Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 41

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 41
Húskona í sjálfsmcnnsku var hjá Sigurði. Hún hét Evlalía. Mun hún hafa hjálpað honum með þjónustubrögð, eftir að kona hans missti heilsuna. Eftir lát Sigurðar bjó hún á Fljótum með manni, sem hét Einar. Þau áttu son saman, þó bæði væru hnigin að aldri. Hann heitir og Einar og er nú djákni í Grímsey norður. Sigurður á Fljótum var víst alla tíð fátækur en óvílsamur og mun aldrei hafa kviðið komandi degi. Á efri árum tók hann sambýlis- mann í húsmennsku, Jón Stefánsson frá Króki, sem reisti sér snotran bæ vestan við bæ Sigurðar. Jón missti konu sína unga og lét af búskap, flutti síðar til Reykjavíkur, stundaði þar skósmíði og rak skóverzlun. Skömmu síðar flutti í þessi hús Ásbjörn Jónsson með konu sinni, tengdaforeldrum, móður og fleira fólki. Ásbjörn bjó á Fljótum góðu búi til dauðadags og svo Sigríður ekkja hans á meðan hún lifði. Þau Ásbjörn og Sigríður voru orðlögð sæmdar- og gæða- hjón, og ekki mun ofsagt af hjálpsemi þeirra við sambýlisfólkið í fátækt þess og allsleysi, einkum síðustu ár Sigurðar. Um ráðstöfun Sigurðar viðvíkjandi smiðjukofa hans hef ég ekki heyrt, en kann vel vera rétt hermt hjá Elíasi, því Steinsmýringar voru miklu kunnugri á Fljótum en þeir, sem heima áttu í suðvestur- hluta Meðallands. Nokkrar sögur gengu af reimleikum á Fljótum um þessar mundir. Og um það kvað hagorður Mýrdælingur, Eiríkur E. Sverrisson: Austursveitum fréttist frá fregn, með hætti ljótum: Afturgenginn sumir sjá Sigurð gamla á Fljótum. Það var víst Ólöf Ólafsdóttir, móðir Ásbjarnar, sem svaf í herbergi nálægt bæjardyrum og flutti rúm sitt svo upp á baðstofu- loft, í norðurendanum, þar sem var rúm Ólafar Stefánsdóttur, tengdamóður Ásbjarnar. Sagt var, að einatt heyrðust einhver glamurkennd hljóð, einkum í þeim enda hússins, sem gömlu kon- urnar voru í. Ekki gerði Ásbjörn bóndi mikið úr reimleika þéim, þó leitt væri í tal við hann: „Jú, það þykist vera að heyra og sjá, en þetta er hreint ekkert“, sagði hann. Þess má geta, að fast við norðurgaflað baðstofuhússins var smá- kofi. I þessum kofa voru hýstir hrútar. Innan við hurðina í kofa- Goðasteinn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.