Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 50

Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 50
maðurinn sneri þegar frá ánni, reið út að Drangshlíð og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann var spurður, því hann hefði ekki riðið fyrir húsfrúnni út í ána, eða borið sig að því að bjarga. Svaraði hann þá með setningu, sem lengi hefur verið í minnum höfð: „Nei, ég er í tvennum, mórauðum sokkum og má ckki vaða“. Lík frúarinnar var flutt á kviktrjám út að Teigi, og var hringt kirkjuklukkum á öllum kirkjustöðum, er líkfylgdin fór framhjá á leiðinni. Fljótt bar á því, að frúin þótti ekki liggja kyrr í gröf sinni. Hún hafði átt vandaða fatakistu og hélt sveimurinn sig helzt að henni um langan aldur. Fylgdi kistan bænum í Teigi, þótt þar yrðu ábúendaskipti, og var jafnan nefnd frúarkistan. Svipur frúarinnar lét talsvert að sér kveða allt fram á 19. öld, en úr því fór að dofna yfir honum. Bræður tveir, Ólafur og Tómas, Jónssynir, bjuggu í Teigi um aldamótin 1800. Hjá Ólafi var á vist um skeið mágur hans, Þórður Halldórsson. Hann var heitbundinn stúlku inni á Hlíðarenda og fór oft að heimsækja hana og varð þá seint fyrir. Piltar í Teigi sváfu á skálalofti. Félagi Þórðar vaknaði við það, að mikið högg var barið á dyrnar að svefnloftinu. Hugði hann það glettur Þórðar og kallaði: „Annað stærra, lagsmaður“. Kvað þá við annað högg miklu meira, og annar dyrastafurinn þeyttist í tvcimur hlutum inn á loftið. Var hann úr rauðaviði, gildur vel. Gert var við hann. Þekkti Guðmundur Guðmundsson í Teigi hann í árefti þar á bænum á seinni hluta 19. aldar. Frúnni var kennt um þetta húsbrot, engum öðrum var þar til að dreifa. Um aldamótin 1900 var frúarkistan í búi Arnþórs Einarssonar í vcsturbænum í Teigi. Man Helga Pálsdóttir á Grjótá, sem nú er 89 ára (1966), hana vel frá þeim tíma. Segir hún, að ártal hafi verið málað á annan handraðann cn man það ekki svo glöggt, að skráð verði. Kistan var í viðbyggingu íbúðarhússins, inni við gafl. Þar voru ýmsir búshlutir varðveittir. Þessu húsi var skipt í tvennt, og var fremri hlutinn smíðahús. Konur hvolfdu mjaltaskjólum á frúarkistuna að kvöldi. Að morgni stóðu þær oftast á réttri lögg fram við smíðahúsdyr. Það er hið síðasta, sem sagt er af fylgju frúarkistunnar. Vona ég nú, að hinn forni eigandi láti sér vel líka þá endurbót, sem gripur hans hefur fengið. 48 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.