Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 37

Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 37
35 ERU VlSINDINAÐ SKAPA NÝJA OG HÆTTULEGA SÝKLA? fræðinnar og hjálpað til að sigrast á alvarlegum sjúkdómum, sem nú eru óviðráðanlegir. Sem dæmi má nefna, að vísindamenn héldu áður að DNA, efnið, sém myndar litninga, finndist aðeinsífrumkjörnunum. En skömmu fyrir 1960 uppgötvuðu líffræðingar, að í sumum gerlum fannst þetta efni einnig sem litlir, kringlóttir blettir eða deplar, fljótandi í fryminu utan kjarnans. Árið 1972 tókst dr. Stanley N. Cohen við Stanfordháskóla að flytja þessa depla frá einum gerli til annars og græða þá þar. Þegar þessir DNAdeplar voru komnir í sín nýju heimkynni, bar ekki á öðru en að þeir þrifust þar með ágætum, því að þegar gerillinn fjölgaði sér með skiptingu þá gerðu þeir slíkt hið sama. Um svipað leyti uppgötvuðu vís- indamenn við Kaliforníuháskóla efni, sem gátu losað DNA úr frumu án þess að eyðileggja það. Brátt tókst samvinna vísindamanna beggja há- skólanna og komst þá fyrir alvöru skriður á tilraunirnar. Árangurinn varð hin mikla uppgötvun í sam- bandi við flutning og ígræðslu litninganna, sem síðar leiddi til kröfu vísindamannanefndarinnar um að tilraunum yrði hætt. Tilraunirnar með litningana hafa valdið miklum ótta, en einnig æsingi og spennu, því að þær bregða ljósi yfir hlutverk og starfsemi þeirra. Litningarnir ákvarða erfðaeiginleika okkar, en þeir stjórna einnig vexti og líkamsstarfsemi. Til að mynda ráða þeir vexti hárs og nagla og stjórna endurnýjunarmætti blóðs og hör- unds. Litningarnir framleiða hor- móna svo sem insúlin og adrenalin. Litningar sjá einnig um fram- Ieiðslu meltingarsafans, sem er nauð- synlegur til að kljúfa næringarefnin og melta fæðuna. Allt þetta gera litningarnir með því að samræma starfsemi mörg hundmð þúsund hvataefna líkamans. Áður höfðu vísindamenn mjög takmarkaða yfir- sýn yfir það, hvert hlutverk litning- anna er, og hvernig þeir starfa. Nú geta þeir einangrað einstakan litning, fjölgað honum milljón sinnum og rannsakað hann gaumgæfilega. Flestar tilraunir á þessu sviði hafa verið gerðar með einfrumunga. En hvernig geta billjónir fruma starfað saman í svo flókinni og margþættri heild sem mannslíkamanum? Við vitum, að sérhver fruma í líkama okkar hefur sömu litninga. Hvernig stendur þá á því, að litningarnir, sem stjórna hárvextinum, skuli ekki láta hár vaxa í lófum okkar og á iljum? Erfðafræðingar vita, að sumir litning- ar starfa sem eins konar ,,slökkvar- ar’ ’, sem kveikja eða slökkva á öðrum litningum, ef svo mætti segja. Hvernig fara þeir að því? Enn er það ekki vitað, en miklar líkur eru til þess, að komist verði að leyndar- málinu með hinum nýju aðferðum, sem nú er beitt við rannsókn litninganna. Su.mir vísindamenn eru einnig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.