Goðasteinn - 01.09.1966, Page 36

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 36
þar efra, enda kölluð Stóriskógur í sumum heimildum. Bærinn hefur staðið syðst og vestast í stórri öldu, sem Skógsalda heitir. Hefur þar verið fagurt bæjarstæði og útsýn til allra átta. Hvenær land þetta tók að blása upp, er nú óvíst og um það fáar eða engar heimildir, en sjálfsagt hefur jörð þessi farið í eyði snemma á öld- um, því máldagar geta ekki um kirkju þar, sem víst er þó, að þar stóð í fyrndinni, um það ber rúst kirkju og kirkjugarðs ljósast vitni. Sandgil á Rangárvöllum var landnámsjörð og stórbýli. Bærinn stóð nokkru vestar en Tröllaskógur. Hjá honum rann áin Sandgilja, sem hefur verið allmikið vatn, áður en landið, sem að lá, blés upp. Nú er áin þorrin, vatn rennur aðeins í þeim mikla farvegi í leys- ingum á vetrum. Grashnjótar eru á strjálingi, þar sem áður stóðu bæirnir Sandgil og Tröllaskógur, landið ein eyðimörk að kalla. Þegar ég stóð á rústunum í Tröllaskógi og sá þessa miklu auðn, komu mér í hug hamfarir Heklu, eldgangur og öskufall. Var ekki hugsanlegt, að glóandi hraun og vikurfall hefði kveikt í skóginum og eytt öllum gróðri á hinni fögru Skógsöldu? O. G. ☆ ☆ ☆ Kveðið um hestakaup Maður á milli staupa mæltist til hestakaupa. Hann bað mig brúnan að selja, bauð mér sjálfum að velja úr átján hrossum sín. Tvítugan tók ég brokkinn, taugamjóan um skrokkinn, í honum var engin tönn, latan og líka smáan, leizt mér þó fullvel á hann, tagl hafði tæpa spönn. Skráð eftir Margréti Andrésdóttur í Hamrahlíð 17, Reykjavík. 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.