Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 59

Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 59
hlut minn að smala ánum. Veður var eins og bezt verður ákosið, en þokuslæða lá yfir jörðinni og var að byrja að grisja í hana. Ég var komin austur með svonefndri Keldu, sem lá úr Beruflóði, og byrjuð að smala ánum austur um Skarðsmýri, er ég heyrði skyndi- lega söng margra manna - og ég þekkti lagið og ljóðið. Það var sálmurinn: Allt eins og blómstrið eina. Hann var sunginn með gamla líksöngslaginu, angurvært mjög og fallega. Ég leit í áttina, sem söngurinn kom úr, og sá þá hóp af ríðandi fólki skammt frá, á leið upp eftir mýrinni. Framarlega eða fremst í hópnum sá ég svarta líkkistu flutta um þverbak, að mér sýndist á tveimur sam- hliða hestum. Ég veitti því sérstaka athygli, hve hestarnir, sem fólkið reið, voru fallegir á að líta. Ekki var ég í nokkrum vafa um, að þetta væri líkför hjá huldufólki, svo kjarkurinn bilaði með öliu. Ég hóaði í ákafa á fé mitt heim á leið og hirti ekkert um, þótt eitthvað yrði eftir í mýrinni. Skömmu seinna leit ég um öxl og hópurinn, undarlegi, var ekki horfinn sýnum, aðeins hafði hann fjarlægzt upp í melana. Þessi sýn hafði mikil áhrif á mig. Kom ég aldrei á þessar slóðir svo lengi á eftir, að ég óttaðist ekki að sjá eitthvað óvenjulegt. Gamla fólkið taldi, að huldufólkið ætti sér kirkju upp á Feðgum, í kletti við Eldvatnið, og iíkfylgdin hafði stefnu í þá átt, er ég sá hana síðast. Sögn Steinunnar Ásmundsdóttur á Syðri-Fljótum í Meðallandi. Ath. Var ekki horft þarna inn í horfna öld? Hin forna sóknar- kirkja Meðallendinga stóð skammt ofar, á Skarðsmelum, fram á 18. öld. Þ. T. III Skerflóðs-Móri? Það hefur líklega verið sumarið 1903, sem þessi atburður gerðist. Ég var þá sjö ára og átti heima hjá afa og ömmu í Grímsfjósum á Stokkseyri. Dag nokkurn um hásláttinn var ég einn heima með ömmu og barni á fyrsta ári. Amma var frammi í eldhúsi við störf sín, en ég var inni í baðstofu og gætti ungbarnsins. Var búið um það á gólfinu. Ég sat þar hjá, en hugurinn var víst fremur úti en inni. Sól skein í heiði. Goðasteinn 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.