Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
skugga um, hvort ég væri búinn að raka
skeggið fyrir neðan hægra eyrað, þegar ég
kom auga á hann. Hann var fyrir neðan
hægra herðablaðið nálægt miðju baki.
Bletturinn var kolsvartur, á við hálfan
10 centa pening að stærð. Þetta gat
verið fæðingarblettur. Ég spurði Helen:
„Hef ég alltaf verið með þennan blett?”
Hún vissi það ekki. Ég vissi það ekki
heldur.
,,Þú ættir að láta fjarlægja hann,"
sagði læknirinn og skrifaði nafn húð-
sjúkdómasérfræðings á miða. Næsta
mánudag fór ég til hans. Hann gaf mér
kvalastillandi novocainesprautu og sagði
mér að leggjast á magann á skurðborðið.
Hálfri mínútu síðar var hann búinn að
fjarlægja blettinn og ég var risinn upp
að nýju.
,,Ég sé, að þú býrð í Hong Kong,”
sagði sérfræðingurinn. „Hvenær ferðu
heimleiðis aftur?”
„Á föstudaginn,” svaraði ég.
„Við fáum skyndiafgreiðslu á þessart
húðpjötlu 1 meinarannsóknarstofunni, ”
sagði hann. Af einhverri ástæðu gerði ég
mér fyrst núna grein fyrir þvl, að þessi
litli svarti blettur kynni að vera illkynjaður
Á miðvikudeginum þar á eftir biðu mín
margir minnismiðar á skrifstofu fyrirtæk-
isins með orðsendingu um að hringja
strax I lækni fyrirtækisins. Síðasta orð-
sendingin hljóðaði svo: „Áríðandi —
gjörið svo vel að hringja heim til hans
eftir klukkan 7,30.” Jæja, ég hiaut þá
að vera með sykursýki, þegar allt kom
til alls. Það var það fyrsta, sem mér datt 1
hug. Svo minntist ég skyndilega svarta
blettsins.
„Þú ert með svolítinn melanomu-
blett,” heyrði ég húðsjúkdómasérfræðing-
inn segja um kvöldið. Melanoma?
Krabbamein? Ég spurði ekki neins. Rödd
læknisins virtist langt í burtu og beinast
að eyrum einhvers annars, eins og ég hefði
skyndilega lent inn á símtali tveggja
ókunnugra manna.
„Það er auðvelt að skera skemmdina
burt,’ ’ hélt röddin áfram. ,,Þetta er ekkert
sérstakt áhyggjuefni. ” Ég horfði á hönd
mína hripa nafn og heimilisfang skurð-
læknis á blað.
Ég átti geysilega annríkt næstu daga
og þurfti að finna marga menn, og varð
þetta annríki mitt til þess að draga úr
áhrifum þessara slæmu frétta og slæva
þau. Á föstudagsmorgunninn hélt ég svo
á fund skurðlæknisins. Hann var lágvax-
inn og sköllóttur. Hann sagði mér að af-
klæðast og hóf stðan ýtarlega skoðun á
öllum líkama mínum frá hvirfli til ilja.
„Þú ert með illkynjað húðkrabbamein,”
sagði hann, eftir að ég var búinn að klæða
mig t aftur. Hann talaði ósköp rðlega og
dró ekkert undan. „Þvt miður er hér um
þess háttar illkynjað mein að ræða, sem
hefur tilhneigingu til þess að sá sér um
Itkamann. Skemmdin er á slæmum stað.
Sjúkdómsgreiningarskýrslan bendir til, að
krabbanmeinssýktu frumurnar t skemmd-
inni séu komnar í útrásarástand.” Það
gætti ekki neinnar tilfinningar t rödd
hans.
Stðan tók skurðlæknirinn upp silfur-
kúlupenna og teiknaði mynd af uppskurð-
inum, sem hann stakk upp á, að ég geng-
ist undir. Taka átti hringlagað stykki
úr bakinu á mér, og hafði það svipað