Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 25

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 25
saman fara veðursæld og tilbreytingarík náttúrufegurð, svipmikil útsýn til hafs og fjalla. Haustið 1894 giftist Árni Sigríði Sigurðardóttur skipstjóra Símon- arsonar frá Dynjanda í Arnarfirði í Isafjarðarsýslu, mikilli myndar- og dugnaðarkonu, er hann kunni vel að meta, enda var sambúð þeirra, að sögn kunnugra, með ágætum. Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en þau tóku til fósturs þrjú bróðurbörn Sigríðar, Gústaf Adolph (er dó ungur og fósturfaðir hans harmaði mjög), Kristínu Sigríði og Elínu. Gengu þau þessum fósturbörnum sínum algerlega í foreldrastað. En móðir umræddra barna dó frá þeim ungum, og faðir þeirra fáum árum síðar. Þau Sigríður og Árni ólu einnig upp að miklu leyti elztu dóttur Elínar, Árníu Sigríði Lillian, nú Mrs. Robert E. Barnes í Blaine, Wash. Sigríði og Árna lifa, auk framantaldra fósturdætra þeirra, fjöldi barna hinna síðarnefndu og barnabarna. Ennfremur lifa Árna þrjú systkini hans: Jón á Elliheimilinu „Stafholti" í Blaine; Valgerður (Mrs. Miller) í Victoria, B. C.; og Margrét (Mrs. Gower) í Duncan, B. C., að ótöldum fjölda systkina- barna hans, barna þeirra og barnabarna. Árni Mýrdal var myndarmaður í sjón og hinn geðþekkasti. í grein um hann í tímaritinu Fróða í Winnipeg, sem séra Magnús J. Skapta- son gaf út (jan. 1932), er honum lýst á þessa leið: „Árni er góður meðalmaður á hæð, en allur þrekinn og samsvarar sér ágætlega. Hann er hvatlegur mjög og fjörlegur, en vöðvar allir sem gerðir væru af stálfjöðrum einum. Hann er hraustur maður og vasklegri til fylgdar, en flestir 2 eða 3 aðrir. Ræðinn er hann og skemmtinn mjög. Bókasafn hans er eitthvert hið vandaðasta sem ég hefi séð hjá einum manni og yfirgripsmesta. Enda er Árni víðar heima, en margir aðrir, sem menntaðir kallast". Þannig kom hann mér einnig fyrir sjónir, þegar fundum okkar bar fyrst saman fyrir rúmum 30 árum. Hann hélt einnig líkamlegum kröftum sínum, eins og blaðagreinar hans um ýmis efni í Lögbergi- Heimskringlu bera órækastan vottinn. Var þetta okkur hjónum einnig aðdáunarefni, er við komum heim til hans á Point Roberts í júlílok síðastliðið sumar. Ekki bar seinasta bréf hans til mín, Goðasteinn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.