Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 125
MUNKURINNI GESTAPO-FANGELSINU
123
Bak við þýska undirforingjabúninginn leyndist
franskiskusarmunkur — og hetja, sem var
dyggur hjálþarandi mannanna úr frönsku
andspyrnuhreyfingunni.
horfðu rannsakandi á andlit mitt.
,,Þú ert svangur og illa til reika,”
sagði hann á lélegri frönsku. „Alfreð
kemur með súpu, og svo meðal á
eftir.”
Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá
þennan mann, sem allir fangarnir í
Bordiot nefndu með fornafni. Það
var ekki fyrr en stríðinu var lokið, að
ég frétti að bak við undirforingjabún-
inginn fólst franskiskusarmunkur, og
þessi herrans þjónn af þýsku þjóðerni
hafði verið einn allra dyggast hjálpar-
maður frönsku andspyrnuhreyfingar-
innar. Hundruð fyrrverandi Bordiot-
fanga hylltu hann eftir stríðið og
þökkuðu honum framlag hans.
Bróðir Alfreð var fæddur árið 1903
í Danzig, þeim umdeilda bæ, þar
sem lengst af hefur verið grunnt á
því góða milli kaþólskra manna af
pólskum uppruna og prússneskra
mótmælenda. Pabbi hans varð að
breyta nafni sínu til að fá vinnu við
járnbrautirnar; hann varð að breyta
pólska nafninu Stanicewski í þýsku-
legri útgáfu: Stanke. Alfreð Stanke
var ekki nema þrettán ára, þegar
hann hafði kjörið sér lífsbraut: Hann
ætlaði að ganga í reglu fransiskusar-
munka og vinna eið þeirra um iíf í fá-
tækt, hreinleika og hlýðni. Þegar
hann var tvítugur var hann sendur í
páfagarð, þar sem honum var fengin
í hendur staða aðstoðarmanns í
eldhúsi Píusar páfa XI. Þegar hann
kom heim til Þýskalands aftur varð
hann hjúkrunarmaður á sjúkrahúsi
Clarissystra í Köln og lærði að lina
þjáningar annarra.
Þegar Hitler komst til valda, fékk
Alfreð fljótlega smjörþefinn af nas-
ismanum. í mars 1936 réðust SS
menn inn í klaustrið hans. Hann var
handtekinn ásamt hinum munkun-
um og varð að dúsa tíu daga í fangelsi
í Koblenz með melludólgum og
afbrotamönnum.
Þegar stríðið braust út var Alfreð
kallaður í herþjónustu. En þar sem
munkareglurnar banna klausturs-
bræðrunum að bera vopn, var þessi
fyrrverandi fangi nú gerður að
fangaverði, og 1942 kom hann sem
fangavörður til Bourges og ver settur
til að gæta fanga í Bordiot fangels-
inu.
En þrátt fyrir einkennisbúninginn
var hjartalag Alfreðs óbreytt, og hann
vitnað oft 1 orð Jóhannesat postula:
,,Ef einhver segir ,,ég elska guð” en
hatar bróður sinn, þá er sá maður
lygari...”