Úrval - 01.03.1976, Qupperneq 31
NAFNLAUSI HUNDURINN
,,Þú getur áreiðanlega lært það,”
svaraði ungi maðurinn. „Meðgóðum
hundi og dálítilli æfíngu gengur það
áreiðanlega. Þú kemur örugglega til
með að skjóta akurhænsni með
tímanum.”
Einlægni augnabliksins og gleðin
yfír akurhænsnahópnum hafði næst-
um því komið einhenta, unga mann-
inum til að spyrja: ,,Heldur þú að eg
geti lært það?” En hann hætti við
það og snéri þaki í Junes.
,,Nú kemur hann,” sagði Junes,
þegar hundurinn kom hlaupandi.
,,Ég skal éta hattinn minn upp á, að
hann verður glaður að sjá þig.”
Hundurinn hljóp á móti unga
manninum, en svo stansaði hann
miðja vegu milli þeirra og leit
óöruggur á þá til skiptis. En svo var
greinilegt, að hann hafði leyst vanda-
mál sitt, því hann smeygði sér upp að
Junes og sleikti hönd hans.
Ungi maðurinn stóð þögull andar-
tak; svo herti hann sig upp og sagði:
, Jú, þeireru líkir. Vissulega, villandi
líkir. En hundar minna svo oft hvor á
annann. Nafnið gefur okkur svarið.
Komdu hérna, Kóngur. Komdu,
Kóngur!” kallaði hann rólega.
Hundurinn svaraði aðeins með
29
ýlfri og stakk stóru trýninu í útrétta
hönd Junes.
,,Nei, þetta er ekki hundurinn
minn,” sagði ungi maðurinn. ,,Ég
vona að þú komist að því hvað hann
heitir. Það væri synd að gefa hundi
nýtt nafn?”
Þegar þeir komu að húsinu aftur,
þakkaði ungi maðurinn í flýti fyrir
gestrisnina og hvarf svo. Herra og frú
Junes heyrðu hann setja bílinn í gang
og keyra í burtu. „Viðkunnanlegur,
ungur maður,” sagði Junes. ,,En af
hverju lá honum svona á að komast í
burtu? Þegar hann lýsti hundinum
sínum, var ég viss um að þetta var
hann. Skárri er það nú vonbrigðin.”
Önnur vika leið og enginn gaf sig
fram sem eigandi hundsins og Henry
Junes var farinn að draga andann
léttar. ,,Nú verð ég bara að finna út,
hvað hann heitir.”
Þennan dag kom skeyti frá bæ
langt í burtu. Það hafði enga
undirskrift. Með óttablöndnum grun
las Junes stutt skilaboðin. Þar stóð
aðeins:
REYNDU NAFNIÐ ,,TENN-
ESSEE”
★
KANNSKI....
Heimspekingurinn Bertrand Russel var spurður, hvort hann væri
reiðubúinn að deyja fyrir skoðanir sínar. Hann svaraði: „Auðvitað
ekki. Það er aldrei að vita, nema ég hafi rangt fyrir mér.”
. Leonard Lyons^