Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 15

Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 15
urður Sigurðsson, sem lengi vann við brúargerð eftir það. Vinnu- hópurinn í heild var lengstum 20 menn. Kunnastir af þeim verka- mönnum, er ég man og enn munu vera á lífi, eru Finnur Jónsson listmálari og dr. Björn Karel Þórólfsson skjalavörður. Kaup smiða var krónur 3,50 og 4,00, en verkamanna kr. 3,25 fyrir 10 vinnu- tíma dag. Veðráttan var góð allt sumarið fram að lokum ágústmánaðar. Vinnan gekk vel án allra óhappa, sem hent geta við slíka vinnu, engin mistök í verki og engin meiðsli. Til brúargerðarinnar voru á Alþingi 1911 veittar kr. 45 þúsund, en ef afgangur yrði af því fé, mátti nota hann til brúargerðar á Hróars- læk, sem talinn var torfæra á leiðinni austur frá Rangá. Þangað var sendur 18 manna vinnuflokkur 23. ágúst, er sýnt var, að fé yrði aflögu í það verk, 18 metra steypta bogabrú. Var því verki nær lokið 3. september. Vinnu við Rangá lauk í ágústlok. Lengd brú- arinnar var 92 metrar. Auk landstöpla voru tveir stöplar í ánni. Brúarvígsla var ákveðin laugardaginn 31. ágúst. Þá athöfn átti að framkvæma Hannes Hafstein ráðherra, en hann hafði tekið við ráðherraembættinu í annað sinn þá um sumarið, 24. júlí. Unnið var að því að skreyta brúna og laga umhverfi hennar dag- inn áður. Sendu Rangæingar þá tvær hefðarmeyjar, Önnu dóttur Gríms Thorarensen og Þórhildi dóttur Skúla prófasts í Odda, til að segja fyrir því verki. Vígsludagurinn skyldi hátíðlega haldinn, eftir því sem tök voru á. Dagskrá var ráðgerð þannig: 1. Samkoman sett og stjórnað af Björgvin sýslumanni Vigfússyni. 2. Vígsluræða, Hannes ráðherra Hafstein. 3. Flutt brúarljóð eftir Guðmund skáld Guðmundsson. 4. Minni íslands, Eggert alþingism. Pálsson. 5. Minni héraðsins, Skúli próf. Skúlason. 6. Minni kvenna, Einar alþingism. Jónsson. Lúðrasveit Reykjavíkur skyldi leika við almennan söng þjóðlög milli dagskráratriða. Einnig skyldi lúðrasveitin leika fyrir dansi í lokin, en stór danspallur var útbúinn á hátíðarsvæðinu. Þrátt fyrir allan undirbúning, fór samkoman gersamlega út um þúfur veðurs vegna. Snemma morguns gerði kalsa-austanveður með Goðasteinn 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.