Goðasteinn - 01.09.1966, Page 16

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 16
Ráðherra H. Hafstein vígir Rangárbrúna. rigningu, sem fór vaxandi, er á daginn leið. Um 2-3 þúsund manns var komið á staðinn, er ráðherra, Hannes Hafstein, steig í ræðu- stólinn í húðarrigningu. Ég hafði ekki séð hann áður, varð star- sýnt á hann, sem talaði af eldmóði og hristi af og til regnvatnið úr hárinu. „Kempa á velli, knálegur, konunglegur var hann,“ fannst mér réttilega sagt. Ekki man ég, hvort fleiri ræður voru fluttar, en ég held það hafi ekki verið. Nokkrir reyndu að stíga dansspor í hríðarverjum á paliinum, sér til hita. Reyndi lúðrasveitin að lífga það með leik sínum, þó skammvinnt yrði veðurs vegna. Undir kvöld höfðu allir aðkomumenn yfirgefið staðinn. Þennan morgun, áður en samkoman byrjaði, bauð Jón Þorláks- son öllum verkamönnum til kaffidrykkju í skála sínum, kvaddi hann þá með ræðu, þakkaði gott samstarf og óskaði þess, að hann mætti hitta þá aftur í slíku starfi. Mér sagðist hann ætla samskonar starf og ég hefði haft hér, við Hverfisfljót og Brunná, næsta sumar, 1913. Þegar til þess kom, var því breytt eftir minni ósk, svo þangað lenti ég ekki. Þó ég ætti þá eftir að starfa 37 ár við vegagerð, kom ég aldrei að brúargerð eftir þetta sumar. Um kvöldið, er allir samkomugestir voru farnir, bauð Jón bóndi 14 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.