Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 12
10
ÚRVAi.
Hann vann við háskóla, sem kenndi
húsaskreytingar og iagði eingöngu stund
á forna listmenningu. En þegar hann
teiknaði aðsetur hinna fornu menningar-
strauma á jarðlíkan, leiddi það hug hans
að ströngu, jarðfræðilegu kerfi.
Nokkrum árum seinna, þegar hann
hafði kynnstValeri Makaroff, rafverkfræð-
ingi, og Vjatseslaf Morotsoff, verkfræð-
ingi, fóru óljósar hugmyndir hans fyrst
að fá á sig form hreinnar kenningar.
I mörg ár stunduðu þessir þrlr ungu
menn af kappi undirstöðuatriði vísinda,
allt frá fornleifafræði til jarðfræði og loft-
steinafræði til fuglafræði, áður en þeir
gerðu uppskátt um þessa ,,fjarstæðu”
sína. En skólamenn og vlsindamenn gátu
ekki annað en velt vöngum yfir þeim
fjölmörgu stoðum, sem vlsindamennirnir
þrír renndu undir mál sitt.
I ljós kom, að æði margar miðstöðvar
fornmenningar lágu einmitt á mótum
strendinganna. Þessar miðstöðvar voru
Mohenjo Daro, miðstöð frum-indversku
menningarinnar, Egyptaland, Norður-
Móngólía, Iraland, Páskaeyja, Perú og
Kiev — ,,móðir rússneskra borga.”
Vitaskuld voru vlða eyður í. En smám
saman fylltist 1 þær.
Á undanförnum árum hafa átt sér stað
stórmerkilegar fornleifafundir. I Indókína
hafa fundist leifar af menningu, sem nær
aftur til 7 þúsund fyrir Krist. Landbúnað-
ur hófst þar 2000 árum fyrr en í Miðaust-
urlöndum, sem talin hafði verið vagga
mannkynsins. Þessi nýja uppgötvun kom
vel heim við kerfi Gonsjaroffs og félaga.
Þetta kerfi kom einnig mjög vel heim
við dreifingu verðmætra jarðefna. Lítið á
jarðfræðikortið: Meðfram „samskeytum”
hinna miklu þríhyrninga eru olíuauðugu
svæðin í Norður-Afríku og við Persaflóa.
Sama á við í Ameríku, þar sem þau ná
frá Kaliforníu til Texas. Lltið nánar á
samskeyti þessa tvöfalda nets: Hin miklu
auðævi í jörðu í Suður-Afríku, námurnar
1 Cerro de Pasco í Perú, hinn mikli
auður Alaska og Kanada, neðanjarðar-
olían og gasið í Vestur-Síberíu og auðævi
fleiri staða.
Vissulega eru líka eyður í þessu kerfi.
En hver veit, nema það sé akkúrat þar,
sem nýjar uppgötvanir verða gerðar?
Það leiðir af sjálfu sér, að ekki er
hægt að finna þetta kerfi alls staðar.
En það er of víða til þess, að hægt sé að
flokka það undir einbera tilviljun. Og sum
frávik eru auðskýrð, jörðin hefur ekki
haldist óbreytt. Nytsamleg jarðefni halda
áfram að myndast.
Við fyrstu sýn virðast þessar línur eins
og gerðar út 1 loftið en við nánari
athugun kemur í Ijós, að bak við þær
liggja jarðfræðilegar myndanir.
Þótt jarðskorpan minni á gríðarlega
flísalögn, verða ýmiskonar jarðfræðimynd-
anir milli flísanna. Þetta kom einmitt í
Ijós: Á möskvaskilum I ,,netinu” eru
margir nýuppgötvaðir neðansjávarhrygg-
ir, gljúfur í jarðskorpuna, eldfjalla- og
jarðskjálftasvæði, sem einkennast af jarð-
hreyfingum og jarðsigi eða lyftingu, og
mikilli eldvirkni.
Miðstöðvar segulfræðilegra afbrigða í
heiminum, staðir þar sem loftþrýstingur
er minnstur eða mestur, upphafsstaðir
fellibylja, allt þetta hefur reyst eiga