Goðasteinn - 01.09.1966, Page 48
spá fyrir gestum, að sögn fyrri eigenda, en gestahögg hafa ekki
heyrzt til hennar í Vík eða Skógum, svo ég viti.
Búrkistur voru yfirleitt íslenzkar, jafnvíðar upp og með flötu
loki, settar saman úr borðum, er hvert fyrir sig myndaði hlið eða
gafl. Fengu smiðir þau breiðu borð úr fírkantstrjám, er stundum
rak á fjörur. Frægur smiður í Landeyjum á 19. öld, ísleifur Eyjólfs-
son, nefndur ísleifur smiður, smíðaði búrkistur í tugatali, ekki að-
eins tréverk, heldur einnig lamir, skrár og lykla. Ferðaðist hann um
nálægar sveitir til þeirra smíða. Á byggðasafnið væntanlega eina
kistu eftir hann, frá Brúnum undir Eyjafjöllum. Mikla og vandaða
búrkistu á safnið frá Gröf í Skaftártungu, úr Flnausabúinu gamla í
Meðallandi. Prýða hana útskornir okar á loki.
Teigskistan er áreiðanlega íslenzk og vafalaust fatakista að upp-
hafi. Gerð hennar bendir til fyrri tíma. Aðaleinkenni hennar í ytri
gerð er botn breiðari en lok. Á hún fáar systur á Suðurlandi. Ég
sá hana fyrst á geymslulofti í íbúðarhúsi Erlends Erlendssonar f
Teigi, þar sem hún hélt áfram að eiga heima hjá eftirmanni hans,
Árna Jóhannssyni. Flún var þá illa leikin af Elli kerlingu, lok og
handraðar brottu og botn dottinn frá af fúa. Kistuskrokkurinn sýndi
þó, að vel hafði verið vandað til hans að efni og smíði. Leifar af
rauðri málningu sáust allvíða og raufar innan á borðum sýndu gerð
handraða. Hafði annar verið af venjulegri gerð, grunnur þver-
stokkur við gafl, en hinn hafði náð allt til botns við gaflinn beint
á móti. Far eftir skráarlauf sást umhverfis lykilgat og glöggar minj-
ar eftir höldur á göflum. Nægilega mikið var eftirskilið til þess að
gera kistuna upp, aðeins ef ég fengi fjöl hæfilega langa og breiða
í lok. Leitin að lokfjöl bar um síðir árangur, og nú er þessi gamla
kista risin upp, svo að sómasamlegt má kalla.
Allt er þcgar þrennt er, sagði álfkonan forðum, og þrennt gerir
Teigskistuna að merkum safngrip: aldur, útlit og saga.
Um aldamótin 1700 var sýslumaður í Rangárvallasýslu Hákon
Hannesson á Skammbeinsstöðum í Holtum, giftur Þrúði Björns-
dóttur sýslumanns í Espihóli, Pálssonar. Munu þau hafa gifzt um
1690. Manntalsárið 1703 bjuggu þau á Skammbeinsstöðum og bú-
staður er hinn sami 1710. Nokkru seinna mun Hákon sýslumaður
hafa flutt á eignarjörð sína, Lambalæk í Fljótshlíð, þar sem hann
46
Goðasteinn