Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 31

Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 31
NAFNLAUSI HUNDURINN ,,Þú getur áreiðanlega lært það,” svaraði ungi maðurinn. „Meðgóðum hundi og dálítilli æfíngu gengur það áreiðanlega. Þú kemur örugglega til með að skjóta akurhænsni með tímanum.” Einlægni augnabliksins og gleðin yfír akurhænsnahópnum hafði næst- um því komið einhenta, unga mann- inum til að spyrja: ,,Heldur þú að eg geti lært það?” En hann hætti við það og snéri þaki í Junes. ,,Nú kemur hann,” sagði Junes, þegar hundurinn kom hlaupandi. ,,Ég skal éta hattinn minn upp á, að hann verður glaður að sjá þig.” Hundurinn hljóp á móti unga manninum, en svo stansaði hann miðja vegu milli þeirra og leit óöruggur á þá til skiptis. En svo var greinilegt, að hann hafði leyst vanda- mál sitt, því hann smeygði sér upp að Junes og sleikti hönd hans. Ungi maðurinn stóð þögull andar- tak; svo herti hann sig upp og sagði: , Jú, þeireru líkir. Vissulega, villandi líkir. En hundar minna svo oft hvor á annann. Nafnið gefur okkur svarið. Komdu hérna, Kóngur. Komdu, Kóngur!” kallaði hann rólega. Hundurinn svaraði aðeins með 29 ýlfri og stakk stóru trýninu í útrétta hönd Junes. ,,Nei, þetta er ekki hundurinn minn,” sagði ungi maðurinn. ,,Ég vona að þú komist að því hvað hann heitir. Það væri synd að gefa hundi nýtt nafn?” Þegar þeir komu að húsinu aftur, þakkaði ungi maðurinn í flýti fyrir gestrisnina og hvarf svo. Herra og frú Junes heyrðu hann setja bílinn í gang og keyra í burtu. „Viðkunnanlegur, ungur maður,” sagði Junes. ,,En af hverju lá honum svona á að komast í burtu? Þegar hann lýsti hundinum sínum, var ég viss um að þetta var hann. Skárri er það nú vonbrigðin.” Önnur vika leið og enginn gaf sig fram sem eigandi hundsins og Henry Junes var farinn að draga andann léttar. ,,Nú verð ég bara að finna út, hvað hann heitir.” Þennan dag kom skeyti frá bæ langt í burtu. Það hafði enga undirskrift. Með óttablöndnum grun las Junes stutt skilaboðin. Þar stóð aðeins: REYNDU NAFNIÐ ,,TENN- ESSEE” ★ KANNSKI.... Heimspekingurinn Bertrand Russel var spurður, hvort hann væri reiðubúinn að deyja fyrir skoðanir sínar. Hann svaraði: „Auðvitað ekki. Það er aldrei að vita, nema ég hafi rangt fyrir mér.” . Leonard Lyons^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.