Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 65
UMKRINGDUR HÁKÖRLUM
63
Það rann ekki alveg strax upp fyrir
mér, að þetta var hákarl. Og þegar
mér varð það ljóst, voru þeir þegar
orðnir allmargir. Þeir voru um
þriggja til fimm metra langir. Ég
varð dauðhræddur. Ég beið þess, að
þeir réðust til atlögu. Einhverra
hluta vegna bjóst ég við þeim aftan
að mér. Ég var viss um, að þeir
myndu byrja á íótunum. Þeir voru
eins og tundurskeyti allt í kringum
mig og ég tók líka að hnita hringa, í
von um að bjarga fótum mínum
frá tönnunum.
Það hvarflaði að mér að súpa á sjó
og láta mig svo sökkva í djúpið.
Það yrði betra að drukkna en vera
slitinn í parta! En — nei! Ég ætlaði
að berjast. Ég vildi lifa.
Hákörlunum virtist ekkert liggja á
að fá sér að snæða, og smám saman
áttaði ég mig. Ég reyndi að hnipra
mig saman, meðan þeir syntu hvern
hringinn af fætur öðrum utan um
mig, í svo sem fimm til sex metra
fjarlægð. Þeir syntu fimlega og leti-
lega, en tóku endrum og eins
snögga kippi. Hve lengi gat þetta
staðið svona? Aðalatriðið var að hafa
stjórn á sjálfum sér. Ég gerði mér
fulla grein fyrir, að ég gat ekki slopp-
ið frá þeim. Ég byrjaði að synda, það
yrði bara að koma í ljós, hvaða áhrif
það mvndi hafa.
Þeir komu ekki nær, né heldur létu
þeir af hringsólinu umhverfis mig,
þeir fylgdu mér bara eftir. Ég varð
að treyna mér kraftana, þar til skipið
kæmi til baka að leita að mér.
Þótt það væri nú horfið, var ég viss
um, að það kæmi aftur. Það skipti
mestu máli, að ég héldi réttri stefnu.
Ég varð að taka mið af sólinni til
að halda í horfinu. Öldurnar komu
beint á móti mér, og ég reyndi að
láta sem ég vissi ekki af hákörlunum
og einbeita mér að þvi að sigrast á
öldunum.
Það liðu tvær stundir, þar til það
uppgötvaðist um borð í „Vislóbókoff
skipstjóra” að Valeri Kosjak hafði
tekið út. Skipið sneri þegar í stað við,
og sendi út skeyti. 13 önnur skip af
ýmsu þjóðerni á þessum slóðum
heyrðu kallið og tóku stefnuna á slys-