Úrval - 01.03.1976, Blaðsíða 109
HRAUSTIR MENN
107
EFTIRMÁLI.
Miðjan apríl 1943, minna en
tveimur mánuðum eftir „Gunner-
side”-árásina, höfðu þjóðverjar lokið
við að gera við þungavatnsfram-
leiðsluna í Vemörk. Áttunda júlí það
ár sendi Einar Skinnarland, sem enn
rak loftskeytastöð á Harðangursfjöll-
um, skeyti um það til London, að
búist væri við fullum afköstum
verksmiðjunnar frá 15. ágúst.
Njósnarar í Noregi komust einnig
á snoðir um, að þjóðverjar höfðu elft
varnir við Vemörk verksmiðjuna ,,að
því marki, að ógerlegt er að koma þar
við hermdarverkum.” Afleiðingin
varð sú, að bandamenn ákváðu, ekki
síst fyrir hvatningu Leslie Groves,
hershöfðingja, yfirmanns . kjarnorku-
rannsókna Bandaríkjanna, að gera
þunga loftárás á þungavatnsverk-
smiðjuna. 16. nóvember var varpað
hundruðum sprengja úr 150 flugvél-
um á Vemörk og Rjukan. Aðalmark-
ið, þungavatnsverksmiðjan, varð að-
eins fyrir tveimur sprengingum, og
þungavatnsframleiðslan varð ekki
fyrir spjöllum. En óbeinlínis hafði
árásin tilætluð áhrif. Þjóðverjum varð
ljóst, að sérhver tilraun þeirra til að
framleiða þungavatn í ríkum mæli
myndi leiða af sér hrikalegar loftárás-
ir eða stórkostlega návígisbardaga
sérþjálfaðra sveita. Þjóðverjar ákváðu
að flytja allar þungavatnsbirðir, sem
til voru í Vemörk, til þýskalands, þar
sem það myndi tiitölulega öruggt.
19. febrúar 1944 voru um 50
tunnur af þungu vatni settar á tvo
járnbrautarvagna í Vemörk og fluttir
til Rjukan. Næsta morgun var haldið
af stað undir öflugri vernd til Mael,
þar sem vagnarnir voru fluttir með
lítilli dráttarvél um borð í ferjuna
Hydro, til að flytja þá yfir Tinnsjö.
Þegar yfir vatnið kæmi, átti að halda
áfram með lest tii Heröya, þaðan sem
tunnurnar færu sjóveg til Þýskalands.
Klukkan 11 eftir hádegi, þegar
Hydro sigldi yfir fjögurhundruð
Tilkynning
frá Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins.
Kaupum tórnar llöskur merktai ATVR í glerið.
Verð: heilllöskur og hálfflöskur kr. 20,00 stykkið.
Ennfremur kaupurn vér glös undan bökunardrop-
um á ki. 10,00 stykkið
Móttaka Skúiagötu 82, mánudapa til föstudaga
liá kí. 9 12 og 18-18. Laugardaga frá kl. 9-12.