Goðasteinn - 01.09.1966, Side 44

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 44
Sóma gæddur sýnist mér séra Þorsteinn prófastur, ágætasti elsku vin er hann hér á stræti. Maddama Sigríður, mæta frú, mjög er blíð í lyndi, kona séra Þorsteins kær, kvenna val og blómi. Um Sigríði Jónsdóttur í Byggðarholti í Lóni: Hún var dóttir Jóns Jónssonar hreppstjóra þar, giftist Guðmundi Sigurðssyni söðlasmið á Höfn í Hornafirði. Sigríður í Byggðarholti, rauð er hún sem rós, lokkarnir falla sem liljan á hrís. Dansar hún á hásumartíð. Þá er næst vísa um Ingunni Jónsdóttur, systur séra Jóns Jónssonar á Stafafeili. Hún var ráðskona hjá honum á fyrstu árum hans í Bjarnanesi. Seinna var hún, eins og mörgum er kunnugt, húsfreyja á Kornsá í Vatnsdal, kona Björns Sigfússonar alþingismanns: Ingunn Jónsdóttir, mæta mey, mörgum lofuð er hún. Prófasts systir dygg og hýr, blíð og ljúf í lundu. Sennilega hefur eitt orð fallið úr þessari vísu, því ólíklegt er, að karlinn hafi viljað telja Ingunni það til gildis, að hún væri lofuð mörgum, heldur haft hendinguna svo: Af mörgum lofuð er hún. Þá eru vísur um nokkra unga menn, sem urðu síðar nafnkunnir bændur: Um Sigurð Hannesson á Miðskeri: Sigurður bezti yngismann, hann er hér á torgi. Gæfulegur, gáfaður, kallast má einbirni. Um Sigurð Jónsson á Stapa: 42 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.