Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
Liggur ekki í augum uppi, að djrin, sem guð
setti í örkina til Nóa, hafi verið skapara stnum
þakklát fyrirþað hlutverk, sem þeim varfengið?
Það fannst að minnsta kosti franska höfund-
inum, sem samdi bænir fyrir munn farþega
Nóa á hinnifrægu siglingu, sem endaði að sögn
á fjallinu Ararat.
BÆNIR DÝRANNA
í
ÖRKINNI
— Or Prayers from the Ark —
vbvK-dS:'-/' itt sinn, er breski rithöf-
• undurinn Rumer Godd-
en var að hjálpa nunnun-
.fkiálÍ um 1 MarIuklaustrinu í
Hampstead í London að
gera hreint, rakst hún þar á þunna
kvæðabók eftirfranska skáldið Made-
moiselle Carmen Bernos de Gasz-
told. Rumer Godden komst að því að
bókin, sem gefin var út hjá Bene-
diktínaklaustri heilags Lúðvíks í Lim-
on-par-Igny í Frakklandi, hafði orðið
til meðan stóð á hernámi nasista í
Frakklandi, eða réttara sagt: Þá varð
upphaf bókarinnar til. Eftir stríðið
var Mlle de Gasztold veik, og þá tóku
nunnurnar í Bendiktínaklaustrinu
hana að sér. Þegar hún tók að hjarna
við, hvöttu þær hana jafnframt til
þess að taka upp þráðinn að nýju og
ljúka bókinni.
Rumer Godden, sem sjálf er
ljóðskáld ekki síður en sagnaskáld,
hreifst af bók Mlle Gasztold og þýddi
hana á ensku. Hvert ljóð er einföld
og látlaus bæn, ort fyrir munn
hverrar tegundar dýra í Örkinni hans