Úrval - 01.03.1976, Page 16

Úrval - 01.03.1976, Page 16
14 ÚRVAL skugga um, hvort ég væri búinn að raka skeggið fyrir neðan hægra eyrað, þegar ég kom auga á hann. Hann var fyrir neðan hægra herðablaðið nálægt miðju baki. Bletturinn var kolsvartur, á við hálfan 10 centa pening að stærð. Þetta gat verið fæðingarblettur. Ég spurði Helen: „Hef ég alltaf verið með þennan blett?” Hún vissi það ekki. Ég vissi það ekki heldur. ,,Þú ættir að láta fjarlægja hann," sagði læknirinn og skrifaði nafn húð- sjúkdómasérfræðings á miða. Næsta mánudag fór ég til hans. Hann gaf mér kvalastillandi novocainesprautu og sagði mér að leggjast á magann á skurðborðið. Hálfri mínútu síðar var hann búinn að fjarlægja blettinn og ég var risinn upp að nýju. ,,Ég sé, að þú býrð í Hong Kong,” sagði sérfræðingurinn. „Hvenær ferðu heimleiðis aftur?” „Á föstudaginn,” svaraði ég. „Við fáum skyndiafgreiðslu á þessart húðpjötlu 1 meinarannsóknarstofunni, ” sagði hann. Af einhverri ástæðu gerði ég mér fyrst núna grein fyrir þvl, að þessi litli svarti blettur kynni að vera illkynjaður Á miðvikudeginum þar á eftir biðu mín margir minnismiðar á skrifstofu fyrirtæk- isins með orðsendingu um að hringja strax I lækni fyrirtækisins. Síðasta orð- sendingin hljóðaði svo: „Áríðandi — gjörið svo vel að hringja heim til hans eftir klukkan 7,30.” Jæja, ég hiaut þá að vera með sykursýki, þegar allt kom til alls. Það var það fyrsta, sem mér datt 1 hug. Svo minntist ég skyndilega svarta blettsins. „Þú ert með svolítinn melanomu- blett,” heyrði ég húðsjúkdómasérfræðing- inn segja um kvöldið. Melanoma? Krabbamein? Ég spurði ekki neins. Rödd læknisins virtist langt í burtu og beinast að eyrum einhvers annars, eins og ég hefði skyndilega lent inn á símtali tveggja ókunnugra manna. „Það er auðvelt að skera skemmdina burt,’ ’ hélt röddin áfram. ,,Þetta er ekkert sérstakt áhyggjuefni. ” Ég horfði á hönd mína hripa nafn og heimilisfang skurð- læknis á blað. Ég átti geysilega annríkt næstu daga og þurfti að finna marga menn, og varð þetta annríki mitt til þess að draga úr áhrifum þessara slæmu frétta og slæva þau. Á föstudagsmorgunninn hélt ég svo á fund skurðlæknisins. Hann var lágvax- inn og sköllóttur. Hann sagði mér að af- klæðast og hóf stðan ýtarlega skoðun á öllum líkama mínum frá hvirfli til ilja. „Þú ert með illkynjað húðkrabbamein,” sagði hann, eftir að ég var búinn að klæða mig t aftur. Hann talaði ósköp rðlega og dró ekkert undan. „Þvt miður er hér um þess háttar illkynjað mein að ræða, sem hefur tilhneigingu til þess að sá sér um Itkamann. Skemmdin er á slæmum stað. Sjúkdómsgreiningarskýrslan bendir til, að krabbanmeinssýktu frumurnar t skemmd- inni séu komnar í útrásarástand.” Það gætti ekki neinnar tilfinningar t rödd hans. Stðan tók skurðlæknirinn upp silfur- kúlupenna og teiknaði mynd af uppskurð- inum, sem hann stakk upp á, að ég geng- ist undir. Taka átti hringlagað stykki úr bakinu á mér, og hafði það svipað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.