Úrval - 01.04.1976, Blaðsíða 33
SPARNAÐARAÆTLANIR VEGNA VERDBOLGUNNAR
31
fyrir á nóttunni og frá á morgnana.
Þegar sólin byrjar að skína getur hún
fljótt gert notalegt í herberginu.
Lokaðu herbergjum, sem ekki er
verið að nota ef þú hefur svefn-
herbergisgluggann opinn á nóttunni,
er óþarfi að kæla allt húsið, og
þessvegna skaltu llka loka svefn-
herbergisdyrunum.
Ekki stilla húsgögnum fyrir framan
ofnana og ekki láta gluggatjöldin ná
niður yfír þá. Ekki mála þá í dökkum
Iitum eða með einangrandi máln-
ingu. Límdu álpappír á vegginn þak
við ofninn, svo hann endurkasti
hitanum fram í herbergið.
Lækkaðu hitastillinn um fimm
gráður yfir nóttina. Ef þú ætlar burt í
nokkra daga, lækkaðu það þá um tíu
gráður.
Gættu þess að hitakerfið sé hreint
og að viðhald og stillingar í full-
komnu lagi.
Heitt vatn.
Hitastillirinn á heitavatnsdunkin-
um ætti að vera um 75°C. Orkan,
sem fer í að hita upp vatnið, getur
verið 15% af heildarnotkuninni, eða
sem svarar jafn miklu og heimilistæk-
in öll til samans nota. Skiptu um
pakkningar í krönum, sem leka. Einn
dropi á sekúndu getur orðið að
10.000 lítrum á ári. Ekki láta heita
vatnið renna stanslaust meðan verið
er að þvo upp eða raka sig. Láttu ekki
grugg safnast fyrir í hitadunkinum og
sjáðu um að hitarinn skili sínu verki
fullkomlega. Ef heitavatnspípur
liggja í gegnum útvegg, þurfa þær að
vera vel einangraðar.
Steikarofninn.
Matreiddu tvær eða þrjár máltíðir í
ofninum í einu — ekki þaka eina
jólaköku! Fylltu ofninn af formum
og bakaðu þrjár til fjórar jólakökur í
einu. Frystar kökur er óaðfinnanlegt
kaffiþrauð. Ekki þíða mat í ofninum.
Ef bakstur á að taka minna en
klukkustund, ætti að vera nóg að
forhita ofninn í tíu mínútur. Steikur,
sem steikjast við hægan hita, halda
áfram að meyrna, þótt þú sklökkvir á
ofninum síðasta hálftímann; hitinn,
sem þegar er í ofninum, nægir til
þess. Sjóddu grænmeti í litlu vatni.
Lækkaðu alltaf hitann við suðu,
hitastig vatnsins helst nægilegt og
með minni tilkostnaði. Sértu að sjóða
meðalstórar kartöflur, er óhætt að
slökkva undir pottinum þegar suðan
kemur upp, ef potturinn er látinn
standa áfram á hellunni og lokið er
vel á honum. Notaðu hraðsuðupott
(ekki rafmagns) ef þú átt hann, hann
er þriðjungi fljótari að sjóða matinn
og notar líka minni orku.
Kœliskápurinn.
Opnaðu kæliskápinn eins sjaldan
og þú kemst af með og lokaðu
honum alltaf vandlega. Gerðu upp
við þig hvað þú ætlar að sækja í
hann,áður en þú opnar hann. Ef þú
ætlar að láta vörur í hann, safnaðu
þeim þá saman, þannig að þú getir á