Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 9

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 9
en aðrir unglingar? Faðir minn var að sönnu fátækur en góður skilamaður, hvorugur okkar gat orðið verzluninni hættulegur, okkur vantaði öll efni til umsvifa. „Má ekki búa mér til reikning strax“? „Þú verður að leggja eitthvað inn til þess“. „Ég legg inn krónurnar mínar“, svaraði ég. „Það verður að leggja inn um leið og reikn- ingur er myndaður uppá fimm til tíu krónur“, sagði kaupmaður. Ég sagðist ekki hafa svo mikið innlegg við hendina. „Þá færðu bara útá þessar tvær krónur þínar, sem þú ert með“, hreytti kaup- maður útúr sér. „Get ég þá ómögulega fengið klukkuna“? Nei, ég gat það ekki, jafnvel þó ég lofaði ánni minni með lambinu til viðbótar krónunum og ullinni. Ég varð bæði hryggur og reiður. Það komu áreiðanlega tár fram í augun á mér, er ég minntist á, hvort pabbi gæti ekki fengið klukk- una í sinn reikning. Nei, hann var búinn að verzla svo mikið, að það gat ekki gengið. Mér hvarf allur grátklökkvi allt í einu. Ég sagðist ekkert kaupa fyrir krónurnar mínar hér, ég geymdi þær kannski til haustsins og keypti þá klukku hjá hinni verzluninni. Kaupmaður horfði forviða á mig. „Þú hugsar mikið um þessa klukku', sagði hann. „Þú ættir heldur að kaupa þér brauð og sykur fyrir krónurnar, en sleppa þessari klukku“. Ég hélt það kæmi engum við, hvað ég keypti fyrir þær, ég hefði lofað aleigu minni til viðbótar þeim, til þess ég gæti eignazt klukkuna, en allt komið fyrir ekkert. Kaupmaður gekk snúðugt út. Ég stóð hugsi um stund við búðarborðið. Sitt af hverju flaug mér í hug. Tilfinningar unglingsins voru á reiki, það var eins og þær gætu hvergi numið staðar. Mér fannst ég vera bæði særður og sneyptur, særður með því að njóta ekki þess trausts að fá það lánað, sem ég fór fram á, en sneyptur af því að koma sem biðjandi öreigi fyrir þann mann, sem ég þekkti ekkert. Ég var vakinn af þessum hugrenningum með því, að mér var stjakað frá búðarborðinu. Það gerði maður, sem ég þekkti ekki, en það var víst einn af stór- bændunum úr nágrannasveitinni. Hann var með son sinn á líku reki og ég. Þeir fóru að verzla. Drengurinn keypti mikið af sætind- um og glingri. Nú komust hugsanir mínar á hreyfingu. Á þessari stundu fann ég fyrst, hve langt er bil milli ástæðna fátæklingsins, Goðasteinn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.