Úrval - 01.03.1976, Side 125

Úrval - 01.03.1976, Side 125
MUNKURINNI GESTAPO-FANGELSINU 123 Bak við þýska undirforingjabúninginn leyndist franskiskusarmunkur — og hetja, sem var dyggur hjálþarandi mannanna úr frönsku andspyrnuhreyfingunni. horfðu rannsakandi á andlit mitt. ,,Þú ert svangur og illa til reika,” sagði hann á lélegri frönsku. „Alfreð kemur með súpu, og svo meðal á eftir.” Þetta var í fyrsta sinn, sem ég sá þennan mann, sem allir fangarnir í Bordiot nefndu með fornafni. Það var ekki fyrr en stríðinu var lokið, að ég frétti að bak við undirforingjabún- inginn fólst franskiskusarmunkur, og þessi herrans þjónn af þýsku þjóðerni hafði verið einn allra dyggast hjálpar- maður frönsku andspyrnuhreyfingar- innar. Hundruð fyrrverandi Bordiot- fanga hylltu hann eftir stríðið og þökkuðu honum framlag hans. Bróðir Alfreð var fæddur árið 1903 í Danzig, þeim umdeilda bæ, þar sem lengst af hefur verið grunnt á því góða milli kaþólskra manna af pólskum uppruna og prússneskra mótmælenda. Pabbi hans varð að breyta nafni sínu til að fá vinnu við járnbrautirnar; hann varð að breyta pólska nafninu Stanicewski í þýsku- legri útgáfu: Stanke. Alfreð Stanke var ekki nema þrettán ára, þegar hann hafði kjörið sér lífsbraut: Hann ætlaði að ganga í reglu fransiskusar- munka og vinna eið þeirra um iíf í fá- tækt, hreinleika og hlýðni. Þegar hann var tvítugur var hann sendur í páfagarð, þar sem honum var fengin í hendur staða aðstoðarmanns í eldhúsi Píusar páfa XI. Þegar hann kom heim til Þýskalands aftur varð hann hjúkrunarmaður á sjúkrahúsi Clarissystra í Köln og lærði að lina þjáningar annarra. Þegar Hitler komst til valda, fékk Alfreð fljótlega smjörþefinn af nas- ismanum. í mars 1936 réðust SS menn inn í klaustrið hans. Hann var handtekinn ásamt hinum munkun- um og varð að dúsa tíu daga í fangelsi í Koblenz með melludólgum og afbrotamönnum. Þegar stríðið braust út var Alfreð kallaður í herþjónustu. En þar sem munkareglurnar banna klausturs- bræðrunum að bera vopn, var þessi fyrrverandi fangi nú gerður að fangaverði, og 1942 kom hann sem fangavörður til Bourges og ver settur til að gæta fanga í Bordiot fangels- inu. En þrátt fyrir einkennisbúninginn var hjartalag Alfreðs óbreytt, og hann vitnað oft 1 orð Jóhannesat postula: ,,Ef einhver segir ,,ég elska guð” en hatar bróður sinn, þá er sá maður lygari...”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.