Úrval - 01.04.1976, Side 55

Úrval - 01.04.1976, Side 55
MATARÆÐI, SEM BJARGAR LÍFl ÞlNU. 53 Grófgerð fæða virðist alveg tilval- inn fyrir slíkt fólk. Hún vinnur gegn þeim tilhneigingum líkamans, sem valda aukinni offitu. Gefið eftir- farandi atriðum þar að lútandi góðan gaum: Það tekur lengri tíma að borða grófgerða fæðu. Mulin kartöflu- stappa í pökkum og fannhvítt og mjúkt hveitibrauð, líkast bómull, rennur niður í vélindað eins og krap. En hýðishrísgrjón, hráar gulrætur og ný epli útheimta tíma og orku vegna tyggingar og meltingar. Sá, sem neytir grófgerðrar fæðu, er líklegri til þess að verða saddur, áður en hann hefur étið yfir sig. Því meira sem maður tyggur, þeim mun meira munnvatn og meltingar- safa framleiðir líkaminn. Þessir vökvar blandast matnum í maganum og valda því, að fæðutrefjar bólgna út, og þannig öðlast maginn og þarm- arnir meiri fyllingarkennd. Grófgerð fæða er miklu fyrirferðar- meiri en fíngerð fæða. Eftir að maður hefur lokið við fullan disk af salati og selleríi og kjötrétti ásamt grófkorni og baunum, er orðið lítið rúm í maganum fyrir hveitibrauð. Sannfærandi vísbendingar em þeg- arfyrir hendi, enda þótt enn sé þar ekki hm raunverulegar sannanir að ræða, um að neysla nægilegs magns af grófgerðri fæðu dragi úr hæfni smáþarmanna til þess að vinna hitaeiningar úr fæðunni. Þeir, sem neyta grófgerðrar fæðu, losna við meiri fitu með hægðunum en þeir, sem neyta fíngerðrar fæðu, og komast hjá hinum slæma fylgifisk flestallra megmnaráætlana, hægðar- teppu. Neysla grófgerðrar fæðu dregur úr líkum á myndun hjartasjúkdóma, sykursýki eða of hás blóðþrýstings, en þar að auki gerir hún manni fært að ná eðlilegri þyngdardreifingu án lyfja eða meðhöndlunar. Það er mikið atriði að komast hjá notkun lyfja, sprauta og þeirrar áhættu, sem slíku fylgir. Hið eins, sem gera þarf, er að neyta grófgerðrar fæðu, líkt og sýnt er á heildarmatseðlinum, sem fylgir hér á eftir. Ef þú neytir einskis annars en þar er tekið fram, ættirðu að byrja að grennast fyrirhafnarlaust. Um- framfítan mun smám saman eyðast á algerlega hættulausan hátt. Það getur verið hættulegt að losna við mikinn líkamsþunga of fljótt. Líkamsþyngd þín mun smám saman minnka, þangað til hún er orðin eðlileg. Og svo mun hún halda áfram að vera eðlileg. Er þetta mataræði raunverulega svona áhrifaríkt? Milljónir manna um víða veröld hafa lifað allt sitt líf á slíku mataræði án þess að þjást nokkurn tíma af offitu. Þetta er hið eðlilega og rökrétta mataræði mann- kynsins. Grundvallarregla þessa mataræðis er að bæta úr skorti á neyslu trefjaefna og gera eðlilega meltingu mögulega. Um leið og líkamanum er veitt tækifæri til að starfa á þann hátt, sem hann var skapaður til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.