Goðasteinn - 01.09.1966, Page 32
þess arðs, er við sköpum. Slík ólga í mannlegu samfélagi er ekkert
einsdæmi fyrir Island, en hvað sem allri úlfúð og hagsmunaárekstr-
um líður, þá er það staðreynd, að fólki í landi okkar vegnar vel.
Til þess að halda uppi því velmegunarþjóðfélagi, sem við lifum
í og viljum halda áfram, er okkur mikil nauðsyn að þjóðin sé
kunnáttusöm og menntuð vel, því að tæknivæðingin byggist í rík-
um mæli á menntun og sérþekkingu. Þess vegna teljum við það
sjálfsagt og nauðsynlegt, að allt ungt fólk hljóti mikla og góða
fræðslu sér að kostnaðarlausu. Við gerum okkur fullljóst, að mennt-
unin er sá máttur, sem eflir okkur tií að halda áfram á framfara-
brautinni. Því ber okkur líka að vera vel á verði um skóla og
skólakerfi, svo að hvor tveggja svari ætíð kröfum tímans eins og
framast má verða. Hvort það tekst sem skyldi, skal látið ósagt, og
er vafalaust þörf á meiri árvekni hjá okkur á þeim sviðum sem
mörgum öðrum. En hvað sem því líður, þá eru margir skólar okkar
góðir og skólahaldið kostar þjóðfélagið ærið fé. I það megum við
aldrci horfa, því að fjárfesting í menntun hinnar ungu og vaxandi
þjóðar mun að öllu samanlögðu hin merkasta og þarfasta fram-
kvæmd okkar.
Sakir fámennis okkar og fátæktar hefur ekki verið unnt að efla
í landinu fullkomnustu skóla á efstu stigum eins og bezt gerist með
stórþjóðunum. Við því er heldur ekki að búast um sinn. Þess
vegna verðum við ætíð að senda margt námsmanna okkar til ýmis-
legs tæknináms og annars sérnáms erlendis. Þessir menn, svo sem
námsmenn hér heima, njóta einnig mikillar hjálpar frá þjóðfélagi
okkar, þar sem námsstyrkir og námslán verða mjög mörgum að liði,
þótt ef til vill væri þörf á slíku í enn ríkara mæli. Nú skyldum við
ætla, að fólk, sem notið hefur ókeypis fræðslu, styrkja og lána á
menntabrautinni, mundi með gleði helga því þjóðfélagi, sem alið
hefur önn fyrir því, starfskrafta sína og þekkingu. Sannarlega gera
það margir, en því miður langt frá því allir. Hvar sem við ferð-
umst um nálæg lönd, rekumst við á unga og vel menntaða Islend-
inga í starfi með öðrum þjóðum. Verði manni á að spyrja, hví þeir
séu ekki heldur heima, þar sem jafnvel skortir menn í þeim grein-
um, er þeir hafa lagt fyrir sig, er það gjarna viðkvæðið, að launin
séu þar töluvert lægri en gerist í viðkomandi löndum.
30
Goðasteinn