Goðasteinn - 01.09.1966, Page 20

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 20
stórt jökulvatn (Suðurfljót). Annar jökultangi kom niður milli Hálsa og Jökulfells og lá vestur á aurana. Állinn, sem kom undan vestri jökultanganum, skall undir hinn tangann og rann undir honum á kafla. Oft var erfitt að fá brot á honum, sem gott væri að fara, en á haustin gat tekizt að fara þarna með skógarlest. Nú var það haustið 1890, að állinn var fær þarna. Fór pabbi minn þá inn í Geirstaðaskóg með þrjá hesta undir reiðingi undir skóg og reið sjálfur fjórða hestinum. Jökullinn hafði bylzt til þarna við Hálsana þá um haustið, svo að hægt var að komast í innstu skógarbrekkuna, sem ófært hafði verið í undanfarin ár, en þar var skógurinn beztur. Pabbi minn fór snemma morguns að heiman frá Viðborði, til þess að vera kominn inn að Hálsum, þegar bjart var orðið. Hann batt hestana á aurnum neðan undir Hálsum og gaf þeim hey. Að því búnu fór hann í innstu skógarbrekkuna, lagði þar upp skóg í sex bagga, batt þá og bar á baki sér nokkuð langan spöl, þar til hann gat látið þá velta niður á aurinn, þar sem hestarnir voru bundnir. Hann bjó svo upp á hestana, lét baggana á klakk og lagði síðan af stað heim með baggalestina. Pabbi kom seint heim um kvöldið. Við systkinin vorum orðin syfjuð að vaka eftir honum, en okkur fannst það borga sig, því að að skógurinn, sem heim kom í böggunum, var svo myndarlegur, að slíkt höfðum við ekki áður séð. Hestarnir, sem pabbi minn var með í þessari ferð, voru þessir: 1. Brún hryssa, sem Guðrún amma mín átti. Hún var með folaldi, rauðskjóttum hesti. Pabbi reið henni fyrir lestinni, en folaldið var skilið eftir heima. 2. Jarpur hestur, fullorðinn, var kallaður Gol- jarpur. Mér var gefinn hann í tannfé. 3. Jarpur hestur með hvíta fætur. Hann var líka nokkuð fullorðinn. Hann var kallaður Sokki. Guðrúnu systir minni var gefinn hann í tannfé. Fjórða hestinum man ég ekki eftir. Þegar leið á haustið og byrjaður var vetur, fór pabbi minn að hafa erfiða drauma út af þessari skógarferð. Hann sagði, að sig hefði dreymt meðal annars, að til hans kom kona, mjög reiðileg. Hún ávítaði hann fyrir að hafa eyðilagt þennan fagra skógarblett og annað ódæði sýnu verra: að hafa heilaklofið barn hennar. 18 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.