Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
blóðrásar af völdum sjúkdómsins. Nú
koma aðeins um 100 sjúklingar 1
móki á ári, og aflimanir hafa
minnkað stórlega. Rúmlega 60%
þeirra átta þúsund sjúklinga, sem eru
á vegum sjúkrahússins, hafa stjórn á
sjúkdómi sínum með mataræðinu
einu saman.
Þeir, sem þangað koma, fá fyrst
ýtarlega fyrirlestra um orsakir, ein-
kenni og stjórn á sýkursýki. Notuð er
kennslutækni, sem snertir sjón og
heyrn, auðskildar kvikmyndir og
veggplaköt til að kenna fólkinu að
gæta að sér sjálfu, og vara það við
afleiðingunum, ef það bregður út af
fyrirmælunum.
Næringarfræðingar fjalla sérstak-
lega um hvern sjúkling. Matarvenj-
um er breytt eins lítið og mögulegt
er, og tekið tillit til þess, hvað er
venjulegt og fáanlegt á hverjum stað.
Læknar skýra hlutverk insúllnsins,
hliðareinkenni til að vera á verði gegn
(svo sem skert sjón, vegna þess að
sjúkdómurinn hefur spillt augnaæð-
unum), hjartakvilla sem orsakast af
því að sjúkdómurinn hefur áhrif á
æðakerfið.
Sjúklingarnir verða iðulega að
koma til sjúkrahússins til skoðunar.
Eigi þeir erfitt með að komast
þangað, fara hópar sérfræðinga til
sjúklinganna. Árangurinn af öllu
þessu er sá, að margir sjúklinga
Gradys sjúkrahússins hafa hemil á
sjúkdómi sínum, og margir vinna
erfiða vinnu, fullan vinnudag.
Því miður eru ekki til margar
stofnanir á borð við Gradys sjúkra-
húsið. Flestir sykursýkissjúklingar
verða að reiða sig algerlega á heimilis-
lækna sína, sem oft skortir sérþekk-
ingu á næringarfræði og hafa gjarnan
ekki tíma til að skýra nægilega vel
grundvallaratriði sykursýki og matar-
æðis þar að lútandi. Heimilislæknir
minn gat þannig ekki fórnað nema
tíu mínútum til að skýra hiiðarverk-
anir sykursýki fyrir mér, og enn
minni tíma helgaði hann matseðl-
inum, sem hann fékk mér prent-
aðan, um leið og hann sagði: „Farðu
nákvæmlega eftir þessu, og þá verður
allt í lagi. Þá þarftu ekki insúlln-
sprautur.
En eins og hjá mörgum þjáningar-
bræðrum mínum fór þetta ekki aiveg
eftir. Sykurinn 1 blóðinu minkaði
fyrst í stað, en þaut svo upp aftur. 011
upprunalegu einkennin komu aftur
fram. Ég fór á Joslin sjúkrahúsið í
Boston, eina bestu sykursýkisstofnun
í heiminum.
Vikuna, sem ég var á Joslin
sjúkrahúsinu, fékk ég fræðslu í 25
klukkutíma. Nú veit ég, hvað getur
fylgt sykursýki, og hve nauðsynlegt er
að bregða í engu út af fyrirmælum
um mataræði. Þar komst ég að því,
að ég þurfti raunar á daglegum
insúlínskammti að halda. til þess að
hafa hemil á sjúkdómnum.
Ég komst líka að því, hve nauðsyn-
lcgt er að hafa næga hreyfingu. Það
er ekki rétt, að fórnarlömb svkursýk-
innar verði að hafa sem allra mesta
hvíld. Líkamleg áreynsla brenmr upp