Úrval - 01.03.1976, Síða 42

Úrval - 01.03.1976, Síða 42
40 URVAL sér í fullvaxinn maka, en slík hjónabönd enda oftar með skiinaði en fiest önnur hjónabönd. Þótt nú sé vitað um að minnsta kosti 75 orsakir dvergvaxtar, — hor- mónaruglinga, vansköpun í beinum, vanskapaða litninga og næringar- skort, — má flokka dverga í fáa meginhópa. Einn hópurinn er á læknisfræðilegu máli kallaður ,,achondroplastic” dvergar,vansköp- un í beinum sem leiðir til dvergvaxtar útlima. Þetta fólk er með stórt, hnöttótt höfuð og þéttvaxinn skrokk miklu stærra fólks. Vaxtarhraðinn er um 8,5 millimetrar á ári að meðal- tali, móti 5 sentimetrum hjá eðlileg- um börnum. Þá eru skjaldkirtils- dvergar. Þeirra vansköpun sést ekki við fæðingu en kemur fram í því, að þeir hætta að vaxa strax á barnsaldri og líkami þeirra er í réttum hlutföll- um, þótt þeir verði sjaldan hærri en svo sem ríflega einn meter. Algengast er, að dvergar verði 100—140 sentimetrar á hæð. Af einhverri óþekktri ástæðu taka sumir þeirra að vaxa á ný, þegar þeir eru komnir um og yfír þrítugt. Austur- ríkismaðurinn Adam Rainer var 117 sentimetrar, þegar hann var tuttugu og eins árs, en þegar hann varð 32 ára, var hann orðinn 220 sentimetrar, en það er líka hrikalegasti vaxtarkipp- ur, sem sögur fara af. Sumir dvergar hafa áhyggjur af því að taka þannig síðvaxtarkipp, þótt þeim sé ami að því að vera svona litlir. Þeit hafa samið sig að sínum aðstæðum og hrýs hugur við að þurfa að aðlagast nýjum og stórvaxnari lifnaðarháttum. Margir dvergar, sem auka kyn sitt saman, — venjulega eru börnin tekin með keisaraskurði — eignast börn sem ná fullum vexti. Aðrir dvergar verða aldrei kynþroska — einkum skjaldkirtilsdvergar. Það er ein af þjóðsögunum um dvergana, að lág- vaxið fólk lifi stutt, en fræðilegar rannsóknir hafa sýnt, að það er hin mesta firra. M. Richebourg, svo dæmi sé tekið, varð níræður. Margt hefur lagst á eitt til þess að örfa vísindamenn í rannsóknum sínum á orsökum dvergvaxtar. LFA er ein orsökin, önnur vaxandi áhúgi á erfða- og litningarannsóknum, þriðja góður árangur á sviði vefjafræði. Framfarirnar hafa að vísu verið ergilega hægar, og það er ekki ýkja bjartara framundan, en rannsóknum er stöðugt haldið áfram. Nokkuð hefur birt hjá þeim fámenna hópi (innan við 1%) sem þjáist af skorti á vaxtarhormóninu HGH. Þetta hormón er eitt af þeim átta, sem skjaidkirtillinn framleiðir, og á sinn þátt í vexti líkamans. Fyrir börn með þennan ágalla var ekkert hægtaðgeraframtilársins 1956, þegar dr. Maurice Raben hjá Læknaskóla Tufts háskóla tókst fyrst að vinna hreintHGH úr skjaldkirtlum látinna. Síðan hafa tvö þúsund börn í Banda- ríkjunum tekið út eðlilegan vöxt með HGH inngjöfum, semella hefðu orðið dvergar. Sum hafa orðið allt upp 1 1,66 m á hæð. Þeim, sem eru dvergar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.