Goðasteinn - 01.09.1966, Page 28

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 28
hneigðar hans og menningarlegs áhuga, og eigi síður fúsleika hans til þess að miðla öðrum af margþættum fróðleik sínum. Skulda lesendur vestur-íslenzku vikublaðanna honum ómælda þökk fyrir það mikla og góða framlag hans til lesmáls þeirra áratugum saman. Árni Mýrdal var, í fáum orðum sagt, óvenjulega fjölhæfur snill- ingur og að sama skapi fágætur fræðaunnandi og fróðleiksmaður. Hann var einnig mjög sérstæður persónuleiki, er minnisstæður verð- ur öllum þeim, sem kynntust honum. Hann var ágætur Bandaríkja- þegn, en jafnframt sannur og tryggur sonur ættjarðar sinnar, þó að hann færi þaðan barn að aldri, og trúr hinu bezta í íslenzkum menn- ingararfi sínum. Hann var, með öðrum orðum, kjarnakvistur sprott- inn úr íslenzkri mold, sem mótazt hafði í vestrænu umhverfi, og þroskað anda sinn við vizkubrunn íslenzkra og erlendra bók- mennta og fræðirita á mörgum sviðum. Árni Mýrdal var glæsilegur fulltrúi íslenzkrar alþýðumenningar. Hann skipar heiðurssess í hópi íslendinga vestan hafsins, sem borið hafa merki íslenzks atgervis fram til aukinnar virðingar og viður- kenningar á alþjóða skeiðvellinum þeim megin hafsins. Ít ☆ ☆ Féþúfa Bóndi í Langagerði í Hvolhreppi scndi son sinn niður í mýri til að sækja hest. Á leið drengsins varð þúfa, sem var alþakin glitrandi silfurpeningum. Beygði hann sig niður og ætlaði að láta greipar sópa. Faðir hans sá dokið og varð hinn versti við. Kallaði hann til drengsins og skipaði honum höstum rómi að halda áfram. Drengurinn leit þá sem snöggvast af silfursjóðnum og hafði ekki meira af honum að segja, ber þúfukollurinn blasti við, er hann leit niður. Þúfan hélt áfram að geyma sitt. Sögn frú Jónínu Jóhannsdóttur frá Þinghól. 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.