Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 83
81
segja, og minnir þessi kenning mig í
mörgu á hinn umdeilda, en að
mínum dómi ágæta vísindamann, dr.
Helga Pjeturs, þar sem hann bendir á
mörg svipuð atriði með fornar sagnir-
sem grunn til að byggja kenningu
sína á.
Vona ég, að sjóndeildarhringur
mannskepnunnar víkki enn meir og
gamlir fordómar hamli ekki leit
okkar að raunhæfum útskýringum á
tilverunni. Þórdís Malmquist.
Svar:
Öðru erindi bréfs þíns hefur verið
komið á framfæri, Þórdís. Og úr því
þú minnist á greinina um upphaf
mannkyns og geislun, er rétt að koma
þvíá framfceri að þar var prentvilla í
fyrirsögn. Hún átti að vera svona:
MA NNK YNIÐ FÆ TTAF GEISL UN?
★
VEÐURBREYTINGAR OG HJARTASJÚKDÓMAR.
Mönnum hefur lengi verði það ljóst, að fólk með veilt hjarta eða
haldið sérstökum hjartasjúkdómum, er einkar næmt fyrir veðurfars-
breytingum. Telja læknar að það stafi af minnkuðu súrefnisinnihaldi
loftsins, sem menn anda að sér.
Á rannsókarstofnun í Moskvu eru nú gerðar tilraunir með að setja
sjúklinga, sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir veðurfarsbreytingum, í
plasthjálm, sem einangrar þá algerlega frá veðrinu fyrir utan.
RÉTTA BÓKIN.
Við hjónin urðum ásátt um það, að á þessum verðbólgutímum væri
rétt að læsa ávísanaheftin niður og borga allt með peningum. En eitt
sinn, þegar ég ætlaði í hina vikulegu innkaupaferð, uppgötvaði ég, að
ég hafði ekki nóga peninga heima. Ég hringdi þess vegna í manninn
minn og spurði hann, hvernig ég ætti að borga í stórversluninni.
,,Vertu bara róleg,” sagði hann. ,,Ég faldi svolítið af peningum
heima í stofu.”
,,Hvar?”
,,I bókahillunni — í einni bókinni.”
Ég horfði á stóra vegginn, sem var þakinn bókum, og spurði: ,,í
hvaða bók?”
,,Þú verður nú fljót að finna það,” svaraði hann og lagði á.
Því er ekki að leyna, að ég var svolítið gröm, þegar ég gekk að
veggnum og tók að lesa á bókarkilina. En hann sagði satt — það tók
mig ekki langan tíma að komast að því, að peningarnir gátu aðeins
verið í einni bókanna. Hún var eftir Charles Dickens og heitir Erfiðir
Tímar.