Goðasteinn - 01.09.1966, Page 9

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 9
en aðrir unglingar? Faðir minn var að sönnu fátækur en góður skilamaður, hvorugur okkar gat orðið verzluninni hættulegur, okkur vantaði öll efni til umsvifa. „Má ekki búa mér til reikning strax“? „Þú verður að leggja eitthvað inn til þess“. „Ég legg inn krónurnar mínar“, svaraði ég. „Það verður að leggja inn um leið og reikn- ingur er myndaður uppá fimm til tíu krónur“, sagði kaupmaður. Ég sagðist ekki hafa svo mikið innlegg við hendina. „Þá færðu bara útá þessar tvær krónur þínar, sem þú ert með“, hreytti kaup- maður útúr sér. „Get ég þá ómögulega fengið klukkuna“? Nei, ég gat það ekki, jafnvel þó ég lofaði ánni minni með lambinu til viðbótar krónunum og ullinni. Ég varð bæði hryggur og reiður. Það komu áreiðanlega tár fram í augun á mér, er ég minntist á, hvort pabbi gæti ekki fengið klukk- una í sinn reikning. Nei, hann var búinn að verzla svo mikið, að það gat ekki gengið. Mér hvarf allur grátklökkvi allt í einu. Ég sagðist ekkert kaupa fyrir krónurnar mínar hér, ég geymdi þær kannski til haustsins og keypti þá klukku hjá hinni verzluninni. Kaupmaður horfði forviða á mig. „Þú hugsar mikið um þessa klukku', sagði hann. „Þú ættir heldur að kaupa þér brauð og sykur fyrir krónurnar, en sleppa þessari klukku“. Ég hélt það kæmi engum við, hvað ég keypti fyrir þær, ég hefði lofað aleigu minni til viðbótar þeim, til þess ég gæti eignazt klukkuna, en allt komið fyrir ekkert. Kaupmaður gekk snúðugt út. Ég stóð hugsi um stund við búðarborðið. Sitt af hverju flaug mér í hug. Tilfinningar unglingsins voru á reiki, það var eins og þær gætu hvergi numið staðar. Mér fannst ég vera bæði særður og sneyptur, særður með því að njóta ekki þess trausts að fá það lánað, sem ég fór fram á, en sneyptur af því að koma sem biðjandi öreigi fyrir þann mann, sem ég þekkti ekkert. Ég var vakinn af þessum hugrenningum með því, að mér var stjakað frá búðarborðinu. Það gerði maður, sem ég þekkti ekki, en það var víst einn af stór- bændunum úr nágrannasveitinni. Hann var með son sinn á líku reki og ég. Þeir fóru að verzla. Drengurinn keypti mikið af sætind- um og glingri. Nú komust hugsanir mínar á hreyfingu. Á þessari stundu fann ég fyrst, hve langt er bil milli ástæðna fátæklingsins, Goðasteinn 7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.