Goðasteinn - 01.09.1966, Side 13

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 13
verkstjóri. Til hans varð ég að sækja upplýsingar um eitt og annað, er að verkinu laut, sem framundan var, meðal annars um áiit hans á verkamönnum, sem ráðnir voru. „Þeir eru sumir lítilmenni, - hálfgerðir Þorlákar,“ - sagði sá lífsreyndi maður, sem ekki kallaði allt afa sinn eða ömmu. Ég lagði af stað austur 14. maí, á slóðir, sem mér voru algjörlega ókunnar, en með mér var kunnugur maður, Jónas Þorsteinsson múrari úr Reykjavík, og ungur gamansamur piltur, Böðvar Jónsson. Við vorum gangandi með 3 kerruhesta, sem drógu kerrur fermdar tjöldum og ýmsum viðleguútbúnaði. Ferðin gekk hægt og rólega, veðrið var stillt og gott alla leiðina. Gist var á Kolviðarhóli hjá þeim ágætu rausnarhjónum Sigurði Daníelssyni og Valgerði Þórð- ardóttur. Næsta dag var haldið áfram ferðinni og gist á myndar- heimili í Flóanum. Þar gekk um beina gjörvileg og prúð heima- sæta. Á leiðinni þaðan átaldi Jónas mig í glettni fyrir að hafa ekki veitt slíku konuefni verðuga athygli. Ég svaraði eitthvað á þá leið, að hugur minn væri bundinn við verkefnið, sem fram- undan væri, léti tíma og tilviljun ráða hvenær ég staðfesti ráð mitt. Varð úr því tali gaman eitt. Jónas var kvæntur, átti ástríka konu. Var því ábending hans auðskilin. Að kvöldi þriðja dags var komið á leiðarenda, Ægisíðu. Ferðin hafði gengið vel og ég haft góð tök á að líta yfir það mikla og þéttbýla hérað, sem leið okkar lá um, en ég hafði ekki áður augum litið nema í fjarlægð af sjó. - Nú var ærið verkefni fyrir höndum, reisa tjöld, taka á móti verkamönnum og skrásetja þá. Vegna jarðskjálfta á þessu svæði, - aðallega í nánd við Heklu, - sem gengu yfir viku, áður en ég kom austur, voru flestir verka- menn, er fyrst voru komnir, lánaðir um stundarsakir þeim bændum, þar sem mest húshrun varð, til hjálpar að lagfæra, þar sem hús voru gjörfallin. Var ömurlegt og óhrjálegt yfir það að líta, t. d. útihús með torfþaki og veggjum úr grjóti og torfi, voru fallin saman í haug, þar sem grjótið í undirstöðu veggjanna var efst ofan á öllu saman. Efnið til brúarinnar var flutt á skipi frá Reykjavík til Eyrar- bakka, flutningurinn þaðan að brúarstæðinu var greiddur með ákveðnu gjaldi á hvert kíló af sementi og járni og hvern rúmmetra Goðasteinn 11

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.