Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 42
40
URVAL
sér í fullvaxinn maka, en slík
hjónabönd enda oftar með skiinaði
en fiest önnur hjónabönd.
Þótt nú sé vitað um að minnsta
kosti 75 orsakir dvergvaxtar, — hor-
mónaruglinga, vansköpun í beinum,
vanskapaða litninga og næringar-
skort, — má flokka dverga í fáa
meginhópa. Einn hópurinn er á
læknisfræðilegu máli kallaður
,,achondroplastic” dvergar,vansköp-
un í beinum sem leiðir til dvergvaxtar
útlima. Þetta fólk er með stórt,
hnöttótt höfuð og þéttvaxinn skrokk
miklu stærra fólks. Vaxtarhraðinn er
um 8,5 millimetrar á ári að meðal-
tali, móti 5 sentimetrum hjá eðlileg-
um börnum. Þá eru skjaldkirtils-
dvergar. Þeirra vansköpun sést ekki
við fæðingu en kemur fram í því, að
þeir hætta að vaxa strax á barnsaldri
og líkami þeirra er í réttum hlutföll-
um, þótt þeir verði sjaldan hærri en
svo sem ríflega einn meter.
Algengast er, að dvergar verði
100—140 sentimetrar á hæð. Af
einhverri óþekktri ástæðu taka sumir
þeirra að vaxa á ný, þegar þeir eru
komnir um og yfír þrítugt. Austur-
ríkismaðurinn Adam Rainer var 117
sentimetrar, þegar hann var tuttugu
og eins árs, en þegar hann varð 32
ára, var hann orðinn 220 sentimetrar,
en það er líka hrikalegasti vaxtarkipp-
ur, sem sögur fara af. Sumir dvergar
hafa áhyggjur af því að taka þannig
síðvaxtarkipp, þótt þeim sé ami að
því að vera svona litlir. Þeit hafa
samið sig að sínum aðstæðum og hrýs
hugur við að þurfa að aðlagast nýjum
og stórvaxnari lifnaðarháttum.
Margir dvergar, sem auka kyn sitt
saman, — venjulega eru börnin tekin
með keisaraskurði — eignast börn
sem ná fullum vexti. Aðrir dvergar
verða aldrei kynþroska — einkum
skjaldkirtilsdvergar. Það er ein af
þjóðsögunum um dvergana, að lág-
vaxið fólk lifi stutt, en fræðilegar
rannsóknir hafa sýnt, að það er hin
mesta firra. M. Richebourg, svo
dæmi sé tekið, varð níræður.
Margt hefur lagst á eitt til þess að
örfa vísindamenn í rannsóknum
sínum á orsökum dvergvaxtar. LFA er
ein orsökin, önnur vaxandi áhúgi á
erfða- og litningarannsóknum, þriðja
góður árangur á sviði vefjafræði.
Framfarirnar hafa að vísu verið
ergilega hægar, og það er ekki ýkja
bjartara framundan, en rannsóknum
er stöðugt haldið áfram.
Nokkuð hefur birt hjá þeim
fámenna hópi (innan við 1%) sem
þjáist af skorti á vaxtarhormóninu
HGH. Þetta hormón er eitt af þeim
átta, sem skjaidkirtillinn framleiðir,
og á sinn þátt í vexti líkamans. Fyrir
börn með þennan ágalla var ekkert
hægtaðgeraframtilársins 1956, þegar
dr. Maurice Raben hjá Læknaskóla
Tufts háskóla tókst fyrst að vinna
hreintHGH úr skjaldkirtlum látinna.
Síðan hafa tvö þúsund börn í Banda-
ríkjunum tekið út eðlilegan vöxt með
HGH inngjöfum, semella hefðu orðið
dvergar. Sum hafa orðið allt upp 1
1,66 m á hæð. Þeim, sem eru dvergar