Goðasteinn - 01.09.1966, Side 53

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 53
Við kofa Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi. Eyjafiallaiökull í baksýn. einstakir skaflar á þessum tíma árs og er augljóst, að jöklar á þessum slóðum hafa hopað verulega síðustu áratugina. Frá Bröttufannarskeri lá leiðin niður snarbratt fjallið norður af. Varð þar allvíða að fara með töluverðri gát, því að hætta kann að vera á að hestar hrasi, ef ekki er þrædd rétt leið fram hjá verstu móbergsfláunum. Brátt náðum við fram á Heljarkamb, og gekk greiðlega með hestana niður einstigið góða, sem þarna var höggvið í fyrrahaust. Því næst lá leiðin um brattar skriður upp á Morinsheiði, sem er gróðurlaus, en rennslétt og því kjörinn skeið- völlur. Eftir góðan sprett lögðum við á ný niður brattann við Heiðarhorn og fórum þaðan fram Foldir og drjúgan spöl vestur Strákagilsranann. Senn fundum við bratta en slarkfæra niðurgöngu í gilið, og héldum svo eftir botni þess fram úr því og vestur í Bása á Goðalandi. En þar er dásamlega fagurt land og næsta furðu- leg umskipti að koma úr grjóti, gróðurleysi og svala háfjallanna í grængresið og ilmandi birkiskógana í Básum. Goðasteinn 51

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.