Goðasteinn - 01.09.1966, Page 29
Jón R. Hjálmarsson:
íslandi allt
Það er bjart fyrir augum á íslandi um sólstöðurnar, og í nótt-
lausri voraldar veröld þeirra skynjum við til fullnustu þann undra-
heim ijóss, lífs og fegurðar, sem náttúra lands okkar hefur upp á
að bjóða í fegursta skarti sínu. Skuggar langs vetrar liggja líka svo
langt að baki og virðast svo óraunverulegir í birtu hásumarsins,
að við höfum næstum gleymt þeim. Við lítum heldur ekki svo mjög
um öxl, en horfum gjarna fram móti birtu og yl og fylkjum liði
hinnar ungu þjóðar til starfs, náms, leiks og keppni. Æskan er hug-
rökk og djörf og hún keppir af einurð og drengskap. Aldrei fer það
svo, að allir hljóti viðurkenningu og sigurlaun á opinberum vett-
vangi, og það skiptir heldur ekki öllu máli, þótt gott sé. Hitt er
mikilsverðara að vera reiðubúinn til að leggja það af mörkum, sem
hver og einn getur, og hika ekki við að vera með í leiknum. Það
er hið æskilega viðhorf, sem hin unga og frjálsborna þjóð okkar
hefur tileinkað sér í ríkum mæli og sýnir sig ljóslega á þessum
stað, svo sem svo víða annars staðar við lík eða ólík tækifæri. Það
að vera með, leggja sig fram og gera sitt bezta fyrir sjálfan sig,
félagið sitt, fólkið sitt og landið sitt, veitir þátttakendum innri gleði
og sanna hamingju. Vel má vera, að oft sé það auðveldara og
Goðasteinn
27