Úrval - 01.04.1976, Síða 14

Úrval - 01.04.1976, Síða 14
12 URVAL góða í þeim tilvikum, sem eru kannski allra hættulegust, sérstaklega í borgarumferð, þegar bíllinn, sem kemur á móti, beygir allt í einu til vinstri, þvert fyrir umferðina, sem kemur á móti. Ef maður er nógu vakandi, sjást ýmis smáteikn, sem benda til þess er verða vill: Bíllinn hefur hægt ferðina, bílstjórinn hefur flutt hendurnar til á stýrinu — jafnvel þótt hann hafi gleymt að setja stefnuljósið á. Ég man alltaf eftir slysi, sem ég lenti í heima í Skotlandi, þegar ég var átján ára og varla farinn að leiða hugann að kappakstri. Ég var á leið niður brekku á 110 kílómetra hraða. Á undan mér var vörubíll. Ég byrjaði að fara fram úr honum, en allt í einu sveigði hann inn á hliðarveg án þess að gefa stefnumerki. Ég rykkti bílnum til hliðar til að reyna að rekast ekki á vörubílinn og reyndi að beygja inn á sama hliðarveginn. Það mistókst, og ég endaði ferðina uppi í símastaur. Bíllinn eyðilagðist, en sem betur fór slapp ég sjálfur. Nú veit ég, að þetta slys hefði aldrei átt að verða, ég hefði átt að geta séð stefnubreyt- inguna fyrir, jafnvel þótt ekkert stefnumerki væri gefið. Tillitssemi er kannski það, sem menn búast síðast við í miskunnar- lausri samkeppni milli Grand Prix kappakstursmanna. En sannleikurinn er sá, að það er mikilvægasti öryggis- þátturinn í kappakstrinum. Dugleg- ur ökumaðurí kappakstri pressar ekki keppinauta sína í ónauðsynlega hættu eða neitar að hleypa hrað- skreiðari bíl fram úr. Og þótti hvorki séu bremsuljós né stefnuljós á kapp- akstursbílum, gefa ökumennirnir iðulega hver öðrum til kynna, hvað þeir hafa í hyggju — hvort þeir ætla að bremsa, taka víða beygju, fara fram úr eða eitthvað annað — með ofurlítilli höfuð- eða handhreyfingu, sem fæstir áhorfenda taka nokkurn tíma eftir. Jafnvel mestu glannarnir hljóta að sjá, að tillitssemi er ekki annað en sjálfsvernd; það er engum í hag að valda slysi. Það gildir hið sama á kappakstursbrautunum og þjóð- vegunum, einungis annars flokks bílstjórar gleyma að sýna tillitssemi. Þó er ennþá mikilvægara að sýna tillitssemi í daglegum akstri, því þar getur maður aldrei reitt sig á, að hinir bílstjórarnir séu nægilega árvakrir. Þess vegna er mikilvægt að gera sér alltaf fyrirfram grein fyrir því, hvaða áhrif það, sem maður ætlar að gera, hefur á aðra í umferðinni. Þetta á við um alla manns hegðun — hvort heldur lagt er af stað frá gangstéttar- brún, farið inn á aðalbraut, skipt um akrein, farið fram úr. Lítið dæmi: Þurfi maður að nema staðar á hálum vegi, ætti maður fyrst að drepa fæti nokkrum sinnum laust á bremsuna, til þess að sá, sem á eftir er, viti hvað til stendur. Þetta er til aukins öryggis allra aðila. Þýski Grand Prix kappaksturinn árið 1968 var óhemju erflður kapp- akstur, því einmitt þann dag lá þétt úðarigning og niðaþoka yfir Núrn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.