Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
metra djúpan ál í vatninu, svipti
gríðarleg sprenging skipsbotninum í
tvennt. Ferjan sökk á fjórum mínút-
um, með stefnið á undan, í kletta-
djúpið, of djúpt til þess að kafarar
gætu náð til þess. Með ferjunni
sukku járnbrautarvagnarnir tveir með
öllu sínu þungavatni — og síðasta
von þjóðverja um að verða banda-
mönnum fyrri að búa til kjarnorku-
sprengju.
Sprengingin var ekkert slys af
tilviljun. Hún orsakaðist af tíma-
sprengju, sem Knut Haukelid og
tveir aðrir félagar úr neðanjarðar-
hreyfingunni norsku höfðu komið
fyrir í botni skipsins.
Haukelid, Rönneberg og Poulson
fengu aliir bresk heiðursmerki fyrir
framgöngu sína. Fyrir sprenginguna í
Hydro fékk Haukelid enn frekari
heiðursmerki. Allir þátttakendur í
skemmdart'erkinu í Vemörk fengu
breskar, norskar, bandarískar og
franskar viðurkenningar.
Sagan af skemmdarverkinu í Ve-
mörk er orðin ein stoltasta sagan i
sögu Noregs, og er þar af nógu að
taka. Það er raunar svolítið kald-
hæðnislegt, að vegna leyndarinnar,
sem hvílir yfir gerð kjarnorkusprengj-
unnar, vissu mennirnir, sem hættu
lífi sínu í Vemörk, ekki fyrr enn eftir
stríðið, hve miklu þeir höfðu áorkað.
Þjóðverjum var það ljóst. Þýski
vísindamaðurinn Kurt Diebner sagði
eftir stríðið: ,,Það voru skemmdar-
verkin á þungavatnsframleiðslunni i
Noregi, sem áttu stærstan þátt í því,
að okkur tókst ekki að koma af stað
kjarnorkuverkun fyrir stríðslok.”
Churchill fylgdist að sjálfsögðu
vandlega með því, sem gerðist, og las
um frábært afrek norðmannanna í
skýrslum frá Sérdeildinni. Til þess
að ekki færist fyrir að heiðra norð-
mennina við hæfi, skrifaði hann
þvert yfir skýrsluna: ,,Hvað hefur
verið gert fyrir þessa hraustu menn?”
*
Dagblað
án ríkisstyrks