Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 39
komið inn á Flatir, valllendisgrundirnar milli Hellna og Hvamms,
sem þá voru engjar frá öllum bæjunum vestan undir Skarðfjalli en
nú (1963) að mestu ræktað tún.
I Hvammi var Jón smiður Jónsson, Árnasonar á Lágafelli í
Landeyjum, síðar bóndi á Hlemmiskeiði, og vann að því að inn-
rctta íveruhús hjá Eyjólfi Guðmundssyni. Hann leit út í birtinguna
og taldi sig hafa séð Ijós á hreyfingu á Flötunum. Stefndi það ská-
hallt á Steinteigana, sem er örnefni vestan í Skarðsfjalli. Sömu
sögu hafði Þorsteinn Ingvarsson í norðurbænum í Hvammi að segja.
Þegar orðið var vcl bjart, fórum við Guðbrandur til húsa, sem
kallað var. Fór áðurnefndur Jón Diðriksson með okkur í það sinn,
meðfram til að vita, hvort við sæjum braut eftir ljósið, en við
urðum einskis varir, engin braut sást eða nein hreyfing á snjónum.
Karlmennirnir á Hellum gættu vandlega að því sama, ljósið fór
yfir þcirra slóð, en ummerki sáust cngin eftir það.
Þetta þótti furðulegt og tæplega hægt að rengja, þegar jafnmargir
voru til vitnis, hcimilisfólkið á fjórum bæjum. Því miður eru allir
dánir, sem sáu þessa sýn með mér. Ég hef átt tal um þetta við
Ingvar á Bjalla, bróður minn. Minnist hann þess, að hafa oft heyrt
talað um það í Skarði, því þar ólst hann upp, en ljósið sá hann
ekki. Hann var aðeins 6 ára, eins og fyrr segir, og ckki kominn á
fætur, er ljósið leið hjá.
Næsta vor leystist heimilið í Látalæti upp, þótt efni væru næg
og tvístraðist fólkið í ýmsar áttir. Hittist sumt af því aldrei eftir
það. Svo var það snemma í desember 1945, að fundum okkar
Sigríðar Jónasdóttur bar saman í Reykjavík. Barst þá margt í tal,
eftir jafnlangan tíma, þar á meðal þetta ljós - eða sýn - og spurði
Sigríður fljótlega, hvort nokkur skýring hcfði á því fcngizt. Sigríður
andaðist í Reykjavík 29. jan. 1946.
Ýmsir héldu þetta furðuljós boða eitthvað óvenjulegt, en ekk-
ert virtist benda í þá átt.
Þessu gleymi ég aldrei og máske meðfram af því, að ég hef aldrei
fengið neina skýringu á því.
Eftir beiðni sr. Ragnar Ófeigssonar í Fellsmúla er þetta sögu-
brot skrifað. ]. Á.
Goðasteinn
37