauta.
Þessi aukni áhugi á skemmtisigl-
ingum hefur beint hamingjuhjólinu
á kærkomna braut fyrir ferðaiðn-
aðinn. í áratugi klauf fjöldi gufu-
skipa öldur Atlantshafsins milli
Bandaríkjanna og Evrópu á hverri
viku. Þá komu þoturnar með sín
lágu fargjöld, og örlög farþegaskip-
anna virtust ráðin. í staðinn var
breytt um stefnu. „Það var spurn-
ing um að endurmeta ástandið," út-
skýrir Bill Archibald, forstöðumað-
ur skemmtisiglingadeildar Thomas
Cooks. „Hér var opin leið til að
flytja farþegana frá einum heillandi
viðkomustaðnum til annars — frá
morgunverði undan Mykonos til
kynnisferðar í Delos og innkaupa í
Naxos, allt á einum eða tveimur
dögum, allt án þess að þeir þurfi
að lyfta fingri eða opna né loka
ferðatösku."
Skipið, sem áður gegndi hlut-
verki flutningatækis, er nú orðið
að „fljótandi hvíldarstað". „Það er
því ekki að undra þótt stóraukinn
fjöldi Bandaríkjamanna, með mið-
lungstekjur — einkaritarar frá Des
Moines, kennarar frá Atlanta, skrif
stofufólk frá Boston — raði sér að
borðstokknum á skipum, sem áður
voru aðeins ætluð þeim ríku,“ seg-
ir Ralph Michele, siglingastjóri á
„Raffaelo". „Fólk, sem áður tók sér
frí í landi, hefur nú efni á að fara
í frí á sjó.“
Stundum taka heilar fjölskyldur
sig upp og fara í skemmtisiglingu.
Ein jól fyrir nokkru, til dæmis, þá
tók Glunz fjölskyldan frá Chicago
— öll 40 með tölu — á leigu hóp-
ferðabíl, óku til Flórida og tóku
sér far með „Nieuw Amsterdam“ í
tíu daga skemmtisiglingu. Fjöl-
skyldan fyllti 15 klefa. „Þetta virt-
ist vera besta leiðin til að ná end-
urfundum allrar fjölskyldunnar,"