Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 34
vegna fámennis þjóðarinnar. Minnimáttarkennd af þessu tagi grípur
jafnvel suma gáfaða og menntaða menn, svo að þeir hopa af hólmi
og helga öðrum og stærri þjóðum krafta sína og hæfileika. Þessi
hvimleiða minnimáttarkennd og smæðartilfinning hrjáir líka all-
marga, þótt þeir sitji heima og vinni landi sínu vel. Það eru menn
af því sauðahúsi, sem sífellt eru að klifa á því, að íslenzka þjóðin
sé fámcnn og að ekki séu hér fleiri einstaklingar heldur en íil
dæmis íbúar við meðalgötu í erlendri stórborg. Þetta getur svo sem
allt staðizt og verið satt og rétt, en sá er aðeins munurinn, og hann
skiptir öllu máli, að íbúar við götu í stórborg lifa aldrei, hugsa
aldrei og starfa aldrei sem sjálfstæð þjóð.
Aftur á móti hafa fslendingar verið þjóð og lifað samkvæmt því,
þrátt fyrir fámenni og fátækt. íslendingar eru líka sem betur fer
flestir staðráðnir í að halda áfram á sömu braut alls ótrauðir, og
svo lengi, sem þeir gera það, er þeim sigurinn vís. Svo lengi, sem
þeir eru sér vel meðvitandi um tilveru sína og rétt sinn sem þjóðar,
fær ekkert grandað þeim. Það er fyrst, ef þeir taka að lifa og hugsa
eins og íbúar við götu í einhverri stórborg, sem voði er á ferðum.
Vonandi þurfum við engu að kvíða og við viljum öll vona og trúa
að þjóð okkar eigi fyrir sér bjarta og glæsta framtíð. Setjum traust
okkar á æsku landsins, því að æskan í námi, starfi, leik og keppni
gefur mikil fyrirheit og hennar bíður það veglega hlutverk að halda
áfram því stórvirki, sem hafið er í landinu og gera enn betur en
fyrri kynslóðir. fslandi allt! Lifið heil!
Ræða flutt á Þjórsármóti 3. júlí 1966.
☆ ☆ ☆
Smælki
Karl kom að Velli á Rangárvöllum, til Hermanns Johnson sýsiu-
manns, baðst gistingar og var veitt hún. Frú fngunn Halldórsdóttir
veitti honum góðan beina, kom svo með ullarreyfi tii hans og bað
hann að taka ofan af því um vökuna. Hann svaraði: „Það er nú
mysugrauturinn, sem mér er minnst um“ og varð ekki úr verki.
Heimiid: Páll Sigurðsson frá Árkvörn.
32
Goðasteinn