Úrval - 01.04.1976, Side 99

Úrval - 01.04.1976, Side 99
DA UÐINN Á ISNUM 97 Um tíuleytið var slangan orðin ærið löng og heldur gisin. Tuff var stöðugt í fararbroddi og á eftir honum komu margir litlir hópar með iöngu millibili, og eftir þá var slóð, sem rekja mátti af merkistöngum og sótsvertum ístindum. Ekki léttist færið og himinninn var nú hulinn móðu. Margir ræddu það sín á milli, að óveður væri í nánd. Illur grunur, sem þeir eldri höfðu haft frá því þeir risu úr koju um morguninn, kom nú fram í umræð- unum. Stephen Jordan sagði vini sínum William Evans frá gílnum, sem á undan sólu rann og svörtum skýjabakka, sem hann hafði séð við sjónarrönd um morguninn. ,,Sjaldan er gíll fyrir góðu, nema úlfur eftir renni,” sagði hann. ,,Og þessi skýja- bakki getur ekkert annað þýtt en að það skellur á okkur austanvindur.” Evans var á sama máli. ,,Ætli við ættum ekki að snúa við?” spurði hann. ,,Snúa við? Nei, við getum það ekki svona formálalaust,” svaraði Jordan. Innst inni vildi hann líka helst snúa við, en einhvers staðar frammi I röðinni var yngri bróðir hans, Tom, og synir hans tveir. Þar að auki var hann svokallaður ísmeist- ari og því fylgdu vissar kvaðir. En þeir voru fleiri, sem vildu snúa aftur til skipsins og vom ekki bangn- ir við að segja það upphátt. Þeir höfðu Iagt að baki sex til sjö kílómetra yfir versta ís, sem þeir höfðu nokkurn tíma komið á, og enn var langt eftir. „Stephano” færði sig líka hægt norðvestur á bóginn, og það gat tekið þá allan daginn að ná til skipsins. Og hvergi var nokk- urn sel að sjá ennþá. ,,Hvern þremilinn erum við eigin- lega að gera hér?” spurði hver annan. Tobias Cooper, fiskimaður frá Bonavistaflóanum, var sá fyrsti, sem ákvað að gefast upp. En hann fékk strax fylgd Williams Evans, og svo sneri Stephen Jordan líka við. Tom og strákarnir urðu að bjarga sér sjálfir. „Nýfundnaland” lá lágt við sjónarrönd og um skipið var einhver iðandi móða, sem Stephen kunni ekki við. Það var mikið hrópað að þeim, sem sneru við. ,,Þið eruð nú meiri ræflarnir!” hrópuðu hinir. En áður en langt um leið höfðu þrjátíu og einn maður ákveðið að snúa við líka og halda aftur til skipsins. Margir fleiri höfðu löngun til að fara að dæmi þeirra. Meira að segja þeir yngstu smituðust af þeim eldri og veðurkunnugri og áhyggjum þeirra. En Cecil Mouland lét ekki hugfallast. Hann gat ekki skilið, hvernig nokkur gat fengið sig til að gefast upp. ,,Þetta er ræfilslegt,” sagði hann við félaga sína. Klukkuna vantaði um tuttugu mrnúturí ellefu, þegar Abram Kean, skipstjóri á „Stephano”, kom auga á áhöfn „Nýfundnalands,” sem vará leið til hans. Hann gaf skipun um að snúa skipinu, og kokkurinn fékk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.