Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 40
Einar Sigurfinnsson:
Sigurður á Fljótum
Það er gaman, þegar Goðasteinn bregður upp smámyndum af
gömlum kunningjum. Þær rifja upp atvik frá liðnum tímum, sem
geymzt hafa í hugarfylgsnum undir gleymskunnar fönn.
Smáþáttur um Sigurð á Fljótum í síðasta hefti, eftir Einar Run-
ólfsson, minnir mig á hálfgleymdan mann, sem ég þekkti nokkuð,
þótt aldursmunur okkar væri mikill. Aðra þá, sem nefndir eru í
greininni, þekkti ég vel. Ég fór nokkrum sinnum yfir Eldvatnið og
þáði ferju af Sigurði eða Guðríði systur hans. Hún var, a. m. k.
af honum, kölluð „lítii“, enda var hún smá vexti en líklega nokkuð
kná. Hún var síðustu ár sín á Efri-Fljótum (Króki) hjá Stefáni
Einarssyni og dó þar. Kona Sigurðar, Vilborg Stígsdóttir, var mjög
heilsuveil síðari hluta ævinnar og var síðustu árin á sveitarfram-
færi hjá Eyjólfi Eyjólfssyni í Botnum og dó þar.
Þau Sigurður og Vilborg áttu eina dóttur, sem hét Sunneva. Hún
varð síðar ráðskona hjá Guðmundi Eyjólfssyni á Grímsstöðum
(Hala). Þeirra son er Sigurður, sem um tíma var ritstjóri Kristilegs
vikublaðs en nú gefur út Rödd í óbyggð (f. 1900). Guðmundar er
getið í Söguþáttum landpóstanna, enda var hann austanpóstur um
tíma. Hann var hraustmenni og ramur að afli.
Sigurður á Fljótum var hagleiksmaður, smiður á tré, járn og
kopar (steypu). Smíðatól sín smíðaði hann sjálfur og kunni vel að
herða stál svo biti. Meðal annarra vel gerðra gripa eftir Sigurð, sá
ég ljábakka, og var stimplað S. S. á þjóið. Fleiri smíðisgripi sína
mun hann hafa merkt á sama hátt. Ég kom a. m. k. einu sinni í
smiðjuna, þar sem Sigurður var að smíða. Hann var þá ræðinn en
hafði þó gát á, að ekki ofhitnaði járnið.
38
Goðasteinn