Úrval - 01.04.1976, Page 55
MATARÆÐI, SEM BJARGAR LÍFl ÞlNU.
53
Grófgerð fæða virðist alveg tilval-
inn fyrir slíkt fólk. Hún vinnur gegn
þeim tilhneigingum líkamans, sem
valda aukinni offitu. Gefið eftir-
farandi atriðum þar að lútandi góðan
gaum:
Það tekur lengri tíma að borða
grófgerða fæðu. Mulin kartöflu-
stappa í pökkum og fannhvítt og
mjúkt hveitibrauð, líkast bómull,
rennur niður í vélindað eins og krap.
En hýðishrísgrjón, hráar gulrætur og
ný epli útheimta tíma og orku vegna
tyggingar og meltingar. Sá, sem
neytir grófgerðrar fæðu, er líklegri til
þess að verða saddur, áður en hann
hefur étið yfir sig.
Því meira sem maður tyggur, þeim
mun meira munnvatn og meltingar-
safa framleiðir líkaminn. Þessir vökvar
blandast matnum í maganum og
valda því, að fæðutrefjar bólgna út,
og þannig öðlast maginn og þarm-
arnir meiri fyllingarkennd.
Grófgerð fæða er miklu fyrirferðar-
meiri en fíngerð fæða. Eftir að maður
hefur lokið við fullan disk af salati og
selleríi og kjötrétti ásamt grófkorni
og baunum, er orðið lítið rúm í
maganum fyrir hveitibrauð.
Sannfærandi vísbendingar em þeg-
arfyrir hendi, enda þótt enn sé þar ekki
hm raunverulegar sannanir að ræða,
um að neysla nægilegs magns af
grófgerðri fæðu dragi úr hæfni
smáþarmanna til þess að vinna
hitaeiningar úr fæðunni.
Þeir, sem neyta grófgerðrar fæðu,
losna við meiri fitu með hægðunum
en þeir, sem neyta fíngerðrar fæðu,
og komast hjá hinum slæma fylgifisk
flestallra megmnaráætlana, hægðar-
teppu.
Neysla grófgerðrar fæðu dregur úr
líkum á myndun hjartasjúkdóma,
sykursýki eða of hás blóðþrýstings, en
þar að auki gerir hún manni fært að
ná eðlilegri þyngdardreifingu án lyfja
eða meðhöndlunar. Það er mikið
atriði að komast hjá notkun lyfja,
sprauta og þeirrar áhættu, sem slíku
fylgir. Hið eins, sem gera þarf, er að
neyta grófgerðrar fæðu, líkt og sýnt
er á heildarmatseðlinum, sem fylgir
hér á eftir. Ef þú neytir einskis annars
en þar er tekið fram, ættirðu að byrja
að grennast fyrirhafnarlaust. Um-
framfítan mun smám saman eyðast á
algerlega hættulausan hátt. Það getur
verið hættulegt að losna við mikinn
líkamsþunga of fljótt. Líkamsþyngd
þín mun smám saman minnka,
þangað til hún er orðin eðlileg. Og
svo mun hún halda áfram að vera
eðlileg.
Er þetta mataræði raunverulega
svona áhrifaríkt? Milljónir manna um
víða veröld hafa lifað allt sitt líf á
slíku mataræði án þess að þjást
nokkurn tíma af offitu. Þetta er hið
eðlilega og rökrétta mataræði mann-
kynsins.
Grundvallarregla þessa mataræðis
er að bæta úr skorti á neyslu
trefjaefna og gera eðlilega meltingu
mögulega. Um leið og líkamanum er
veitt tækifæri til að starfa á þann
hátt, sem hann var skapaður til að