Goðasteinn - 01.09.1966, Side 18

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 18
komið í áætlun 30. sept. eftir fjögra daga ferð frá Prestsbakka. Ferðin tók mig 9 daga frá Odda og ég taldi. mig kominn heim. - Heildarútkoman eftir sumarið 1912 var góðar minningar, sem geymzt hafa í huga mínum í rúma fimm tugi ára. Að lokum þetta: Þeir milljónatugir króna, sem nú er varið til vega og brúargerða með þeim stórvirku vélum, sem að því vinna, stinga svo í stúf við slíkar framkvæmdir fyrir rúmum fimmtíu árum, þegar mannshöndin var ein að verki, eins og hér hefur verið sagt frá, að líkt er sem þær séu komnar óralangt aftur í liðna tíð. Samt var þá ánægjan yfir unnum sigri á torfærum ekki minni en nú er, líklega öllu meiri - ef vel er að gáð. ☆ ☆ ☆ Vísa Jóns skálda Jón Jónsson, Torfabróðir, var kaupamaður í Skarðsseli á Landi og Gunnarsholti á Rangárvöllum 1820, sína vikuna í hvorum stað. Þá var uppblástur tekinn að herja á Gunnarsholt. Jón orti þessa vísu, er hann fór frá Gunnarsholti um helgi: Verður á morgun vindmor svalt úr veðra urnis skolti. Fast og laust til fjandans allt fer í Gunnarsholti. Sögn Jóns Árnasonar í Lækjarbotnum. 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.