Goðasteinn - 01.09.1966, Page 37
]ón Árnason í Lœkjarbotnum:
Pessu glejmi ég aldrei
Hinn 7. janúar 1897 var óhemju rigning með miklum stormi á
suðaustan, en um kveldið, skömmu fyrir lágnætti, sléttlygndi og fór
að snjóa með skæðadrífu. Var látlaus logndrífa til hádegis næsta
dag. Á hestum, sem látnir voru út í vatn eftir hádegið, var lausa-
mjöllin í bóghnútu.
Ég átti þá heima í Látalæti (Múla) í Landsveit. Faðir minn dó
sumarið áður en móðir mín tveimur árum fyrr. Fyrir búinu stóð að
mestu ráðskona föður míns síðasta árið, sem hann lifði, Guðfinna
Magnúsdóttir frá Snjallsteinshöfða, síðar húsfreyja í Einholti í
Biskupstungum, og Guðbrandur Guðbrandsson, síðar bóndi í Gröf
í Holtahreppi. Hann ólst upp hjá foreldrum mínum og var rúmlega
tvítugur, er hér var komið sögu. Aðrir heimilismenn voru: Guðný
Höskuldsdóttir frá Ásólfsstöðum, ekkja Brynjólfs Brynjólfssonar
síðast bónda í Fellsmúla, þá um sjötugt, Sigríður Jónasdóttir rúm-
lega tvítug, síðar húsfreyja í Hólum og síðast á Kjóastöðum í Bisk-
upstungum, mesta skýrleikskona, og bræður mínir Guðni og Ingvar,
þá nálægt 6 ára, og svo ég, sem þetta rita. Gestur var staddur hjá
okkur, Jón Diðriksson, er giftist Guðfinnu Magnúsdóttur og varð
bóndi í Einholti.
Rétt neðan við túnið (vestan) voru tvö fjárhús og hesthús og
heyhlaða áföst við þau. í norðvestur frá þeim var hús, sem nefnt
var Gatnakofi. Var 6-8 mínútna gangur frá fjárhúsunum að kof-
anum. Suðvestur frá Gatnakofa voru sauðahúsin þetta ár, og var
nálægt 20 mínútna gangur þangað í góðu færi.
Upp úr hádegi birti í lofti og herti frostið. Fórum við Guðbrand-
ur þá að gefa fénu og fórum með hest til að ryðja braut, ef ske
kynni, að þyrfti að reka féð á milli húsa, þar sem autt var daginn
fyrir og það máske runnið saman. Við fórum fyrst í næstu hús, síðan
að Gatnakofa og síðast í sauðahúsin og héldum svo sömu slóð
Goðastemn
35