Goðasteinn - 01.09.1966, Side 41

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 41
Húskona í sjálfsmcnnsku var hjá Sigurði. Hún hét Evlalía. Mun hún hafa hjálpað honum með þjónustubrögð, eftir að kona hans missti heilsuna. Eftir lát Sigurðar bjó hún á Fljótum með manni, sem hét Einar. Þau áttu son saman, þó bæði væru hnigin að aldri. Hann heitir og Einar og er nú djákni í Grímsey norður. Sigurður á Fljótum var víst alla tíð fátækur en óvílsamur og mun aldrei hafa kviðið komandi degi. Á efri árum tók hann sambýlis- mann í húsmennsku, Jón Stefánsson frá Króki, sem reisti sér snotran bæ vestan við bæ Sigurðar. Jón missti konu sína unga og lét af búskap, flutti síðar til Reykjavíkur, stundaði þar skósmíði og rak skóverzlun. Skömmu síðar flutti í þessi hús Ásbjörn Jónsson með konu sinni, tengdaforeldrum, móður og fleira fólki. Ásbjörn bjó á Fljótum góðu búi til dauðadags og svo Sigríður ekkja hans á meðan hún lifði. Þau Ásbjörn og Sigríður voru orðlögð sæmdar- og gæða- hjón, og ekki mun ofsagt af hjálpsemi þeirra við sambýlisfólkið í fátækt þess og allsleysi, einkum síðustu ár Sigurðar. Um ráðstöfun Sigurðar viðvíkjandi smiðjukofa hans hef ég ekki heyrt, en kann vel vera rétt hermt hjá Elíasi, því Steinsmýringar voru miklu kunnugri á Fljótum en þeir, sem heima áttu í suðvestur- hluta Meðallands. Nokkrar sögur gengu af reimleikum á Fljótum um þessar mundir. Og um það kvað hagorður Mýrdælingur, Eiríkur E. Sverrisson: Austursveitum fréttist frá fregn, með hætti ljótum: Afturgenginn sumir sjá Sigurð gamla á Fljótum. Það var víst Ólöf Ólafsdóttir, móðir Ásbjarnar, sem svaf í herbergi nálægt bæjardyrum og flutti rúm sitt svo upp á baðstofu- loft, í norðurendanum, þar sem var rúm Ólafar Stefánsdóttur, tengdamóður Ásbjarnar. Sagt var, að einatt heyrðust einhver glamurkennd hljóð, einkum í þeim enda hússins, sem gömlu kon- urnar voru í. Ekki gerði Ásbjörn bóndi mikið úr reimleika þéim, þó leitt væri í tal við hann: „Jú, það þykist vera að heyra og sjá, en þetta er hreint ekkert“, sagði hann. Þess má geta, að fast við norðurgaflað baðstofuhússins var smá- kofi. I þessum kofa voru hýstir hrútar. Innan við hurðina í kofa- Goðasteinn 39

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.